Borgarstrákur en spenntur fyrir ævintýri á Ísafirði Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 14:31 William Eskelinen hefur meðal annars varið mark AGF í dönsku úrvalsdeildinni á sínum ferli. Getty/Jan Christensen Markvörðurinn William Eskelinen hafnaði tilboðum frá Skandinavíu og fleiri stöðum í Evrópu áður en þessi 27 ára Svíi ákvað að samþykkja tilboð frá Ísfirðingum og spila fyrir Vestra. Eskelinen hefur spilað bæði í sænsku og dönsku úrvalsdeildinni og ætti, miðað við ferilskrána, að geta reynst afar dýrmætur fyrir nýliða Vestra, í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. „Þetta verður ævintýri,“ segir Eskelinen í viðtali við Fotbollskanalen í Svíþjóð, eftir fyrstu dagana sem Ísfirðingur. Hann viðurkennir að hann sé alls enginn „náttúrustrákur“, heldur borgarstrákur, en er afar spenntur fyrir því að njóta íslenskrar náttúru þó að fótboltinn sé vissulega aðalatriðið. Telur Vestramenn ekki hefðbundna nýliða „Ég finn strax að ég er mættur á aðrar slóðir en ég hef verið á áður í Svíþjóð og Danmörku, þar sem ég hef spilað. Þetta veitir manni innblástur og er spennandi,“ segir Eskelinen sem er rétt að byrja að kynnast liðsfélögum sínum og nýja félaginu. „Þetta virðist vera framsækið félag sem vill byggja eitthvað upp hérna. Það er mikill metnaður hjá þeim, og menn tilbúnir að leggja mikið á sig, og það er spennandi að taka þátt í þessari sókn. Þeir eru nýliðar en ég held að þeir séu ekkert venjulegir nýliðar. Ég held að margir á Íslandi beri virðingu fyrir Vestra fyrir þetta tímabil,“ segir Eskelinen. Spurði íslenska liðsfélaga út í deildina Það styttist í fyrsta leik Vestra í Bestu deildinni en liðið mætir Fram í Úlfarsárdal 7. apríl. Áætlað er að fyrsti heimaleikur Vestra verði svo 20. apríl, gegn KA. Eskelinen viðurkennir að hafa lítið vitað um íslenska boltann en haft samband við gamla, íslenska liðsfélaga, væntanlega frá tíma sínum í Örebro, AGF og Sundsvall. Hann telur Bestu deildina njóta virðingar í Evrópu enda hafi bestu liðin hér staðið sig vel í Evrópukeppnum, og er ánægður með að hafa hafnað öðrum tilboðum til að koma á Ísafjörð. En hvað gerði útslagið? „Fyrst og fremst var það fótboltinn og þetta hljómaði heilt yfir sem réttur kostur, en nú þegar ég er kominn hingað þá er ótrúlega flott að sjá náttúruna hérna. Ég ætla að nýta mér dvölina hérna og skoða Ísland, og hvað eyjan hefur upp á að bjóða,“ segir Eskelinen en kvaðst þó ekki vera mikill sveitastrákur: „Haha, eiginlega ekki. Ég er borgarstrákur en manni finnst þetta ofursvalt þegar maður sér þetta. Núna bý ég ekki í stórborg, heldur í þorpi, svo það verður gaman að upplifa það og þroskast sem manneskja, úti eða í fjallgöngu eða eitthvað slíkt. Þetta verður spennandi,“ segir Eskelinen. Besta deild karla Vestri Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Eskelinen hefur spilað bæði í sænsku og dönsku úrvalsdeildinni og ætti, miðað við ferilskrána, að geta reynst afar dýrmætur fyrir nýliða Vestra, í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. „Þetta verður ævintýri,“ segir Eskelinen í viðtali við Fotbollskanalen í Svíþjóð, eftir fyrstu dagana sem Ísfirðingur. Hann viðurkennir að hann sé alls enginn „náttúrustrákur“, heldur borgarstrákur, en er afar spenntur fyrir því að njóta íslenskrar náttúru þó að fótboltinn sé vissulega aðalatriðið. Telur Vestramenn ekki hefðbundna nýliða „Ég finn strax að ég er mættur á aðrar slóðir en ég hef verið á áður í Svíþjóð og Danmörku, þar sem ég hef spilað. Þetta veitir manni innblástur og er spennandi,“ segir Eskelinen sem er rétt að byrja að kynnast liðsfélögum sínum og nýja félaginu. „Þetta virðist vera framsækið félag sem vill byggja eitthvað upp hérna. Það er mikill metnaður hjá þeim, og menn tilbúnir að leggja mikið á sig, og það er spennandi að taka þátt í þessari sókn. Þeir eru nýliðar en ég held að þeir séu ekkert venjulegir nýliðar. Ég held að margir á Íslandi beri virðingu fyrir Vestra fyrir þetta tímabil,“ segir Eskelinen. Spurði íslenska liðsfélaga út í deildina Það styttist í fyrsta leik Vestra í Bestu deildinni en liðið mætir Fram í Úlfarsárdal 7. apríl. Áætlað er að fyrsti heimaleikur Vestra verði svo 20. apríl, gegn KA. Eskelinen viðurkennir að hafa lítið vitað um íslenska boltann en haft samband við gamla, íslenska liðsfélaga, væntanlega frá tíma sínum í Örebro, AGF og Sundsvall. Hann telur Bestu deildina njóta virðingar í Evrópu enda hafi bestu liðin hér staðið sig vel í Evrópukeppnum, og er ánægður með að hafa hafnað öðrum tilboðum til að koma á Ísafjörð. En hvað gerði útslagið? „Fyrst og fremst var það fótboltinn og þetta hljómaði heilt yfir sem réttur kostur, en nú þegar ég er kominn hingað þá er ótrúlega flott að sjá náttúruna hérna. Ég ætla að nýta mér dvölina hérna og skoða Ísland, og hvað eyjan hefur upp á að bjóða,“ segir Eskelinen en kvaðst þó ekki vera mikill sveitastrákur: „Haha, eiginlega ekki. Ég er borgarstrákur en manni finnst þetta ofursvalt þegar maður sér þetta. Núna bý ég ekki í stórborg, heldur í þorpi, svo það verður gaman að upplifa það og þroskast sem manneskja, úti eða í fjallgöngu eða eitthvað slíkt. Þetta verður spennandi,“ segir Eskelinen.
Besta deild karla Vestri Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira