Heiða Guðný er um mínútu að rýja hverja kind Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. mars 2024 20:30 Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu, sem fer á milli bæjar til að rýja sauðfé bænda. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu er engin venjuleg kona þegar kemur að rúningi sauðfjár því hún er ekki nema rétt um mínútu að rýja hverja kind. Hún rýir oft hundrað og fimmtíu til tvö hundruð kindur á dag fyrir bændur og búalið. Það er meira en nóg að gera hjá Heiðu Guðný að fara á milli bæja og rýja fyrir bændur. Nú eru það kindurnar bænum Stíflisdal í Þingvallasveit. Halldór Kristjánsson og Guðrún Stefanía Kristinsdóttir eru sauðfjárbændur á bænum. Heiða Guðný kemur reglulega til þeirra og rýir fyrir þau. Hún er ótrúlega snögg og fær í sínu fagi en kindurnar eru dregnar í fangið á henni af sérlegri aðstoðarkonu, sem þekkir vel til á bænum. „Jú, þetta er mjög erfitt en ég þarf ekki að fara í ræktina í dag. Heiða er mjög öflug í rúningnum enda lít ég upp til hennar, ég vildi að ég gæti gert þetta. Ég er gamall rolllubóndi að vestan, elska þetta, elska íslensku sauðkindina. Hún er þrjósk eins og við og svo er hún líka skemmtileg á allan máta, allt skemmtilegt við kindurnar,” segir María Friðgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi sauðfjárbóndi. María Friðgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi sauðfjárbóndi og sérlegur aðstoðarmaður Heiðu Guðnýjar í Stíflisdal í Þingvallasveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný er með stóran ómissandi kassa þegar hún er í rúning. „Það er bara allt mitt vit eiginlega í honum. Það er hérna varahaus, skrúfjárn og allskonar dótarí, kambar, hnífar, skrúfur og sjúkrakassi,” segir Heiða Guðný. En hver er tæknin við að vera góður eða góð í að rýja? „Það er alltaf hægt að laga einhvers staðar, standa aðeins öðruvísi, þetta er rosaleg tækni með fótunum. Vinstri höndin er rosalega mikilvæg, hún er alltaf að laga og gera en þessi er bara eitthvað svona að hreyfa klippurnar en vinstri höndin er í aðalvinnunni og hagræða kindinni og mestu máli skiptir náttúrulega að semja frið við kindina, að hún sé róleg,” segir Heiða Guðný. Heiða Guðný er engin venjuleg kona þegar kemur að rúningi sauðfjár því hún er ekki nema rétt um mínútu að rýja hverja kind.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný er mjög vinsæl í rúning hjá bændum og hún hefur alltaf jafn gaman af því sem hún er að gera. „Þetta er ofboðslega skemmtilegt, já, þetta er mitt stærsta áhugamál, það er náttúrulega bara forréttindi að stunda það og fá borgað fyrir það.” En hvað er Heiða Guðný lengi með hverja kind? „Við bestu aðstæður þá er ég yfir snoðinu um eina mínútu, eina og hálfa kannski að hausti, það er meiri rúningur, þá er tekinn kviður og þá er meiri ull á kindinni,” segir Heiða Guðný. Fallega hyrndur hrútur í Stíflisdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Bláskógabyggð Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Það er meira en nóg að gera hjá Heiðu Guðný að fara á milli bæja og rýja fyrir bændur. Nú eru það kindurnar bænum Stíflisdal í Þingvallasveit. Halldór Kristjánsson og Guðrún Stefanía Kristinsdóttir eru sauðfjárbændur á bænum. Heiða Guðný kemur reglulega til þeirra og rýir fyrir þau. Hún er ótrúlega snögg og fær í sínu fagi en kindurnar eru dregnar í fangið á henni af sérlegri aðstoðarkonu, sem þekkir vel til á bænum. „Jú, þetta er mjög erfitt en ég þarf ekki að fara í ræktina í dag. Heiða er mjög öflug í rúningnum enda lít ég upp til hennar, ég vildi að ég gæti gert þetta. Ég er gamall rolllubóndi að vestan, elska þetta, elska íslensku sauðkindina. Hún er þrjósk eins og við og svo er hún líka skemmtileg á allan máta, allt skemmtilegt við kindurnar,” segir María Friðgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi sauðfjárbóndi. María Friðgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi sauðfjárbóndi og sérlegur aðstoðarmaður Heiðu Guðnýjar í Stíflisdal í Þingvallasveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný er með stóran ómissandi kassa þegar hún er í rúning. „Það er bara allt mitt vit eiginlega í honum. Það er hérna varahaus, skrúfjárn og allskonar dótarí, kambar, hnífar, skrúfur og sjúkrakassi,” segir Heiða Guðný. En hver er tæknin við að vera góður eða góð í að rýja? „Það er alltaf hægt að laga einhvers staðar, standa aðeins öðruvísi, þetta er rosaleg tækni með fótunum. Vinstri höndin er rosalega mikilvæg, hún er alltaf að laga og gera en þessi er bara eitthvað svona að hreyfa klippurnar en vinstri höndin er í aðalvinnunni og hagræða kindinni og mestu máli skiptir náttúrulega að semja frið við kindina, að hún sé róleg,” segir Heiða Guðný. Heiða Guðný er engin venjuleg kona þegar kemur að rúningi sauðfjár því hún er ekki nema rétt um mínútu að rýja hverja kind.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný er mjög vinsæl í rúning hjá bændum og hún hefur alltaf jafn gaman af því sem hún er að gera. „Þetta er ofboðslega skemmtilegt, já, þetta er mitt stærsta áhugamál, það er náttúrulega bara forréttindi að stunda það og fá borgað fyrir það.” En hvað er Heiða Guðný lengi með hverja kind? „Við bestu aðstæður þá er ég yfir snoðinu um eina mínútu, eina og hálfa kannski að hausti, það er meiri rúningur, þá er tekinn kviður og þá er meiri ull á kindinni,” segir Heiða Guðný. Fallega hyrndur hrútur í Stíflisdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Bláskógabyggð Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent