Grimm skot á milli Haalands og Trents: „Hann má tala eins og hann vill“ Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2024 22:46 Erling Haaland og Trent Alexander-Arnold í baráttunni fyrr á leiktíðinni. Getty/Shaun Botterill Það er farið að hitna í kolunum fyrir risaleikinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag, þegar Liverpool og Manchester City mætast í leik sem gæti ráðið miklu um hvaða lið verður Englandsmeistari í ár. Trent Alexander-Arnold virðist hafa hleypt illu blóði í City-menn með viðtali sínu við Four Four Two. Þar sagði hann titla Liverpool hafa meiri þýðingu fyrir leikmenn og stuðningsmenn liðsins en titlar Manchester City hefðu fyrir City-menn, og sagði skýringuna þann fjárhagslega mun sem væri á félögunum. Erling Haaland svaraði þessu í viðtali við Sky Sports í dag og sagði Alexander-Arnold mega tjá sig eins og hann vildi, en að hann hefði unnið þrennuna á fyrsta tímabili sínu með City og að þeirri tilfinningu hefði enski bakvörðurinn aldrei kynnst. Ekki það sama að vinna titla með Liverpool og City? „Þetta er erfitt. Við eigum í höggi við vél sem var sett saman til þess að vinna – ég held að það sé einfaldasta leiðin til að lýsa City og félaginu á bakvið það,“ sagði Alexander-Arnold í fyrrgreindu viðtali og bætti við: „Ef að maður horfir til baka á síðustu ár þá er það þannig að þó að þeir hafi unnið fleiri titla en við, og líklega notið betri árangurs, þá hafa titlarnir okkar meiri þýðingu fyrir okkur og stuðningsmennina vegna fjárhagslegu stöðunnar sem þessi félög eru í. Það hvernig félögin hafa byggt upp sín lið, og með hvaða hætti við höfum gert það, hefur örugglega meiri þýðingu fyrir okkar stuðningsmenn.“ "I've been here one year and I won the treble. It was quite a nice feeling and I don't think he knows exactly this feeling" Erling Haaland responds to Trent Alexander-Arnold's comments saying Liverpool's trophies 'mean more' to them and their fans than Man City's pic.twitter.com/em1jod3TSW— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 7, 2024 „Held að hann hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu“ Haaland var svo spurður út í þessi ummæli og virtist fátt um finnast. „Ef hann vill segja þetta þá er það bara þannig. Ég er búinn að vera hérna í eitt ár og vinna þrennuna og það var ansi góð tilfinning. Ég held að hann hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu. Svo já, þannig leið mér á síðustu leiktíð og það var ansi gott. Þeir geta talað eins mikið og þeir vilja, eða hann getur talað eins mikið og hann vill. Ég veit ekki af hverju hann gerir það en mér er alveg sama,“ sagði Haaland sem býst við frábærum leik á sunnudaginn. Sem stendur er Liverpool á toppi deildarinnar, stigi á undan City, en Arsenal gæti laumað sér á toppinn á laugardaginn, í sólarhring að minnsta kosti, með sigri gegn Brentford. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Trent Alexander-Arnold virðist hafa hleypt illu blóði í City-menn með viðtali sínu við Four Four Two. Þar sagði hann titla Liverpool hafa meiri þýðingu fyrir leikmenn og stuðningsmenn liðsins en titlar Manchester City hefðu fyrir City-menn, og sagði skýringuna þann fjárhagslega mun sem væri á félögunum. Erling Haaland svaraði þessu í viðtali við Sky Sports í dag og sagði Alexander-Arnold mega tjá sig eins og hann vildi, en að hann hefði unnið þrennuna á fyrsta tímabili sínu með City og að þeirri tilfinningu hefði enski bakvörðurinn aldrei kynnst. Ekki það sama að vinna titla með Liverpool og City? „Þetta er erfitt. Við eigum í höggi við vél sem var sett saman til þess að vinna – ég held að það sé einfaldasta leiðin til að lýsa City og félaginu á bakvið það,“ sagði Alexander-Arnold í fyrrgreindu viðtali og bætti við: „Ef að maður horfir til baka á síðustu ár þá er það þannig að þó að þeir hafi unnið fleiri titla en við, og líklega notið betri árangurs, þá hafa titlarnir okkar meiri þýðingu fyrir okkur og stuðningsmennina vegna fjárhagslegu stöðunnar sem þessi félög eru í. Það hvernig félögin hafa byggt upp sín lið, og með hvaða hætti við höfum gert það, hefur örugglega meiri þýðingu fyrir okkar stuðningsmenn.“ "I've been here one year and I won the treble. It was quite a nice feeling and I don't think he knows exactly this feeling" Erling Haaland responds to Trent Alexander-Arnold's comments saying Liverpool's trophies 'mean more' to them and their fans than Man City's pic.twitter.com/em1jod3TSW— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 7, 2024 „Held að hann hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu“ Haaland var svo spurður út í þessi ummæli og virtist fátt um finnast. „Ef hann vill segja þetta þá er það bara þannig. Ég er búinn að vera hérna í eitt ár og vinna þrennuna og það var ansi góð tilfinning. Ég held að hann hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu. Svo já, þannig leið mér á síðustu leiktíð og það var ansi gott. Þeir geta talað eins mikið og þeir vilja, eða hann getur talað eins mikið og hann vill. Ég veit ekki af hverju hann gerir það en mér er alveg sama,“ sagði Haaland sem býst við frábærum leik á sunnudaginn. Sem stendur er Liverpool á toppi deildarinnar, stigi á undan City, en Arsenal gæti laumað sér á toppinn á laugardaginn, í sólarhring að minnsta kosti, með sigri gegn Brentford.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira