Raðaði niður 14 þristum í 15 tilraunum og slátraði fréttamanni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. mars 2024 09:01 Thelma Dís Ágústsdóttir, Steph Curry Íslands. Vísir/Einar Keppendur á Nettó-mótinu í körfubolta urðu vitni að skotsýningu þegar lykilmaður í bæði toppliði Keflavíkur og íslenska landsliðinu fór hamförum í þriggja stiga keppni. Um er að ræða eina bestu skyttu landsins. Thelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum í þriggja stiga keppninni á Nettó-mótinu á dögunum þar sem hún setti niður 14 þriggja stiga skot í 15 tilraunum. Hún mætti Igor Maric, leikmanni karlaliðs Keflavíkur, í úrslitum keppninnar og vann með nokkrum yfirburðum. Thelma var þó nokkuð hógvær þegar hún ræddi málið við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er bara æfingin skapar meistarann og allt það held ég,“ sagði Thelma, en hún segist ekki vera með sérstaka æfingarútínu til að æfa þriggja stiga skotin sérstaklega. Thelma Dís Ágústsdóttir.Vísir/Einar „Þetta er svolítið öðruvísi eftir að maður kom heim úr háskólanum. Maður reynir að vera eitthvað eftir æfingar þegar maður getur en það er engin ákveðin tala,“ bætti Thelma við. Þá segist hún einnig hafa fundið fyrir töluverðu stressi í keppninni, enda fullt hús af fólki að fylgjast með. „Ég fann það alveg, sérstaklega í fyrri umferðinni, að ég var smá stressuð. En svo í seinni var þetta bara ég og karfan.“ Ekki fyrsta þriggja stiga keppnin Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Thelma tekur þátt í þriggja stiga keppni. Í mars á síðasta ári var hún valin til að taka þátt í slíkri keppni á Final Four helgi bandaríska háskólaboltans sem fram fór í Houston í Texas. „Ég var valin eftir tímabilið okkar í fyrra. Þetta eru einhverjar átta í Bandaríkjunum, í öllum háskólaboltanum, sem eru valdar til að taka þátt í þessu. Það var náttúrulega bara ógeðslega skemmtilegt og þvílík upplifun. Þetta var í Houston í Texas og bara sýnt á ESPN 2 í sjónvarpi allra landsmanna í Bandaríkjunum, þannig að þetta var mjög stórt dæmi og bara heiður að fá að taka þátt í því.“ Að lokum fékk Stefán Árni svo að spreyta sig í þriggja stiga keppni gegn Thelmu og óhætt er að segja að hann hafi ekki veitt henni jafn mikla mótspyrnu og Igor Maric gerði. Keppni þeirra Stefáns og Thelmu, sem og innslagið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fór hamförum í þriggja stiga keppni Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Thelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum í þriggja stiga keppninni á Nettó-mótinu á dögunum þar sem hún setti niður 14 þriggja stiga skot í 15 tilraunum. Hún mætti Igor Maric, leikmanni karlaliðs Keflavíkur, í úrslitum keppninnar og vann með nokkrum yfirburðum. Thelma var þó nokkuð hógvær þegar hún ræddi málið við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er bara æfingin skapar meistarann og allt það held ég,“ sagði Thelma, en hún segist ekki vera með sérstaka æfingarútínu til að æfa þriggja stiga skotin sérstaklega. Thelma Dís Ágústsdóttir.Vísir/Einar „Þetta er svolítið öðruvísi eftir að maður kom heim úr háskólanum. Maður reynir að vera eitthvað eftir æfingar þegar maður getur en það er engin ákveðin tala,“ bætti Thelma við. Þá segist hún einnig hafa fundið fyrir töluverðu stressi í keppninni, enda fullt hús af fólki að fylgjast með. „Ég fann það alveg, sérstaklega í fyrri umferðinni, að ég var smá stressuð. En svo í seinni var þetta bara ég og karfan.“ Ekki fyrsta þriggja stiga keppnin Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Thelma tekur þátt í þriggja stiga keppni. Í mars á síðasta ári var hún valin til að taka þátt í slíkri keppni á Final Four helgi bandaríska háskólaboltans sem fram fór í Houston í Texas. „Ég var valin eftir tímabilið okkar í fyrra. Þetta eru einhverjar átta í Bandaríkjunum, í öllum háskólaboltanum, sem eru valdar til að taka þátt í þessu. Það var náttúrulega bara ógeðslega skemmtilegt og þvílík upplifun. Þetta var í Houston í Texas og bara sýnt á ESPN 2 í sjónvarpi allra landsmanna í Bandaríkjunum, þannig að þetta var mjög stórt dæmi og bara heiður að fá að taka þátt í því.“ Að lokum fékk Stefán Árni svo að spreyta sig í þriggja stiga keppni gegn Thelmu og óhætt er að segja að hann hafi ekki veitt henni jafn mikla mótspyrnu og Igor Maric gerði. Keppni þeirra Stefáns og Thelmu, sem og innslagið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fór hamförum í þriggja stiga keppni
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum