„Þetta er hús í fullri stærð með löglegan völl fyrir leiki í efstu deild knattsalurinn 120 x 84 metrar. Salarhæð í miðju tuttugu metrar og á hliðarlínu tíu metrar. Hafnarfjarðarbær gerði hérna samning, að undangengnu tilboði, við íslenska aðalverktaka í nóvember árið 2022. Framkvæmdir hafa gengið býsna vel,“ segir Pétur Vilberg Guðnason, byggingarstjóri fjölnota knatthússins á Ásvöllum
„Verkáætlun verktakans hefur gengið eftir. Samningur gerir ráð fyrir því að þeir skili af sér verkinu þann 30. nóvember seinna á þessu ári. Það er ekkert í spilunum sem að gefur tilefni til þess að ætla að það breytist.
Þá á eftir að koma fyrir áhorfendabekkjum inn í knatthúsinu, það er sérverkefni sem á eftir að bjóða út og er gert fyrir að bekkirnir muni geta tekið allt að átta hundruð manns í sæti. Síðan á eftir að fullklára þjónustubygginguna. sem er áföst við knatthúsið.
„Þetta verður algjör bylting. Það er ekki nokkur spurning. Og ekki bara fyrir Hauka, heldur alla Hafnfirðinga. Að fá svona veglegt íþróttamannvirki fyrir knattspyrnuna. Það er vægast sagt mikil lyftistöng. Miðað við það sem er í boði á Íslandi hvað svona aðstöðu varðar, þá er þetta með því betra sem gengur og gerist.

Þá er alveg óhætt að segja að Haukar búi einu af flottustu æfingasvæðum landsins fyrir boltaíþróttir.
„Eins og knattspyrnuiðkendur félagsins hafa þurft að búa við hérna undanfarin ár. Þá hefur verið æft hér á Ásvöllum við misjafnar aðstæður á veturna. Oftar en ekki hafa menn þurft að byrja á því að moka völlinn. Það er eitthvað sem að knattspyrnufólk þekkir víða um land.“
En nú fer það að heyra sögunni til hjá Haukum og búist við því að æfingar hefjist í nýja fjölnota knatthúsinu strax í byrjun desember undir lok þessar árs.