Vargöld í Haítí Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. mars 2024 16:34 Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí síðastliðin ár. Átök hafa færst í aukana síðustu vikur. EPA Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið. Mikil óöld Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí síðastliðin ár, og ástandið fer versnandi. Stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi fyrir viku síðan og lögðu útgöngubann á landsmenn, meðal annars vegna þess að ráðist var inn í tvö fangelsi og þúsundir fanga sluppu. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, fékk ekki leyfi til lendingar eftir heimsókn sína til Bandaríkjanna í síðustu viku, og fékk ekki heldur að lenda í Dóminiska lýðveldinu. Hann er nú strandaglópur í Puerto Rico. BBC greinir frá. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa sent flesta sína sendiherra og aðra diplómata úr landi. Bandaríkin sendu deild á vegum hersins til landsins í síðustu viku að sækja sitt fólk. Þeir Haítíbúar sem hafa kost á því hafi einnig margir flúið landið. Til að mynda hafi verulega margir læknar yfirgefið landið, og er ástandið á spítölunum, sérstaklega í Port-au-Prince slæmt. Lítið er um heilbrigðisstarfsfólk á spítalanum í Port-au-Prince. Læknar hafa margir yfirgefið landið.EPA Gengin ráði ríkjum Mikil óreiða ríkir í stjórn landsins og vopnuð gengi hafa mikil völd, til að mynda ráða þau yfir um 80% höfuðborgarinnar. Leiðtogi aðalgengisins, Jimmy „Barbecue“ Chérizier, krefst þess að forsætisráðherrann segi af sér. Geri hann það ekki endar þetta með borgarastyrjöld og tilheyrandi hryllingi, að sögn Jimmy. Lögreglan ræður ekkert við ástandið, en hún er undirmönnuð, undirfjármögnuð og á ekki roð í vopnuð gengin. Antony Blinken sækir neyðarfund Óstöðugleiki ríkisins veldur óhug meðal annarra ríkja Karíbahafs og Bandaríkjanna. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna sækir fund með leiðtogum annarra ríkja Karíbahafsins í dag mánudag. Vonast er til þess að hægt verði að greiða úr ástandinu á einhvern hátt. Stjórnvöldum í Washington hugnast illa að ellefu milljón manna þjóð lúti stjórn vopnaðra gengja, með tilliti til líklegrar flóttamannabylgju, á stóru kosningaári. Ljóst er að Haítí er í tómu tjóni, en forsætisráðherra kemst ekki heim, ofbeldisfull gengi ráða ríkjum, og lík safnast upp á götum borganna. Haítí Tengdar fréttir „Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45 Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51 Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina í Haítí Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda fjölþjóðlegt herlið, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þar eiga mennirnir að reyna að binda enda á óöldina sem hrjáð hefur landið um árabil. Tæp tuttugu ár eru síðan friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu Haítí. 3. október 2023 10:06 Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. 19. ágúst 2023 14:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Mikil óöld Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí síðastliðin ár, og ástandið fer versnandi. Stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi fyrir viku síðan og lögðu útgöngubann á landsmenn, meðal annars vegna þess að ráðist var inn í tvö fangelsi og þúsundir fanga sluppu. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, fékk ekki leyfi til lendingar eftir heimsókn sína til Bandaríkjanna í síðustu viku, og fékk ekki heldur að lenda í Dóminiska lýðveldinu. Hann er nú strandaglópur í Puerto Rico. BBC greinir frá. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa sent flesta sína sendiherra og aðra diplómata úr landi. Bandaríkin sendu deild á vegum hersins til landsins í síðustu viku að sækja sitt fólk. Þeir Haítíbúar sem hafa kost á því hafi einnig margir flúið landið. Til að mynda hafi verulega margir læknar yfirgefið landið, og er ástandið á spítölunum, sérstaklega í Port-au-Prince slæmt. Lítið er um heilbrigðisstarfsfólk á spítalanum í Port-au-Prince. Læknar hafa margir yfirgefið landið.EPA Gengin ráði ríkjum Mikil óreiða ríkir í stjórn landsins og vopnuð gengi hafa mikil völd, til að mynda ráða þau yfir um 80% höfuðborgarinnar. Leiðtogi aðalgengisins, Jimmy „Barbecue“ Chérizier, krefst þess að forsætisráðherrann segi af sér. Geri hann það ekki endar þetta með borgarastyrjöld og tilheyrandi hryllingi, að sögn Jimmy. Lögreglan ræður ekkert við ástandið, en hún er undirmönnuð, undirfjármögnuð og á ekki roð í vopnuð gengin. Antony Blinken sækir neyðarfund Óstöðugleiki ríkisins veldur óhug meðal annarra ríkja Karíbahafs og Bandaríkjanna. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna sækir fund með leiðtogum annarra ríkja Karíbahafsins í dag mánudag. Vonast er til þess að hægt verði að greiða úr ástandinu á einhvern hátt. Stjórnvöldum í Washington hugnast illa að ellefu milljón manna þjóð lúti stjórn vopnaðra gengja, með tilliti til líklegrar flóttamannabylgju, á stóru kosningaári. Ljóst er að Haítí er í tómu tjóni, en forsætisráðherra kemst ekki heim, ofbeldisfull gengi ráða ríkjum, og lík safnast upp á götum borganna.
Haítí Tengdar fréttir „Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45 Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51 Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina í Haítí Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda fjölþjóðlegt herlið, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þar eiga mennirnir að reyna að binda enda á óöldina sem hrjáð hefur landið um árabil. Tæp tuttugu ár eru síðan friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu Haítí. 3. október 2023 10:06 Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. 19. ágúst 2023 14:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
„Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45
Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51
Senda fjölþjóðlegt herlið til að kveða niður óöldina í Haítí Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda fjölþjóðlegt herlið, sem leitt verður af Kenía, til Haítí. Þar eiga mennirnir að reyna að binda enda á óöldina sem hrjáð hefur landið um árabil. Tæp tuttugu ár eru síðan friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu Haítí. 3. október 2023 10:06
Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. 19. ágúst 2023 14:00