Foxillur Kjartan grýtti spjaldinu í gólfið: „Áran yfir þeim rosa þung og leiðinleg“ Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2024 14:30 Kjartan Atli Kjartansson er með Álftanes í 6. sæti Subway-deildarinnar og undanúrslitum VÍS-bikarsins, en næstu leikir liðsins eru óhemju mikilvægir. vísir/Hulda Margrét Það er mikið í húfi hjá körfuboltaliði Álftaness á næstu vikum en sérfræðingarnir í Subway Körfuboltakvöldi voru sammála um að áran yfir liðinu gæfi ekki ástæðu til bjartsýni. Álftnesingar hafa átt frábært tímabil sem nýliðar og eru í 6. sæti Subway-deildarinnar, og komnir í undanúrslit VÍS-bikarsins. Þeir hafa hins vegar aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum og töpuðu 89-71 gegn Val í síðustu umferð. Álftnesingar eru því aðeins tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna, sem situr í 9. sæti, nú þegar þrjár umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni og liðin mætast einmitt í bæjarslag á fimmtudaginn. „Áran yfir þeim er rosa þung og leiðinleg, þegar maður horfir á síðustu leiki,“ sagði Helgi Már Magnússon um Álftnesinga í Subway Körfuboltakvöldi. „Það er eins og það sé einhver þrúgandi spenna hjá þeim. Þeir hafa kannski farið aðeins of hátt upp,“ sagði Teitur Örlygsson. Hann var ekki sammála því að einhver pressa væri að læðast aftan að og sliga nýliðana. Kjartan reiður til þess að kveikja neista? „En er ekki pressa á þeim núna af því að þeir eru að hugsa; „Erum við að fara að detta út? Eða lenda í 8. sæti og fá Valsara í fyrstu umferð?“ Ég held að það sé mögulega að læðast inn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, og bætti við: „Ég held að pressan um það að missa ekki af úrslitakeppninni sé svolítið að fara með þá, eða alla vega að hafa áhrif á þá.“ Klippa: Körfuboltakvöld - Erfiðleikar Álftaness Stefán sýndi svo myndband af foxillum Kjartani Atla Kjartanssyni, þjálfara Álftaness, sem tók leikhlé í stöðunni 57-44 fyrir Val og hóf það á því að grýta þjálfaraspjaldinu í gólfið. Myndbandið má sjá hér að ofan. „Þetta er í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir komu út flatari en allt. Ég held að hann sé nú bara að reyna að kveikja einhvern neista í mönnum. Ég held að þetta sé ekki tengt einhverri pressu,“ sagði Helgi og bætti við: „Ef ég hefði sagt fyrir tímabilið að Álftanes yrði í 6. sæti og undanúrslitum í bikar, væri það þá ekki flott tímabil hjá þeim? Hefðum við ekki allir sammælst um það?“ Teitur vildi að minnsta kosti ekki gera of mikið úr vandanum: „Núna eru þeir bara að fara í gegnum ákveðið „spell“ og hver einasti þjálfari skilur skapið í Kjartani.“ „Líkamstjáning þeirra er ofboðslega slæm núna og þeir þurfa að fá einhverja jákvæðni og stemningu í gang, sem smitar út frá sér til áhorfenda og svo framvegis,“ sagði Helgi en umræðurnar má sjá í spilaranum hér að ofan. Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Álftnesingar hafa átt frábært tímabil sem nýliðar og eru í 6. sæti Subway-deildarinnar, og komnir í undanúrslit VÍS-bikarsins. Þeir hafa hins vegar aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum og töpuðu 89-71 gegn Val í síðustu umferð. Álftnesingar eru því aðeins tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna, sem situr í 9. sæti, nú þegar þrjár umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni og liðin mætast einmitt í bæjarslag á fimmtudaginn. „Áran yfir þeim er rosa þung og leiðinleg, þegar maður horfir á síðustu leiki,“ sagði Helgi Már Magnússon um Álftnesinga í Subway Körfuboltakvöldi. „Það er eins og það sé einhver þrúgandi spenna hjá þeim. Þeir hafa kannski farið aðeins of hátt upp,“ sagði Teitur Örlygsson. Hann var ekki sammála því að einhver pressa væri að læðast aftan að og sliga nýliðana. Kjartan reiður til þess að kveikja neista? „En er ekki pressa á þeim núna af því að þeir eru að hugsa; „Erum við að fara að detta út? Eða lenda í 8. sæti og fá Valsara í fyrstu umferð?“ Ég held að það sé mögulega að læðast inn,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, og bætti við: „Ég held að pressan um það að missa ekki af úrslitakeppninni sé svolítið að fara með þá, eða alla vega að hafa áhrif á þá.“ Klippa: Körfuboltakvöld - Erfiðleikar Álftaness Stefán sýndi svo myndband af foxillum Kjartani Atla Kjartanssyni, þjálfara Álftaness, sem tók leikhlé í stöðunni 57-44 fyrir Val og hóf það á því að grýta þjálfaraspjaldinu í gólfið. Myndbandið má sjá hér að ofan. „Þetta er í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir komu út flatari en allt. Ég held að hann sé nú bara að reyna að kveikja einhvern neista í mönnum. Ég held að þetta sé ekki tengt einhverri pressu,“ sagði Helgi og bætti við: „Ef ég hefði sagt fyrir tímabilið að Álftanes yrði í 6. sæti og undanúrslitum í bikar, væri það þá ekki flott tímabil hjá þeim? Hefðum við ekki allir sammælst um það?“ Teitur vildi að minnsta kosti ekki gera of mikið úr vandanum: „Núna eru þeir bara að fara í gegnum ákveðið „spell“ og hver einasti þjálfari skilur skapið í Kjartani.“ „Líkamstjáning þeirra er ofboðslega slæm núna og þeir þurfa að fá einhverja jákvæðni og stemningu í gang, sem smitar út frá sér til áhorfenda og svo framvegis,“ sagði Helgi en umræðurnar má sjá í spilaranum hér að ofan.
Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira