Danir hægja á Ofurdeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 13. mars 2024 11:30 Claus Thomsen, stjórnarformaður dönsku ofurdeildarinnar, fagnar því að Danir geti hægt á evrópskri ofurdeild. Getty Efsta deild karla í Danmörku, Danska ofurdeildin (d. Superligaen), hefur unnið mál gegn Evrópsku ofurdeildinni (e. The Super League), sem lögð hefur verið til. Sú evrópska þarf að líkindum að breyta um nafn, verði hún að veruleika. Stærstu félög Evrópu hafa unnið að hugmyndinni um ofurdeildina um hríð. Um er að ræða lokaða deild stærstu liða Evrópu og vonir standa til um umtalsvert meiri tekjur til þeirra félaga sem taka þátt en þau þéna í Meistaradeild Evrópu, sem heyrir undir Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA. Mismikill áhugi er fyrir hugmyndinni í álfunni en ljóst er að slíkar hugmyndir myndu auka enn frekar á misskiptingu og yfirburðastöðu umræddra félaga gagnvart öðrum í Evrópu. Forráðamenn dönsku deildarinnar virðast á meðal þeirra sem standa gegn slíkum hugmyndum og þá sérstaklega nafninu. Danir kærðu nafn evrópsku deildarinnar til Evrópusambandsins og samkvæmt úrskurði Hugverkastofu Evrópusambandsins má fyrirtækið sem stofnað var í kringum fyrirhugaða ofudeild ekki skrá vörumerkið þar sem Danir eiga þegar einkarétt að ofurdeildinni. Sverrir Ingi Ingason í leik með Midtjylland gegn Randers í dönsku ofurdeildinni.Getty Við erum mjög ánægður að Hugverkastofa Evrópusambandsins hafi fallist á það að nafnið Ofurdeildin (e. The Super League) innan Evrópu muni brjóta í bága við verðmæti sem dönsku félögin hafa fjárfest í 3F Superliga. Við höfum alltaf staðið gegn vilja stóru félaganna til að stofna nýja evrópska deild, er haft eftir Claus Thomsen, stjórnarformanni dönsku ofurdeildarinnar, í yfirlýsingu frá deildinni varðandi dóminn. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni með því að smella á hlekkinn að neðan. danish-superligaen-as-slows-down-european-super-league.pdf (135kB) Ofurdeildin UEFA Danski boltinn Tengdar fréttir Stórliðin keppast við að fordæma evrópsku Ofurdeildina Hvert evrópska stórliðið á fætur öðru hefur sent frá sér yfirlýsingar í dag og í kvöld þess efnis að liðið ætli sér ekki að taka þátt í fyrirhugaðri Ofurdeild. 21. desember 2023 23:01 Sakaði ítölsku stórliðin um Ofurdeildardrauma Forseti ítalska knattspyrnufélagsins Torino sakaði fjögur félög deildarinnar um að vilja koma á fót smærri útgáfu af Ofurdeildinni margumræddu. 13. febrúar 2024 07:01 UEFA og FIFA í órétti gegn Ofurdeildinni Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu. 21. desember 2023 10:30 Standandi lófaklapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. 11. nóvember 2023 13:01 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Stærstu félög Evrópu hafa unnið að hugmyndinni um ofurdeildina um hríð. Um er að ræða lokaða deild stærstu liða Evrópu og vonir standa til um umtalsvert meiri tekjur til þeirra félaga sem taka þátt en þau þéna í Meistaradeild Evrópu, sem heyrir undir Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA. Mismikill áhugi er fyrir hugmyndinni í álfunni en ljóst er að slíkar hugmyndir myndu auka enn frekar á misskiptingu og yfirburðastöðu umræddra félaga gagnvart öðrum í Evrópu. Forráðamenn dönsku deildarinnar virðast á meðal þeirra sem standa gegn slíkum hugmyndum og þá sérstaklega nafninu. Danir kærðu nafn evrópsku deildarinnar til Evrópusambandsins og samkvæmt úrskurði Hugverkastofu Evrópusambandsins má fyrirtækið sem stofnað var í kringum fyrirhugaða ofudeild ekki skrá vörumerkið þar sem Danir eiga þegar einkarétt að ofurdeildinni. Sverrir Ingi Ingason í leik með Midtjylland gegn Randers í dönsku ofurdeildinni.Getty Við erum mjög ánægður að Hugverkastofa Evrópusambandsins hafi fallist á það að nafnið Ofurdeildin (e. The Super League) innan Evrópu muni brjóta í bága við verðmæti sem dönsku félögin hafa fjárfest í 3F Superliga. Við höfum alltaf staðið gegn vilja stóru félaganna til að stofna nýja evrópska deild, er haft eftir Claus Thomsen, stjórnarformanni dönsku ofurdeildarinnar, í yfirlýsingu frá deildinni varðandi dóminn. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni með því að smella á hlekkinn að neðan. danish-superligaen-as-slows-down-european-super-league.pdf (135kB)
Ofurdeildin UEFA Danski boltinn Tengdar fréttir Stórliðin keppast við að fordæma evrópsku Ofurdeildina Hvert evrópska stórliðið á fætur öðru hefur sent frá sér yfirlýsingar í dag og í kvöld þess efnis að liðið ætli sér ekki að taka þátt í fyrirhugaðri Ofurdeild. 21. desember 2023 23:01 Sakaði ítölsku stórliðin um Ofurdeildardrauma Forseti ítalska knattspyrnufélagsins Torino sakaði fjögur félög deildarinnar um að vilja koma á fót smærri útgáfu af Ofurdeildinni margumræddu. 13. febrúar 2024 07:01 UEFA og FIFA í órétti gegn Ofurdeildinni Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu. 21. desember 2023 10:30 Standandi lófaklapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. 11. nóvember 2023 13:01 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Stórliðin keppast við að fordæma evrópsku Ofurdeildina Hvert evrópska stórliðið á fætur öðru hefur sent frá sér yfirlýsingar í dag og í kvöld þess efnis að liðið ætli sér ekki að taka þátt í fyrirhugaðri Ofurdeild. 21. desember 2023 23:01
Sakaði ítölsku stórliðin um Ofurdeildardrauma Forseti ítalska knattspyrnufélagsins Torino sakaði fjögur félög deildarinnar um að vilja koma á fót smærri útgáfu af Ofurdeildinni margumræddu. 13. febrúar 2024 07:01
UEFA og FIFA í órétti gegn Ofurdeildinni Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu. 21. desember 2023 10:30
Standandi lófaklapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. 11. nóvember 2023 13:01