Hafdís bikarmeistari með þriðja liðinu: „Þetta er orðið svolítið fyndið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. mars 2024 20:45 Hafdís Renötudóttir átti stórleik þegar Valur varð bikarmeistari í dag. Vísir/Hulda Margrét Hafdís Renötudóttir átti sannkallaðan stórleik í marki Vals í dag er liðið tryggði sér sinn níunda bikarmeistaratitil í kvennaflokki með þriggja marka sigri gegn Stjörnunni, 25-22. Hafdís varði 14 af þeim 28 skotum sem hún fékk á sig og var þar af leiðandi með 50 prósent hlutfallsvörslu. Þar af varði hún tvö víti í fimm tilraunum. „Þetta er svo ljúft. Þetta var ógeðslega erfiður leikur og við áttum erfitt með að skora,“ sagði Hafdís í viðtali í leikslok. „Sem betur fer var vörnin góð í seinni og þá nær maður að verja einhverja bolta og ég held að það hafi siglt þessu heim.“ Eins og Hafdís segir var sigurinn þó ekki auðsóttur. „Leikurinn var bara í járnum og Darija [Zecevic] var geggjuð í markinu. Þetta er bara illviðráðanlegt lið að sjálfsögðu þegar þær spila vel. Þannig við bjuggumst við erfiðum leik og við fengum hann, en sem betur fer vorum við betri og náðum að sigla sigrinum heim.“ Hafdís, sem hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið, hóf leik á bekknum, en kom inn á í fyrri hálfleik og skellti í lás. „Ég er að stíga upp úr meiðslum þannig mögulega spilar það inn í. En svo bara kem ég inn og næ að verja einhverja bolta og er mjög sátt með það. Við fáum sigur og medalíuna. Þetta var geðveikt.“ Þá segir Hafdís að bikarmeistaratitillinn hafi mikla þýðingu fyrir sig, en hún hefur nú fagnað þessum titli með þremur mismunandi liðum. „Þetta hafur mikla þýðingu. Nú er ég þrefaldur bikarmeistari með Fram, Stjörnunni og Val, þetta er orðið svolítið fyndið. Og deildarmeistari með öllum liðunum líka. Það er mjög sætt að vinna þennan titil með Valsstelpunum, þær eru geggjaðar. Þetta er bara geðveikt lið. Ég meina, halló,“ sagði Hafdís. Þá segir hún erfitt að bera þennan bikarmeistaratitil við hina með hinum tveimur liðunum. „Þetta er alltaf jafn sætt. Þetta var ekki jafn jafnt og hinir leikirnir hafa kannski verið, ég veit það ekki. Ég vann með Stjörnunni síðast og þetta er bara jafn gaman og jafn sætt. Þú ert að vinna leik og ert að vinna fyrir þessu. Það er geðveik tilfinning,“ sagði bikarmeistarinn Hafdís Renötudóttir að lokum. Klippa: Hafdís bikarmeistari með þriðja liðinu: Þetta er orðið svolítið fyndið Powerade-bikarinn Valur Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Hafdís varði 14 af þeim 28 skotum sem hún fékk á sig og var þar af leiðandi með 50 prósent hlutfallsvörslu. Þar af varði hún tvö víti í fimm tilraunum. „Þetta er svo ljúft. Þetta var ógeðslega erfiður leikur og við áttum erfitt með að skora,“ sagði Hafdís í viðtali í leikslok. „Sem betur fer var vörnin góð í seinni og þá nær maður að verja einhverja bolta og ég held að það hafi siglt þessu heim.“ Eins og Hafdís segir var sigurinn þó ekki auðsóttur. „Leikurinn var bara í járnum og Darija [Zecevic] var geggjuð í markinu. Þetta er bara illviðráðanlegt lið að sjálfsögðu þegar þær spila vel. Þannig við bjuggumst við erfiðum leik og við fengum hann, en sem betur fer vorum við betri og náðum að sigla sigrinum heim.“ Hafdís, sem hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið, hóf leik á bekknum, en kom inn á í fyrri hálfleik og skellti í lás. „Ég er að stíga upp úr meiðslum þannig mögulega spilar það inn í. En svo bara kem ég inn og næ að verja einhverja bolta og er mjög sátt með það. Við fáum sigur og medalíuna. Þetta var geðveikt.“ Þá segir Hafdís að bikarmeistaratitillinn hafi mikla þýðingu fyrir sig, en hún hefur nú fagnað þessum titli með þremur mismunandi liðum. „Þetta hafur mikla þýðingu. Nú er ég þrefaldur bikarmeistari með Fram, Stjörnunni og Val, þetta er orðið svolítið fyndið. Og deildarmeistari með öllum liðunum líka. Það er mjög sætt að vinna þennan titil með Valsstelpunum, þær eru geggjaðar. Þetta er bara geðveikt lið. Ég meina, halló,“ sagði Hafdís. Þá segir hún erfitt að bera þennan bikarmeistaratitil við hina með hinum tveimur liðunum. „Þetta er alltaf jafn sætt. Þetta var ekki jafn jafnt og hinir leikirnir hafa kannski verið, ég veit það ekki. Ég vann með Stjörnunni síðast og þetta er bara jafn gaman og jafn sætt. Þú ert að vinna leik og ert að vinna fyrir þessu. Það er geðveik tilfinning,“ sagði bikarmeistarinn Hafdís Renötudóttir að lokum. Klippa: Hafdís bikarmeistari með þriðja liðinu: Þetta er orðið svolítið fyndið
Powerade-bikarinn Valur Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira