Krafan er réttlæti Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 12. mars 2024 11:31 VR er öflugasta stéttarfélag landsins og stendur vörð um hagsmuni verslunar- og skrifstofufólks. Þetta er fjölbreyttur hópur fólks, enda eru störf fólks í verslun og þjónustu fjölbreytt. Miklu mun fjölbreyttari en marga grunar og verslunin er ein af þeim greinum sem nú gengur í gegnum miklar breytingar vegna tæknibreytinga og vegna loftslagsmála. Þessar tæknibreytingar hafa nú þegar haft áhrif á störf félagsfólks VR og fyrirséð er að þau áhrif munu bara aukast á komandi árum. Það er brýnt verkefni VR að leggja áherslu á endurmenntun og að gerð verði krafa um aukin tækifæri til starfs- og endurmenntunar. VR hefur verið leiðandi í umræðum um framtíðina og í störfum mínum í framtíðarnefnd VR hef ég lagt áherslu á þessi mál sem og þau málefni sem tengjast réttlátum umskiptum bæði vegna tækniframfara og innleiðingu gervigreindar. Huga þarf séstaklega að álögur sem leggjast á launafólk þegar kemur að aðgerðum vegna loftslagsmála verði skipt réttlátt en leggist ekki á launafólk með meiri þunga en tilefni er til. Þetta er, að mínu mati, okkar stærsta sameiginlega áskorun til að tryggja hagsæld til framtíðar fyrir okkur í VR. Áherslur á lýðræðisvæðingu og aðkomu launafólks í ákvarðanatöku eru jafnframt afar mikilvægar til þess að tryggja að horft sé til hagsmuna launafólks og samfélagsins alls, en ekki einvörðungu fjárfesta sem mögulega horfa eingöngu til skammtíma gróðavonar. Það er engin tilviljun að ég legg þessa miklu áherslu á réttlát umskipti, því það er megin verkefni VR að verja réttindi VR félaga í þeim breytingum sem við nú göngum í gegnum. Eldra félagsfólk Á sama tíma er mikilvægt að huga vel að málefnum eldra félagsfólks í VR. Mögulegir aldursfordómar á vinnumarkaði, húsnæðismál eldri félagsmanna, lífeyrismál og skerðingar eru dæmi um mál sem huga þarf að þegar kemur að eldra félagsfólki í VR. Því þessi hópur er sannarlega ein af þeim viðkvæmari þegar kemur að breytingum á vinnumarkaði. VR hefur verið í fararbroddi þegar kemur að hagsmunagæslu eldra félagsfólks og varð fyrst stéttarfélaga til þess að móta áherslur sem snúa beint að hagsmunum eldri félaga í VR. Ég legg á það áherslu að VR haldi þessu frumkvæði gagnvart hagsmunum eldri félaga. Eitt af stóru málunum í þessu efni er staðan á húsnæðismarkaði. Ég tel að jafnvægi á húsnæðismarkaði þurfi að vera til staðar á milli leigu- og eignarhúsnæðis og huga þurfi sérstaklega að bæði fyrstu kaupendum og eldra fólki sem hefur áhuga á að minnka við sig. Húsnæðismál Með frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar, ekki síst VR, hefur grettistaki verið lyft með stofnun Íbúðafélagsins Bjargs. Bjarg hefur nú þegar byggt um 1000 íbúðir. Með tilkomu Bjargs hófst nýr kafli óhagnaðardrifinna leigufélaga á Íslandi og kominn er vísir að öflugu almennu húsnæðisfélagi að norrænni fyrirmynd. Enn annar mikilvægur áfangi var stiginn síðastliðið haust þegar Blær leigufélag hóf framkvæmdir við 36 íbúðir í Úlfársdal og verða þær afhentar til leigu um næstu áramót. Þar með er formlega hafinn nýr áfangi í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Byggja þarf upp fjölbreyttan eigna-og leigumarkað og endurvekja félagslegt eignaíbúðakerfi. Ég hef verið í forystu um þennan málflokk innan VR og er verkefnið mitt hjartans mál. Ég tel að markvisst þurfi að byggja upp fjölbreyttan húsnæðismarkað hér á landi. Þar á ég við sterkt kerfi leiguíbúða í almenna íbúðakerfinu sem Bjarg fellur undir og leigukerfi og hugmyndafræði sem Blær byggir á. Með því móti fæst nauðsynlegt aðhald fyrir félög sem rekin eru á markaðslegum forsendum og félög á borð við Ölmu starfi ekki á markaði þar sem ríkir skortur og sem endurspeglar hátt húsnæðisverð. Heilbrigt húsnæðiskerfi þarf að innihalda öll möguleg form af búsetuúrræðum, s.s. félagslegar leiguíbúðir, hagkvæmar leiguíbúðir í almenna íbúðakerfinu eins og Bjarg, sem og séreignakerfi eins og algengast er á Íslandi og einnig félagslegar eignaíbúðir. Endurvekja þarf félagslega eignaíbúðakerfið sem flestir kannast við sem verkamannabústaðakerfið, en var illu heilli aflagt upp úr 1990. Kröfur okkar eru ekki óeðlilegar eða ósanngjarnar. Þær eru krafa um réttlæti fyrir hönd launafólks, sem telur að ofur áhersla á hagnaðardrifinn leigumarkað hafi orðið til þess fólk á leigumarkaði býr við óöryggi, á meðan fjárfestar hafa mokað hundruðum milljóna ofan í eigi vasa. Höfundur er stjórnarmaður í VR og frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
VR er öflugasta stéttarfélag landsins og stendur vörð um hagsmuni verslunar- og skrifstofufólks. Þetta er fjölbreyttur hópur fólks, enda eru störf fólks í verslun og þjónustu fjölbreytt. Miklu mun fjölbreyttari en marga grunar og verslunin er ein af þeim greinum sem nú gengur í gegnum miklar breytingar vegna tæknibreytinga og vegna loftslagsmála. Þessar tæknibreytingar hafa nú þegar haft áhrif á störf félagsfólks VR og fyrirséð er að þau áhrif munu bara aukast á komandi árum. Það er brýnt verkefni VR að leggja áherslu á endurmenntun og að gerð verði krafa um aukin tækifæri til starfs- og endurmenntunar. VR hefur verið leiðandi í umræðum um framtíðina og í störfum mínum í framtíðarnefnd VR hef ég lagt áherslu á þessi mál sem og þau málefni sem tengjast réttlátum umskiptum bæði vegna tækniframfara og innleiðingu gervigreindar. Huga þarf séstaklega að álögur sem leggjast á launafólk þegar kemur að aðgerðum vegna loftslagsmála verði skipt réttlátt en leggist ekki á launafólk með meiri þunga en tilefni er til. Þetta er, að mínu mati, okkar stærsta sameiginlega áskorun til að tryggja hagsæld til framtíðar fyrir okkur í VR. Áherslur á lýðræðisvæðingu og aðkomu launafólks í ákvarðanatöku eru jafnframt afar mikilvægar til þess að tryggja að horft sé til hagsmuna launafólks og samfélagsins alls, en ekki einvörðungu fjárfesta sem mögulega horfa eingöngu til skammtíma gróðavonar. Það er engin tilviljun að ég legg þessa miklu áherslu á réttlát umskipti, því það er megin verkefni VR að verja réttindi VR félaga í þeim breytingum sem við nú göngum í gegnum. Eldra félagsfólk Á sama tíma er mikilvægt að huga vel að málefnum eldra félagsfólks í VR. Mögulegir aldursfordómar á vinnumarkaði, húsnæðismál eldri félagsmanna, lífeyrismál og skerðingar eru dæmi um mál sem huga þarf að þegar kemur að eldra félagsfólki í VR. Því þessi hópur er sannarlega ein af þeim viðkvæmari þegar kemur að breytingum á vinnumarkaði. VR hefur verið í fararbroddi þegar kemur að hagsmunagæslu eldra félagsfólks og varð fyrst stéttarfélaga til þess að móta áherslur sem snúa beint að hagsmunum eldri félaga í VR. Ég legg á það áherslu að VR haldi þessu frumkvæði gagnvart hagsmunum eldri félaga. Eitt af stóru málunum í þessu efni er staðan á húsnæðismarkaði. Ég tel að jafnvægi á húsnæðismarkaði þurfi að vera til staðar á milli leigu- og eignarhúsnæðis og huga þurfi sérstaklega að bæði fyrstu kaupendum og eldra fólki sem hefur áhuga á að minnka við sig. Húsnæðismál Með frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar, ekki síst VR, hefur grettistaki verið lyft með stofnun Íbúðafélagsins Bjargs. Bjarg hefur nú þegar byggt um 1000 íbúðir. Með tilkomu Bjargs hófst nýr kafli óhagnaðardrifinna leigufélaga á Íslandi og kominn er vísir að öflugu almennu húsnæðisfélagi að norrænni fyrirmynd. Enn annar mikilvægur áfangi var stiginn síðastliðið haust þegar Blær leigufélag hóf framkvæmdir við 36 íbúðir í Úlfársdal og verða þær afhentar til leigu um næstu áramót. Þar með er formlega hafinn nýr áfangi í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Byggja þarf upp fjölbreyttan eigna-og leigumarkað og endurvekja félagslegt eignaíbúðakerfi. Ég hef verið í forystu um þennan málflokk innan VR og er verkefnið mitt hjartans mál. Ég tel að markvisst þurfi að byggja upp fjölbreyttan húsnæðismarkað hér á landi. Þar á ég við sterkt kerfi leiguíbúða í almenna íbúðakerfinu sem Bjarg fellur undir og leigukerfi og hugmyndafræði sem Blær byggir á. Með því móti fæst nauðsynlegt aðhald fyrir félög sem rekin eru á markaðslegum forsendum og félög á borð við Ölmu starfi ekki á markaði þar sem ríkir skortur og sem endurspeglar hátt húsnæðisverð. Heilbrigt húsnæðiskerfi þarf að innihalda öll möguleg form af búsetuúrræðum, s.s. félagslegar leiguíbúðir, hagkvæmar leiguíbúðir í almenna íbúðakerfinu eins og Bjarg, sem og séreignakerfi eins og algengast er á Íslandi og einnig félagslegar eignaíbúðir. Endurvekja þarf félagslega eignaíbúðakerfið sem flestir kannast við sem verkamannabústaðakerfið, en var illu heilli aflagt upp úr 1990. Kröfur okkar eru ekki óeðlilegar eða ósanngjarnar. Þær eru krafa um réttlæti fyrir hönd launafólks, sem telur að ofur áhersla á hagnaðardrifinn leigumarkað hafi orðið til þess fólk á leigumarkaði býr við óöryggi, á meðan fjárfestar hafa mokað hundruðum milljóna ofan í eigi vasa. Höfundur er stjórnarmaður í VR og frambjóðandi til stjórnar VR.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun