Stal þremur milljörðum króna af félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2024 23:20 Leikmenn Jacksonville Jaguars fyrir leik á móti Carolina Panthers í NFL-deildinni. Enginn gerði sér grein fyrir því hvað var í gangi á bak við tjöldin. Getty/Courtney Culbreath Fyrrum starfsmaður bandaríska félagsins Jacksonville Jaguars er bæði búinn að missa vinnuna og á leið í fangelsi. Amit Patel viðurkenndi að hafa stolið 22 milljónum Bandaríkjadala af Flórída félaginu þegar hann var starfsmaður þess en það jafngildir 2,99 milljörðum íslenskra króna. Patel var dæmdur sekur í gær og þarf að dúsa í sex og hálft ár í fangelsi. „Ég stend hér frammi fyrir ykkur, vandræðalegur, sneypulegur og vonsvikinn með eigin gjörðir. Ég get aldrei komið því fyllilega til skila hversu mér þykir þetta leiðinlegt,“ sagði hinn 31 árs gamli Patel í réttarsalnum. Hann segist hafa nú verið reglusamur í heilt ár og að hann sé að leita sér hjálpar við veðmálafíkninni. ESPN segir frá. Amit Patel, a former Jacksonville Jaguars USA employee who pleaded guilty to swindling $22 million from the team s coffers to fund his gambling addiction and a lavish lifestyle, was sentenced to six-and-a-half years in prison on Tuesday. https://t.co/8b1EIxMB2C pic.twitter.com/rDOl4vQaJt— Crime Reports India (@AsianDigest) March 13, 2024 Patel þarf líka að borga Jaguars 21,1 milljón dala í skaðabætur og sækja fundi hjá samtökum veðmálafíkla. „Við gáfum honum draumastarfið sitt. Við treystum honum. Við unnum með honum og deildum lífi okkar með honum. Við fórum í gegnum faraldurinn saman og upplifum hæðir og lægðir. Hann sveik okkur. Refsing hans er okkur ekkert ánægjuefni,“ sagði Megha Parekh, varaforseti félagsins. Patel stal þessum peningi yfir þriggja og hálfs árs tímabil þar sem hann hafði yfirumsjón með kreditkortum fyrirtækisins. Hann færði 20 milljónir dollara yfir á FanDuel og um eina milljón dollara yfir á DraftKings en þetta eru bæði veðmálafyrirtæki. Hann notaði restina af peningum í alls konar hluti þar á meðal næstum því sex hundruð þúsund dollara hjá Apple og meira en fjörutíu þúsund samanlagt í vörur hjá Amazon og Best Buy. Hann eyddi sem sagt yfir 81 milljón króna í Apple vörur og yfir 5,4 milljónum króna í vörur hjá Amazon og Best Buy. Ex-Jaguars employee Amit Patel sentenced to 6 1/2 years in prison for fraud - via @ESPN App https://t.co/rZq5RhQE0S— Michael DiRocco (@ESPNdirocco) March 12, 2024 NFL Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílukast og golf Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjá meira
Amit Patel viðurkenndi að hafa stolið 22 milljónum Bandaríkjadala af Flórída félaginu þegar hann var starfsmaður þess en það jafngildir 2,99 milljörðum íslenskra króna. Patel var dæmdur sekur í gær og þarf að dúsa í sex og hálft ár í fangelsi. „Ég stend hér frammi fyrir ykkur, vandræðalegur, sneypulegur og vonsvikinn með eigin gjörðir. Ég get aldrei komið því fyllilega til skila hversu mér þykir þetta leiðinlegt,“ sagði hinn 31 árs gamli Patel í réttarsalnum. Hann segist hafa nú verið reglusamur í heilt ár og að hann sé að leita sér hjálpar við veðmálafíkninni. ESPN segir frá. Amit Patel, a former Jacksonville Jaguars USA employee who pleaded guilty to swindling $22 million from the team s coffers to fund his gambling addiction and a lavish lifestyle, was sentenced to six-and-a-half years in prison on Tuesday. https://t.co/8b1EIxMB2C pic.twitter.com/rDOl4vQaJt— Crime Reports India (@AsianDigest) March 13, 2024 Patel þarf líka að borga Jaguars 21,1 milljón dala í skaðabætur og sækja fundi hjá samtökum veðmálafíkla. „Við gáfum honum draumastarfið sitt. Við treystum honum. Við unnum með honum og deildum lífi okkar með honum. Við fórum í gegnum faraldurinn saman og upplifum hæðir og lægðir. Hann sveik okkur. Refsing hans er okkur ekkert ánægjuefni,“ sagði Megha Parekh, varaforseti félagsins. Patel stal þessum peningi yfir þriggja og hálfs árs tímabil þar sem hann hafði yfirumsjón með kreditkortum fyrirtækisins. Hann færði 20 milljónir dollara yfir á FanDuel og um eina milljón dollara yfir á DraftKings en þetta eru bæði veðmálafyrirtæki. Hann notaði restina af peningum í alls konar hluti þar á meðal næstum því sex hundruð þúsund dollara hjá Apple og meira en fjörutíu þúsund samanlagt í vörur hjá Amazon og Best Buy. Hann eyddi sem sagt yfir 81 milljón króna í Apple vörur og yfir 5,4 milljónum króna í vörur hjá Amazon og Best Buy. Ex-Jaguars employee Amit Patel sentenced to 6 1/2 years in prison for fraud - via @ESPN App https://t.co/rZq5RhQE0S— Michael DiRocco (@ESPNdirocco) March 12, 2024
NFL Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílukast og golf Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjá meira