Sturlun á leikmannamarkaði NFL-deildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. mars 2024 12:01 Kirk Cousins var að fá enn einn risasamninginn í NFL-deildinni. vísir/getty Leikmannamarkaðurinn opnaði í NFL-deildinni í gær og sjaldan eða aldrei hafa jafn margar stjörnur skipt um félag á einum degi. Það er alltaf líf þegar markaðurinn opnar en óvenju margir, stórir bitar voru á lausu. Stærsta fréttin var sú að leikstjórnandinn Kirk Cousins fór frá Minnesota Vikings til Atlanta Falcons. Það sem meira er þá fékk þessi 35 ára leikstjórnandi, sem sleit hásin á síðustu leiktíð, fjögurra ára samning upp á 180 milljónir dollara. Þar af er öruggt að hann fær 100 milljónir. Í hans stað hefur Vikings fengið Sam Darnold sem var varaleikstjórnandi hjá 49ers síðasta vetur. Hlauparinn Saquon Barkley yfirgaf svo NY Giants og fór til erkifjendanna í Philadelphia Eagles. Hann fékk þar þriggja ára samning upp á 38 milljónir dollara en sá samningur gæti hækkað í 47 milljónir dollara. Hlauparinn Josh Jacobs fór frá Raiders til Packers. Í leiðinni ákvað Packers að sleppa hlauparanum Aaron Jones sem finnur sér líklega nýtt heimili í dag. Russell Wilson er svo orðinn nýr leikstjórnandi Pittsburgh Steelers svo fátt eitt sé nefnt. Hér að neðan má sjá lista yfir helstu félagaskipti hingað til. Leikstjórnendur: Russell Wilson frá Broncos til Steelers. Gardner Minshew frá Colts til Raiders Tyrod Taylor frá Jets til Giants Jacoby Brissett frá Commanders til Patriots Hlauparar: Saquon Barkley frá Giants til Eagles Josh Jacobs frá Raiders til Packers Tony Pollard frá Cowboys til Titans D´Andre Swift frá Eagles til Bears Austin Ekeler frá Chargers til Commanders Zack Moss frá Colts til Bengals Devin Singletary frá Texans til Giants Gus Edwards frá Ravens til Chargers Annað: Robert Hunt frá Miami til Carolina (sóknarlínumaður) Christian Wilkins frá Dolphins til Raiders (varnarmaður) Jonathan Greenard frá Texans til Vikings (varnarmaður) Xavier McKinney frá Giants til Packers (varnarmaður) NFL Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sjá meira
Það er alltaf líf þegar markaðurinn opnar en óvenju margir, stórir bitar voru á lausu. Stærsta fréttin var sú að leikstjórnandinn Kirk Cousins fór frá Minnesota Vikings til Atlanta Falcons. Það sem meira er þá fékk þessi 35 ára leikstjórnandi, sem sleit hásin á síðustu leiktíð, fjögurra ára samning upp á 180 milljónir dollara. Þar af er öruggt að hann fær 100 milljónir. Í hans stað hefur Vikings fengið Sam Darnold sem var varaleikstjórnandi hjá 49ers síðasta vetur. Hlauparinn Saquon Barkley yfirgaf svo NY Giants og fór til erkifjendanna í Philadelphia Eagles. Hann fékk þar þriggja ára samning upp á 38 milljónir dollara en sá samningur gæti hækkað í 47 milljónir dollara. Hlauparinn Josh Jacobs fór frá Raiders til Packers. Í leiðinni ákvað Packers að sleppa hlauparanum Aaron Jones sem finnur sér líklega nýtt heimili í dag. Russell Wilson er svo orðinn nýr leikstjórnandi Pittsburgh Steelers svo fátt eitt sé nefnt. Hér að neðan má sjá lista yfir helstu félagaskipti hingað til. Leikstjórnendur: Russell Wilson frá Broncos til Steelers. Gardner Minshew frá Colts til Raiders Tyrod Taylor frá Jets til Giants Jacoby Brissett frá Commanders til Patriots Hlauparar: Saquon Barkley frá Giants til Eagles Josh Jacobs frá Raiders til Packers Tony Pollard frá Cowboys til Titans D´Andre Swift frá Eagles til Bears Austin Ekeler frá Chargers til Commanders Zack Moss frá Colts til Bengals Devin Singletary frá Texans til Giants Gus Edwards frá Ravens til Chargers Annað: Robert Hunt frá Miami til Carolina (sóknarlínumaður) Christian Wilkins frá Dolphins til Raiders (varnarmaður) Jonathan Greenard frá Texans til Vikings (varnarmaður) Xavier McKinney frá Giants til Packers (varnarmaður)
NFL Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sjá meira