Heiða Guðný er um mínútu að rýja hverja kind Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. mars 2024 20:30 Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu, sem fer á milli bæjar til að rýja sauðfé bænda. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu er engin venjuleg kona þegar kemur að rúningi sauðfjár því hún er ekki nema rétt um mínútu að rýja hverja kind. Hún rýir oft hundrað og fimmtíu til tvö hundruð kindur á dag fyrir bændur og búalið. Það er meira en nóg að gera hjá Heiðu Guðný að fara á milli bæja og rýja fyrir bændur. Nú eru það kindurnar bænum Stíflisdal í Þingvallasveit. Halldór Kristjánsson og Guðrún Stefanía Kristinsdóttir eru sauðfjárbændur á bænum. Heiða Guðný kemur reglulega til þeirra og rýir fyrir þau. Hún er ótrúlega snögg og fær í sínu fagi en kindurnar eru dregnar í fangið á henni af sérlegri aðstoðarkonu, sem þekkir vel til á bænum. „Jú, þetta er mjög erfitt en ég þarf ekki að fara í ræktina í dag. Heiða er mjög öflug í rúningnum enda lít ég upp til hennar, ég vildi að ég gæti gert þetta. Ég er gamall rolllubóndi að vestan, elska þetta, elska íslensku sauðkindina. Hún er þrjósk eins og við og svo er hún líka skemmtileg á allan máta, allt skemmtilegt við kindurnar,” segir María Friðgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi sauðfjárbóndi. María Friðgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi sauðfjárbóndi og sérlegur aðstoðarmaður Heiðu Guðnýjar í Stíflisdal í Þingvallasveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný er með stóran ómissandi kassa þegar hún er í rúning. „Það er bara allt mitt vit eiginlega í honum. Það er hérna varahaus, skrúfjárn og allskonar dótarí, kambar, hnífar, skrúfur og sjúkrakassi,” segir Heiða Guðný. En hver er tæknin við að vera góður eða góð í að rýja? „Það er alltaf hægt að laga einhvers staðar, standa aðeins öðruvísi, þetta er rosaleg tækni með fótunum. Vinstri höndin er rosalega mikilvæg, hún er alltaf að laga og gera en þessi er bara eitthvað svona að hreyfa klippurnar en vinstri höndin er í aðalvinnunni og hagræða kindinni og mestu máli skiptir náttúrulega að semja frið við kindina, að hún sé róleg,” segir Heiða Guðný. Heiða Guðný er engin venjuleg kona þegar kemur að rúningi sauðfjár því hún er ekki nema rétt um mínútu að rýja hverja kind.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný er mjög vinsæl í rúning hjá bændum og hún hefur alltaf jafn gaman af því sem hún er að gera. „Þetta er ofboðslega skemmtilegt, já, þetta er mitt stærsta áhugamál, það er náttúrulega bara forréttindi að stunda það og fá borgað fyrir það.” En hvað er Heiða Guðný lengi með hverja kind? „Við bestu aðstæður þá er ég yfir snoðinu um eina mínútu, eina og hálfa kannski að hausti, það er meiri rúningur, þá er tekinn kviður og þá er meiri ull á kindinni,” segir Heiða Guðný. Fallega hyrndur hrútur í Stíflisdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Bláskógabyggð Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Verndartollar marki vatnaskil í samskiptum við ESB Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Sjá meira
Það er meira en nóg að gera hjá Heiðu Guðný að fara á milli bæja og rýja fyrir bændur. Nú eru það kindurnar bænum Stíflisdal í Þingvallasveit. Halldór Kristjánsson og Guðrún Stefanía Kristinsdóttir eru sauðfjárbændur á bænum. Heiða Guðný kemur reglulega til þeirra og rýir fyrir þau. Hún er ótrúlega snögg og fær í sínu fagi en kindurnar eru dregnar í fangið á henni af sérlegri aðstoðarkonu, sem þekkir vel til á bænum. „Jú, þetta er mjög erfitt en ég þarf ekki að fara í ræktina í dag. Heiða er mjög öflug í rúningnum enda lít ég upp til hennar, ég vildi að ég gæti gert þetta. Ég er gamall rolllubóndi að vestan, elska þetta, elska íslensku sauðkindina. Hún er þrjósk eins og við og svo er hún líka skemmtileg á allan máta, allt skemmtilegt við kindurnar,” segir María Friðgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi sauðfjárbóndi. María Friðgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi sauðfjárbóndi og sérlegur aðstoðarmaður Heiðu Guðnýjar í Stíflisdal í Þingvallasveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný er með stóran ómissandi kassa þegar hún er í rúning. „Það er bara allt mitt vit eiginlega í honum. Það er hérna varahaus, skrúfjárn og allskonar dótarí, kambar, hnífar, skrúfur og sjúkrakassi,” segir Heiða Guðný. En hver er tæknin við að vera góður eða góð í að rýja? „Það er alltaf hægt að laga einhvers staðar, standa aðeins öðruvísi, þetta er rosaleg tækni með fótunum. Vinstri höndin er rosalega mikilvæg, hún er alltaf að laga og gera en þessi er bara eitthvað svona að hreyfa klippurnar en vinstri höndin er í aðalvinnunni og hagræða kindinni og mestu máli skiptir náttúrulega að semja frið við kindina, að hún sé róleg,” segir Heiða Guðný. Heiða Guðný er engin venjuleg kona þegar kemur að rúningi sauðfjár því hún er ekki nema rétt um mínútu að rýja hverja kind.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða Guðný er mjög vinsæl í rúning hjá bændum og hún hefur alltaf jafn gaman af því sem hún er að gera. „Þetta er ofboðslega skemmtilegt, já, þetta er mitt stærsta áhugamál, það er náttúrulega bara forréttindi að stunda það og fá borgað fyrir það.” En hvað er Heiða Guðný lengi með hverja kind? „Við bestu aðstæður þá er ég yfir snoðinu um eina mínútu, eina og hálfa kannski að hausti, það er meiri rúningur, þá er tekinn kviður og þá er meiri ull á kindinni,” segir Heiða Guðný. Fallega hyrndur hrútur í Stíflisdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Bláskógabyggð Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Verndartollar marki vatnaskil í samskiptum við ESB Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent