Sendi fjölskyldu sína úr landi af ótta við stungumanninn Bjarki Sigurðsson skrifar 12. mars 2024 14:54 Mustafa Al Hamoodi er eigandi OK Market. Vísir/Rúnar Eigandi OK Market í Valshverfinu sendi fjölskyldu sína úr landi vegna hótana manns sem síðan stakk hann í versluninni í síðustu viku. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár og lögregluna ekki gera neitt til þess að aðstoða hann. Maðurinn heldur áfram að hóta honum þrátt fyrir að vera í gæsluvarðhaldi. Á fimmtudaginn mætti karlmaður í verslun OK Market í Valshverfinu í Reykjavík og réðst á tvo starfsmenn vopnaður hnífi. Maðurinn var síðar handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna árásarinnar. Árásin náðist á myndband sem sjá má í fréttinni hér fyrir neðan. Árásarmaðurinn er góðkunningi lögreglunnar og hefur hlotið nokkra dóma síðan hann fékk hér alþjóðlega vernd árið 2018, meðal annars fyrir líkamsárás, húsbrot og fleira. Lögreglan aðstoði hann ekki neitt Einn starfsmannanna sem varð fyrir árásinni er eigandi OK Market, Mustafa Al Hamoodi. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár fram að árásinni. „Ég þekki hann ekki en ég var að vinna sem túlkur árið 2018. Þá fór ég með öðrum manni sem var að kæra þennan mann. Ég var bara að túlka. Síðan þá hefur hann alltaf elt mig. Sendir mér hótanir í tölvupósti og á Facebook. Hann hefur tvisvar komið heim til mín, gert skemmdir á tveimur bílum, ég er búinn að kæra hann fimm sinnum en lögreglan segist ekkert geta gert því þeir geta ekki sannað að hann sé að hóta mér því hann breytir um netfang,“ segir Mustafa. Hótaði að drepa fjölskyldu hans Daginn áður en maðurinn kom í verslunina hafði hann reynt að hringja í Mustafa sem svaraði honum ekki. Þegar hann mætti í verslunina spurði hann hvers vegna hann væri ekki að svara í símann og Mustafa bað hann um að hætta að hringja í sig og hætta að mæta í verslunina. Þá dró maðurinn upp hnífinn. „Ég er búinn að senda fjölskylduna mína í burtu frá Íslandi fyrir sjö mánuðum út af honum. Hann var alltaf að koma heim til mín, senda mér mynd af íbúðinni minni. Hóta að drepa konuna mína og börnin mín. Ég nenni ekki svona bulli,“ segir Mustafa. Hann er með ör á hökunni og skurð á tungunni eftir árásina. Hann óttast að þetta martraðarástand haldi áfram losni maðurinn úr fangelsi. Maðurinn náði að skera í andlit Mustafa.Vísir/Rúnar Hótanirnar halda áfram í gæsluvarðhaldi „Hann ætlar út aftur. Hann stoppar aldrei. Hann er ekki búinn að stoppa síðan árið 2018. Hann sat inni í eitt ár og um leið og hann komst út kom hann hingað strax. Hann er alltaf að hugsa um mig. Ég skil ekki af hverju,“ segir Mustafa. Hann segist ekki vera viss hvort hann væri enn á lífi ef samstarfsfélagi hans hafi ekki verið á svæðinu og aðstoðað hann við að berjast við manninn. Maðurinn var handtekinn á fimmtudag en eftir tvo daga í gæsluvarðhaldi var hann búinn að hringja aftur í Mustafa og hóta honum. „Þegar fjölskyldan mín var hér var ég alltaf að hugsa: „Kannski er hann á leið heim til mín. Kannski gerir hann eitthvað.“ Alltaf þegar ég fór að heiman horfði ég til beggja hliða og athugaði hvort hann væri að koma,“ segir Mustafa. Reykjavík Lögreglumál Verslun Mál Mohamad Kourani Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Á fimmtudaginn mætti karlmaður í verslun OK Market í Valshverfinu í Reykjavík og réðst á tvo starfsmenn vopnaður hnífi. Maðurinn var síðar handtekinn og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna árásarinnar. Árásin náðist á myndband sem sjá má í fréttinni hér fyrir neðan. Árásarmaðurinn er góðkunningi lögreglunnar og hefur hlotið nokkra dóma síðan hann fékk hér alþjóðlega vernd árið 2018, meðal annars fyrir líkamsárás, húsbrot og fleira. Lögreglan aðstoði hann ekki neitt Einn starfsmannanna sem varð fyrir árásinni er eigandi OK Market, Mustafa Al Hamoodi. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár fram að árásinni. „Ég þekki hann ekki en ég var að vinna sem túlkur árið 2018. Þá fór ég með öðrum manni sem var að kæra þennan mann. Ég var bara að túlka. Síðan þá hefur hann alltaf elt mig. Sendir mér hótanir í tölvupósti og á Facebook. Hann hefur tvisvar komið heim til mín, gert skemmdir á tveimur bílum, ég er búinn að kæra hann fimm sinnum en lögreglan segist ekkert geta gert því þeir geta ekki sannað að hann sé að hóta mér því hann breytir um netfang,“ segir Mustafa. Hótaði að drepa fjölskyldu hans Daginn áður en maðurinn kom í verslunina hafði hann reynt að hringja í Mustafa sem svaraði honum ekki. Þegar hann mætti í verslunina spurði hann hvers vegna hann væri ekki að svara í símann og Mustafa bað hann um að hætta að hringja í sig og hætta að mæta í verslunina. Þá dró maðurinn upp hnífinn. „Ég er búinn að senda fjölskylduna mína í burtu frá Íslandi fyrir sjö mánuðum út af honum. Hann var alltaf að koma heim til mín, senda mér mynd af íbúðinni minni. Hóta að drepa konuna mína og börnin mín. Ég nenni ekki svona bulli,“ segir Mustafa. Hann er með ör á hökunni og skurð á tungunni eftir árásina. Hann óttast að þetta martraðarástand haldi áfram losni maðurinn úr fangelsi. Maðurinn náði að skera í andlit Mustafa.Vísir/Rúnar Hótanirnar halda áfram í gæsluvarðhaldi „Hann ætlar út aftur. Hann stoppar aldrei. Hann er ekki búinn að stoppa síðan árið 2018. Hann sat inni í eitt ár og um leið og hann komst út kom hann hingað strax. Hann er alltaf að hugsa um mig. Ég skil ekki af hverju,“ segir Mustafa. Hann segist ekki vera viss hvort hann væri enn á lífi ef samstarfsfélagi hans hafi ekki verið á svæðinu og aðstoðað hann við að berjast við manninn. Maðurinn var handtekinn á fimmtudag en eftir tvo daga í gæsluvarðhaldi var hann búinn að hringja aftur í Mustafa og hóta honum. „Þegar fjölskyldan mín var hér var ég alltaf að hugsa: „Kannski er hann á leið heim til mín. Kannski gerir hann eitthvað.“ Alltaf þegar ég fór að heiman horfði ég til beggja hliða og athugaði hvort hann væri að koma,“ segir Mustafa.
Reykjavík Lögreglumál Verslun Mál Mohamad Kourani Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira