Íslendingar funda með UNRWA Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. mars 2024 15:28 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra mun ekki sitja fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, mun sitja fundinn í hans stað. Vísir/Vilhelm Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sækir í dag fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA, í fjarveru utanríkisráðherra, til að fá upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni. Kanada og Svíþjóð hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til UNRWA. Bæði lönd eru meðal sextán landa sem frystu greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar þess að ásakanir um aðild starfsmanna samtakanna að hryðjuverkaárásum Hamas litu dagsins ljós. Síðar kom á daginn að starfsmennirnir hefðu verið reknir áður en rannsókn gat átt sér stað. Á föstudag var tilkynnt að Kanada myndi halda áfram greiðslum eftir nokkuð hlé að því gefnu að rannsókn málsins haldi áfram. Sænska ríkisstjórnin gaf það svo út á laugardag að hún myndi senda samtökunum upphæð sem nemur 200 milljónum sænskra króna eða rúmum tveimur og hálfum milljörðum íslenskra. Ráðherra vongóður og fundað í dag Fréttastofa sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið til að spyrja hvort ákvörðun hefði verið tekin um það hvort Íslandi myndi halda áfram greiðslum sínum eða ekki. Einnig var spurt hvort Ísland hefði verið í samráði við aðrar þjóðir vegna málsins og hvort ráðuneytið hefði verið í samskiptum við UNRWA. „Eins og fram kom í máli utanríkisráðherra á Alþingi í síðustu viku er hann vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNRWA sem á að berast fyrir 1. apríl næstkomandi samkvæmt rammasamningi,“ sagði í svari ráðuneytisins. „Utanríkisráðuneytið hefur undanfarið átt í víðtæku samráði við stjórnvöld líkt þenkjandi ríkja og auk þess aflað nánari upplýsinga hjá stofnunni. Í þessu samhengi mun ráðuneytisstjóri sækja fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA í dag, í fjarveru ráðherra, þar sem við munum fá nýjustu upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni,“ sagði einnig í svarinu. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, ásamt Deng Li, vararáðherra í utanríkisráðuneyti Kína.Stjórnarráðið Utanríkismál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira
Bæði lönd eru meðal sextán landa sem frystu greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar þess að ásakanir um aðild starfsmanna samtakanna að hryðjuverkaárásum Hamas litu dagsins ljós. Síðar kom á daginn að starfsmennirnir hefðu verið reknir áður en rannsókn gat átt sér stað. Á föstudag var tilkynnt að Kanada myndi halda áfram greiðslum eftir nokkuð hlé að því gefnu að rannsókn málsins haldi áfram. Sænska ríkisstjórnin gaf það svo út á laugardag að hún myndi senda samtökunum upphæð sem nemur 200 milljónum sænskra króna eða rúmum tveimur og hálfum milljörðum íslenskra. Ráðherra vongóður og fundað í dag Fréttastofa sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið til að spyrja hvort ákvörðun hefði verið tekin um það hvort Íslandi myndi halda áfram greiðslum sínum eða ekki. Einnig var spurt hvort Ísland hefði verið í samráði við aðrar þjóðir vegna málsins og hvort ráðuneytið hefði verið í samskiptum við UNRWA. „Eins og fram kom í máli utanríkisráðherra á Alþingi í síðustu viku er hann vongóður um að íslensk stjórnvöld geti staðið við kjarnagreiðslu til UNRWA sem á að berast fyrir 1. apríl næstkomandi samkvæmt rammasamningi,“ sagði í svari ráðuneytisins. „Utanríkisráðuneytið hefur undanfarið átt í víðtæku samráði við stjórnvöld líkt þenkjandi ríkja og auk þess aflað nánari upplýsinga hjá stofnunni. Í þessu samhengi mun ráðuneytisstjóri sækja fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA í dag, í fjarveru ráðherra, þar sem við munum fá nýjustu upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni,“ sagði einnig í svarinu. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, ásamt Deng Li, vararáðherra í utanríkisráðuneyti Kína.Stjórnarráðið
Utanríkismál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira