„Verðum bara að sjá hvert næsta skref verður“ Aron Guðmundsson skrifar 12. mars 2024 23:31 Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótbolta Vísir/Getty Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham á Englandi, er byrjuð að leggja grunnin að endurkomu sinni inn á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð. Þar byggir hún á reynslu sinni frá fyrri tíð. Dagný og eiginmaður hennar Ómar Páll Sigurbjartsson eignuðust sinn annan son saman fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Í gegnum meðgönguna hefur Dagný fengið mikinn stuðning frá félagsliði sínu, West Ham United sem spilar í efstu deild Englands og er Dagný nú farin að taka fyrstu skref sín í átt að endurkomu. „Ég var að klára viku fjögur í svona heimastyrk og byrjaði að koma mér aftur af stað eftir að ég fæddi seinni strákinn. Ég er að æfa aðeins réttara og betur eftir meðgöngu heldur en var raunin hjá mér fyrir tæpum sex árum síðan þegar að ég átti fyrsta barn mitt og Ómars, hann Brynjar Atla. Við fjölskyldan munum halda aftur út til Englands í apríl. Ég er náttúrulega enn á samningi hjá West ham en sá samningur rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Þá verður bara að koma í ljós hver næstu skref hjá okkur verða.“ Dagný, sem hefur verið stuðningsmaður West Ham frá því í æsku, er nú ein af leiðtogunum í liðsins og var fyrirliði þess áður en hún hélt í barneignarleyfi. Hamrarnir vilja því skiljanlega ólmir fá hana aftur og það sem fyrst. „Draumurinn hjá West Ham er að ég nái einhverjum mínútum innan vallar með liðinu fyrir lok tímabils. Ég ætla hins vegar ekki að setja neina pressu á sjálfan mig að ná því. Ég gerði það eftir fyrri meðgönguna og er búin að ákveða að ætla ekki að gera það núna. Auðvitað væri draumur að ná kannski nokkrum mínútum innan vallar í síðasta leik tímabilsins gegn Tottenham. Þá er yngsta barnið okkar bara þriggja og hálfs mánaðar gamalt og því enn mjög ungur. Í þessum leik gegn Tottenham á erum við hins vegar að fara spila Tottenham Hotspur leikvanginum. Auðvitað yrði það skemmtilegur leikur að ná en ég ætla ekki að setja neina pressu á mig. Ég ætla að vera skynsöm því framundan er sumarið sem ég get notað í að æfa vel og byggja mig upp. Svo verðum við bara að sjá hvert næsta skref verður.“ Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
Dagný og eiginmaður hennar Ómar Páll Sigurbjartsson eignuðust sinn annan son saman fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Í gegnum meðgönguna hefur Dagný fengið mikinn stuðning frá félagsliði sínu, West Ham United sem spilar í efstu deild Englands og er Dagný nú farin að taka fyrstu skref sín í átt að endurkomu. „Ég var að klára viku fjögur í svona heimastyrk og byrjaði að koma mér aftur af stað eftir að ég fæddi seinni strákinn. Ég er að æfa aðeins réttara og betur eftir meðgöngu heldur en var raunin hjá mér fyrir tæpum sex árum síðan þegar að ég átti fyrsta barn mitt og Ómars, hann Brynjar Atla. Við fjölskyldan munum halda aftur út til Englands í apríl. Ég er náttúrulega enn á samningi hjá West ham en sá samningur rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Þá verður bara að koma í ljós hver næstu skref hjá okkur verða.“ Dagný, sem hefur verið stuðningsmaður West Ham frá því í æsku, er nú ein af leiðtogunum í liðsins og var fyrirliði þess áður en hún hélt í barneignarleyfi. Hamrarnir vilja því skiljanlega ólmir fá hana aftur og það sem fyrst. „Draumurinn hjá West Ham er að ég nái einhverjum mínútum innan vallar með liðinu fyrir lok tímabils. Ég ætla hins vegar ekki að setja neina pressu á sjálfan mig að ná því. Ég gerði það eftir fyrri meðgönguna og er búin að ákveða að ætla ekki að gera það núna. Auðvitað væri draumur að ná kannski nokkrum mínútum innan vallar í síðasta leik tímabilsins gegn Tottenham. Þá er yngsta barnið okkar bara þriggja og hálfs mánaðar gamalt og því enn mjög ungur. Í þessum leik gegn Tottenham á erum við hins vegar að fara spila Tottenham Hotspur leikvanginum. Auðvitað yrði það skemmtilegur leikur að ná en ég ætla ekki að setja neina pressu á mig. Ég ætla að vera skynsöm því framundan er sumarið sem ég get notað í að æfa vel og byggja mig upp. Svo verðum við bara að sjá hvert næsta skref verður.“
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira