Dagur kenndi Króötum íslenskt orð, valdi Cindric og fær eina æfingu með Duvnjak Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 07:30 Dagur Sigurðsson var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Zagreb fyrir aðeins tveimur vikum, sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu. Instagram/@hrs_insta Á morgun er fyrsti leikur króatíska handboltalandsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar og segja má að það sé hálfgerður úrslitaleikur, við Austurríki, um sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Dagur hefur þurft að hafa snör handtök eftir að hann var ráðinn fyrir tveimur vikum, því króatíska liðið heldur til Hannover í Þýskalandi í dag vegna ólympíuumspilsins. Liðið er með Austurríki, Alsír og Þýskalandi í riðli og komast tvö efstu liðin á Ólympíuleikana. Dagur fékk hluta af sínum leikmannahópi til æfinga fyrir helgi en bætti svo við sterkum leikmönnum eftir helgi. Þar á meðal var stjörnuleikmaðurinn Luka Cindric sem talsverða athygli vakti að skyldi ekki vera á fyrsta leikmannalistanum sem króatískir miðlar greindu frá. Einnig bættust við Ivan Martinovic og Veron Nacinovic en Dagur mun hafa viljað bíða með að velja þessa þrjá til að sjá hvernig þeir kæmu út úr leikjum helgarinnar með sínum félagsliðum. Lærðu að öskra „berjast“ Nýi þjálfarinn fær hins vegar ekki nema eina æfingu til að koma Domagoj Duvnjak inn í hlutina, en þessi magnaði 35 ára gamli leikstjórnandi og fyrirliði fékk leyfi til að sleppa æfingum í Króatíu síðustu daga. Duvnjak hittir því liðið í Þýskalandi í dag, daginn fyrir leikinn mikilvæga við Austurríki. Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra Króatíu og segir miðillinn Net.hr frá því að á fyrstu æfingu hafi Dagur stungið upp á nýju „öskri“ til að koma leikmönnum í gírinn. Þeir séu vanir að kalla „Króatía umfram allt“ en Dagur hafi kennt þeim að kalla íslenska orðið „berjast“, sem íslensk íþróttalið hafa lengi notað. „Kannski svolítið sérstakt að hafa útlending“ Á meðal þeirra leikmanna sem Dagur kallaði inn í sinn hóp er gamli varnarjaxlinn Jakov Gojun, sem hugsaði sig ekki tvisvar um að snúa aftur í landsliðið þegar Dagur hafði samband. Gojun var sérfræðingur í sjónvarpi á síðasta stórmóti, EM í janúar. „Ég ræddi við þjálfarann. Hann útskýrði stuttlega hvað hann sæi fyrir sér og hvernig hann vildi að Króatía spilaði. Það er kannski svolítið sérstakt að hafa útlending að þjálfa Króatíu en ef maður skoðar hin landsliðin þá er þetta ekkert nýtt,“ sagði Gojun. „Það eina sem er mikilvægt er að króatískur handbolti komist aftur þangað sem hann á að vera. Að við komumst á Ólympíuleikana og förum að vinna verðlaun á nýjan leik,“ sagði Gojun. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Dagur hefur þurft að hafa snör handtök eftir að hann var ráðinn fyrir tveimur vikum, því króatíska liðið heldur til Hannover í Þýskalandi í dag vegna ólympíuumspilsins. Liðið er með Austurríki, Alsír og Þýskalandi í riðli og komast tvö efstu liðin á Ólympíuleikana. Dagur fékk hluta af sínum leikmannahópi til æfinga fyrir helgi en bætti svo við sterkum leikmönnum eftir helgi. Þar á meðal var stjörnuleikmaðurinn Luka Cindric sem talsverða athygli vakti að skyldi ekki vera á fyrsta leikmannalistanum sem króatískir miðlar greindu frá. Einnig bættust við Ivan Martinovic og Veron Nacinovic en Dagur mun hafa viljað bíða með að velja þessa þrjá til að sjá hvernig þeir kæmu út úr leikjum helgarinnar með sínum félagsliðum. Lærðu að öskra „berjast“ Nýi þjálfarinn fær hins vegar ekki nema eina æfingu til að koma Domagoj Duvnjak inn í hlutina, en þessi magnaði 35 ára gamli leikstjórnandi og fyrirliði fékk leyfi til að sleppa æfingum í Króatíu síðustu daga. Duvnjak hittir því liðið í Þýskalandi í dag, daginn fyrir leikinn mikilvæga við Austurríki. Dagur er fyrsti erlendi þjálfarinn til að stýra Króatíu og segir miðillinn Net.hr frá því að á fyrstu æfingu hafi Dagur stungið upp á nýju „öskri“ til að koma leikmönnum í gírinn. Þeir séu vanir að kalla „Króatía umfram allt“ en Dagur hafi kennt þeim að kalla íslenska orðið „berjast“, sem íslensk íþróttalið hafa lengi notað. „Kannski svolítið sérstakt að hafa útlending“ Á meðal þeirra leikmanna sem Dagur kallaði inn í sinn hóp er gamli varnarjaxlinn Jakov Gojun, sem hugsaði sig ekki tvisvar um að snúa aftur í landsliðið þegar Dagur hafði samband. Gojun var sérfræðingur í sjónvarpi á síðasta stórmóti, EM í janúar. „Ég ræddi við þjálfarann. Hann útskýrði stuttlega hvað hann sæi fyrir sér og hvernig hann vildi að Króatía spilaði. Það er kannski svolítið sérstakt að hafa útlending að þjálfa Króatíu en ef maður skoðar hin landsliðin þá er þetta ekkert nýtt,“ sagði Gojun. „Það eina sem er mikilvægt er að króatískur handbolti komist aftur þangað sem hann á að vera. Að við komumst á Ólympíuleikana og förum að vinna verðlaun á nýjan leik,“ sagði Gojun.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira