Sá besti í heimi tapaði ótrúlega óvænt: „Þetta er klikkað“ Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2024 16:30 Luca Nardi og Novak Djokovic mættust í dag en 122 sæti skilja þá að á heimslistanum. Getty/Matthew Stockman Serbinn Novak Djokovic, besti tennisspilari heims, tapaði með ótrúlega óvæntum hætti í þriðju umferð á Indian Wells mótinu í tennis í dag. „Þetta er klikkað,“ sagði hinn ítalski Luca Nardi en hann er aðeins tvítugur og í sæti 123 á heimslistanum. Það sem meira er þá hafði Nardi tapað í undankeppni mótsins, gegn Belganum David Goffin, en fengið sæti eftir að annar keppandi dró sig úr keppni. Nardi vann Djokovic 6-4, 3-6 og 6-3, en Serbinn hefur unnið 24 risamót á ferlinum og aldrei nokkurn tímann tapað gegn svo lágt skrifuðum keppanda, á móti af þessari stærðargráðu. Novak Djokovic WORST defeats in Masters 1000 and Grand Slam NARDI, ATP No.123 - Indian Wells 2024 Anderson, No.122 - Miami 2008 Istomin, No.117 - Australian Open 2017 Daniel, No.109 - Indian Wells 2018 Benneteau, No.88 - Indian Wells 2006pic.twitter.com/n6m4ZIBmJT— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 12, 2024 „Ég hef ekki hugmynd [um hvernig ég hélt ró minni]. Ég held að þetta sé kraftaverk, því ég er bara tvítugur strákur og var að vinna Novak,“ sagði Nardi. Lucky Loser Luca Nardi defeats World No. 1 Novak Djokovic pic.twitter.com/ExkQvrwfZK— US Open Tennis (@usopen) March 12, 2024 Djokovic, sem er 36 ára gamall, féll úr leik í undanúrslitum Opna ástralska mótsins, gegn Jannik Sinner, og hefur því ekki unnið mót á þessu ári. „Engir titlar í ár. Það er ekki eitthvað sem ég er vanur,“ sagði Djokovic. Nardi mætir Tommy Paul í sextán manna úrslitum á morgun en Bandaríkjamaðurinn sló út Frakkann Ugo Humbert, 6-4 og 6-4. Tennis Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
„Þetta er klikkað,“ sagði hinn ítalski Luca Nardi en hann er aðeins tvítugur og í sæti 123 á heimslistanum. Það sem meira er þá hafði Nardi tapað í undankeppni mótsins, gegn Belganum David Goffin, en fengið sæti eftir að annar keppandi dró sig úr keppni. Nardi vann Djokovic 6-4, 3-6 og 6-3, en Serbinn hefur unnið 24 risamót á ferlinum og aldrei nokkurn tímann tapað gegn svo lágt skrifuðum keppanda, á móti af þessari stærðargráðu. Novak Djokovic WORST defeats in Masters 1000 and Grand Slam NARDI, ATP No.123 - Indian Wells 2024 Anderson, No.122 - Miami 2008 Istomin, No.117 - Australian Open 2017 Daniel, No.109 - Indian Wells 2018 Benneteau, No.88 - Indian Wells 2006pic.twitter.com/n6m4ZIBmJT— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 12, 2024 „Ég hef ekki hugmynd [um hvernig ég hélt ró minni]. Ég held að þetta sé kraftaverk, því ég er bara tvítugur strákur og var að vinna Novak,“ sagði Nardi. Lucky Loser Luca Nardi defeats World No. 1 Novak Djokovic pic.twitter.com/ExkQvrwfZK— US Open Tennis (@usopen) March 12, 2024 Djokovic, sem er 36 ára gamall, féll úr leik í undanúrslitum Opna ástralska mótsins, gegn Jannik Sinner, og hefur því ekki unnið mót á þessu ári. „Engir titlar í ár. Það er ekki eitthvað sem ég er vanur,“ sagði Djokovic. Nardi mætir Tommy Paul í sextán manna úrslitum á morgun en Bandaríkjamaðurinn sló út Frakkann Ugo Humbert, 6-4 og 6-4.
Tennis Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira