Sagður þukla á mömmu sinni í myndbandi sem veldur hneykslun Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2024 07:31 Aroldis Chapman hefur tvívegis orðið bandarískur meistari í hafnabolta en einnig komist í fréttirnar af mun verri ástæðum. Getty/Daniel Shirey Aroldis Chapman hefur valdið mikilli hneykslun á meðal hafnboltaáhugafólks með myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum, þar sem hann sést þukla á brjóstum eldri konu, utan klæða. Talið er að konan sé móðir hans. Chapman er 36 ára stjarna í bandarísku MLB-hafnaboltadeildinni. Hann er kastari hjá Pittsburgh Pirates og hefur unnið tvo meistaratitla; í fyrra með Texas Rangers og árið 2016 með Chicago Cubs. Sjö sinnum hefur hann verið valinn í stjörnulið deildarinnar. En Chapman hefur einnig komist í fréttirnar af óæskilegum ástæðum og núna vegna myndbands sem hann birti sjálfur. Myndbandið var sett í Instagram Story á þriðjudag og er nú horfið þaðan en víða í dreifingu á samfélagsmiðlum. Aroldis Chapman posted this on his IG story https://t.co/SAPPUcVLrQ— Baseball King (@BasebaIlKing) March 13, 2024 Í fullri útgáfu myndbandsins sést Chapman liggja í sófanum ásamt eldri konu, og er þriðji aðili að taka upp myndbandið. Þau ræða saman á spænsku á meðan að Chapman þuklar á brjóstum konunnar sem er fullklædd. Hún virðist ekki kippa sér mikið upp við það en reynir að færa hönd Chapmans í burtu og klappar honum á bakið. Chapman smellir jafnframt kossi á annað brjóstið. Samkvæmt bandarískum miðlum á borð við Sports Illustrated er talið að konan, sem áður hefur sést á samfélagsmiðlum Chapmans, sé móðir hans. Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið eftir því. Fyrirsögn SI er einfaldlega: „Hvað í fjandanum var ég að sjá?“ Stuðningsmenn fullir viðbjóðs yfir sjokkerandi myndbandi af fyrrverandi kastara Texas Rangers og Yankees. New York Post talar um að myndbandið sé „disturbing“, það er að segja áhrifamikið en á neikvæðan hátt, og Fox News segir Chapman hafa sjokkerað hafnaboltaáhugafólk með furðulegu myndbandi. Fékk þrjátíu leikja bann vegna heimilisofbeldis Chapman hefur áður verið í fréttum af óæskilegum ástæðum en hann var sakaður um að ráðast á kærustu sína, ýta henni og þrengja að öndunarvegi hennar, í október 2015. Chapman var jafnframt talinn hafa skotið átta sinnum úr byssu. Lögreglan í Flórída lagði þó aldrei fram ákæru, vegna ósamræmis í framburði vitna, en MLB-deildin úrskurðaði Chapman í þrjátíu leikja bann. Hafnabolti Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Chapman er 36 ára stjarna í bandarísku MLB-hafnaboltadeildinni. Hann er kastari hjá Pittsburgh Pirates og hefur unnið tvo meistaratitla; í fyrra með Texas Rangers og árið 2016 með Chicago Cubs. Sjö sinnum hefur hann verið valinn í stjörnulið deildarinnar. En Chapman hefur einnig komist í fréttirnar af óæskilegum ástæðum og núna vegna myndbands sem hann birti sjálfur. Myndbandið var sett í Instagram Story á þriðjudag og er nú horfið þaðan en víða í dreifingu á samfélagsmiðlum. Aroldis Chapman posted this on his IG story https://t.co/SAPPUcVLrQ— Baseball King (@BasebaIlKing) March 13, 2024 Í fullri útgáfu myndbandsins sést Chapman liggja í sófanum ásamt eldri konu, og er þriðji aðili að taka upp myndbandið. Þau ræða saman á spænsku á meðan að Chapman þuklar á brjóstum konunnar sem er fullklædd. Hún virðist ekki kippa sér mikið upp við það en reynir að færa hönd Chapmans í burtu og klappar honum á bakið. Chapman smellir jafnframt kossi á annað brjóstið. Samkvæmt bandarískum miðlum á borð við Sports Illustrated er talið að konan, sem áður hefur sést á samfélagsmiðlum Chapmans, sé móðir hans. Viðbrögðin við myndbandinu hafa verið eftir því. Fyrirsögn SI er einfaldlega: „Hvað í fjandanum var ég að sjá?“ Stuðningsmenn fullir viðbjóðs yfir sjokkerandi myndbandi af fyrrverandi kastara Texas Rangers og Yankees. New York Post talar um að myndbandið sé „disturbing“, það er að segja áhrifamikið en á neikvæðan hátt, og Fox News segir Chapman hafa sjokkerað hafnaboltaáhugafólk með furðulegu myndbandi. Fékk þrjátíu leikja bann vegna heimilisofbeldis Chapman hefur áður verið í fréttum af óæskilegum ástæðum en hann var sakaður um að ráðast á kærustu sína, ýta henni og þrengja að öndunarvegi hennar, í október 2015. Chapman var jafnframt talinn hafa skotið átta sinnum úr byssu. Lögreglan í Flórída lagði þó aldrei fram ákæru, vegna ósamræmis í framburði vitna, en MLB-deildin úrskurðaði Chapman í þrjátíu leikja bann.
Hafnabolti Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira