Borgarstrákur en spenntur fyrir ævintýri á Ísafirði Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 14:31 William Eskelinen hefur meðal annars varið mark AGF í dönsku úrvalsdeildinni á sínum ferli. Getty/Jan Christensen Markvörðurinn William Eskelinen hafnaði tilboðum frá Skandinavíu og fleiri stöðum í Evrópu áður en þessi 27 ára Svíi ákvað að samþykkja tilboð frá Ísfirðingum og spila fyrir Vestra. Eskelinen hefur spilað bæði í sænsku og dönsku úrvalsdeildinni og ætti, miðað við ferilskrána, að geta reynst afar dýrmætur fyrir nýliða Vestra, í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. „Þetta verður ævintýri,“ segir Eskelinen í viðtali við Fotbollskanalen í Svíþjóð, eftir fyrstu dagana sem Ísfirðingur. Hann viðurkennir að hann sé alls enginn „náttúrustrákur“, heldur borgarstrákur, en er afar spenntur fyrir því að njóta íslenskrar náttúru þó að fótboltinn sé vissulega aðalatriðið. Telur Vestramenn ekki hefðbundna nýliða „Ég finn strax að ég er mættur á aðrar slóðir en ég hef verið á áður í Svíþjóð og Danmörku, þar sem ég hef spilað. Þetta veitir manni innblástur og er spennandi,“ segir Eskelinen sem er rétt að byrja að kynnast liðsfélögum sínum og nýja félaginu. „Þetta virðist vera framsækið félag sem vill byggja eitthvað upp hérna. Það er mikill metnaður hjá þeim, og menn tilbúnir að leggja mikið á sig, og það er spennandi að taka þátt í þessari sókn. Þeir eru nýliðar en ég held að þeir séu ekkert venjulegir nýliðar. Ég held að margir á Íslandi beri virðingu fyrir Vestra fyrir þetta tímabil,“ segir Eskelinen. Spurði íslenska liðsfélaga út í deildina Það styttist í fyrsta leik Vestra í Bestu deildinni en liðið mætir Fram í Úlfarsárdal 7. apríl. Áætlað er að fyrsti heimaleikur Vestra verði svo 20. apríl, gegn KA. Eskelinen viðurkennir að hafa lítið vitað um íslenska boltann en haft samband við gamla, íslenska liðsfélaga, væntanlega frá tíma sínum í Örebro, AGF og Sundsvall. Hann telur Bestu deildina njóta virðingar í Evrópu enda hafi bestu liðin hér staðið sig vel í Evrópukeppnum, og er ánægður með að hafa hafnað öðrum tilboðum til að koma á Ísafjörð. En hvað gerði útslagið? „Fyrst og fremst var það fótboltinn og þetta hljómaði heilt yfir sem réttur kostur, en nú þegar ég er kominn hingað þá er ótrúlega flott að sjá náttúruna hérna. Ég ætla að nýta mér dvölina hérna og skoða Ísland, og hvað eyjan hefur upp á að bjóða,“ segir Eskelinen en kvaðst þó ekki vera mikill sveitastrákur: „Haha, eiginlega ekki. Ég er borgarstrákur en manni finnst þetta ofursvalt þegar maður sér þetta. Núna bý ég ekki í stórborg, heldur í þorpi, svo það verður gaman að upplifa það og þroskast sem manneskja, úti eða í fjallgöngu eða eitthvað slíkt. Þetta verður spennandi,“ segir Eskelinen. Besta deild karla Vestri Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Eskelinen hefur spilað bæði í sænsku og dönsku úrvalsdeildinni og ætti, miðað við ferilskrána, að geta reynst afar dýrmætur fyrir nýliða Vestra, í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. „Þetta verður ævintýri,“ segir Eskelinen í viðtali við Fotbollskanalen í Svíþjóð, eftir fyrstu dagana sem Ísfirðingur. Hann viðurkennir að hann sé alls enginn „náttúrustrákur“, heldur borgarstrákur, en er afar spenntur fyrir því að njóta íslenskrar náttúru þó að fótboltinn sé vissulega aðalatriðið. Telur Vestramenn ekki hefðbundna nýliða „Ég finn strax að ég er mættur á aðrar slóðir en ég hef verið á áður í Svíþjóð og Danmörku, þar sem ég hef spilað. Þetta veitir manni innblástur og er spennandi,“ segir Eskelinen sem er rétt að byrja að kynnast liðsfélögum sínum og nýja félaginu. „Þetta virðist vera framsækið félag sem vill byggja eitthvað upp hérna. Það er mikill metnaður hjá þeim, og menn tilbúnir að leggja mikið á sig, og það er spennandi að taka þátt í þessari sókn. Þeir eru nýliðar en ég held að þeir séu ekkert venjulegir nýliðar. Ég held að margir á Íslandi beri virðingu fyrir Vestra fyrir þetta tímabil,“ segir Eskelinen. Spurði íslenska liðsfélaga út í deildina Það styttist í fyrsta leik Vestra í Bestu deildinni en liðið mætir Fram í Úlfarsárdal 7. apríl. Áætlað er að fyrsti heimaleikur Vestra verði svo 20. apríl, gegn KA. Eskelinen viðurkennir að hafa lítið vitað um íslenska boltann en haft samband við gamla, íslenska liðsfélaga, væntanlega frá tíma sínum í Örebro, AGF og Sundsvall. Hann telur Bestu deildina njóta virðingar í Evrópu enda hafi bestu liðin hér staðið sig vel í Evrópukeppnum, og er ánægður með að hafa hafnað öðrum tilboðum til að koma á Ísafjörð. En hvað gerði útslagið? „Fyrst og fremst var það fótboltinn og þetta hljómaði heilt yfir sem réttur kostur, en nú þegar ég er kominn hingað þá er ótrúlega flott að sjá náttúruna hérna. Ég ætla að nýta mér dvölina hérna og skoða Ísland, og hvað eyjan hefur upp á að bjóða,“ segir Eskelinen en kvaðst þó ekki vera mikill sveitastrákur: „Haha, eiginlega ekki. Ég er borgarstrákur en manni finnst þetta ofursvalt þegar maður sér þetta. Núna bý ég ekki í stórborg, heldur í þorpi, svo það verður gaman að upplifa það og þroskast sem manneskja, úti eða í fjallgöngu eða eitthvað slíkt. Þetta verður spennandi,“ segir Eskelinen.
Besta deild karla Vestri Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira