„Þetta er bara geggjað“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2024 20:06 Arnór Viðarsson skoraði sex mörk fyrir ÍBV í kvöld. Vísir/Anton Brink „Mér fannst við bara drulluflottir,“ sagði Arnór Viðarsson, leikmaður ÍBV, eftir að liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitum karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum í undanúrslitum í kvöld. „Með Petar [Jokanovic] í þessum gír er erfitt að eiga við okkur. Við missum Ívar [Bessa Viðarsson] snemma þannig að við þurftum að gera aðeins breytingar á 5-1 vörninni. En mér fannst við gera það bara vel og héldum þeim í 27 mörkum.“ „Þannig mér fannst þetta spilast bara mjöf vel og fengum framlag frá öllum held ég. Elís [Þór Aðalsteinsson] kemur inn á, 16 ára, fiskar víti og á stoðsendingu. Bara stórkostlegur. Þetta er bara geggjað.“ Þá segir Arnór að liðið hafi verið tilbúið með varaáætlun eftir að Ívar Bessi fór meiddur út af. „Hann var meiddur í byrjun tímabils og þá vorum við aðeins að spila svona. En hann var á æfingu í gær og þá vissum við að hann væri eitthhvað tæpur. Þannig við notuðum æfinguna í gær til að drilla eitthvað án hans. Mér fannst það ganga vel.“ Arnór segir einnig að honum hafi þótt ÍBV stjórna leiknum frá upphafi til enda þrátt fyrir nokkur áhluap Hauka. „Þeir náðu að minnka þetta niður í tvö mörk en svo datt Petar bara aftur í gír og lokaði þessu. Það kom aðeins hikst á okkur þegar þeir breyttu um vörn þarna í seinni hálfleik. Fóru aftur í 5-1 úr 6-0 og þá kom aðeins hikst á okkur. En við náðum að vinna úr því í lokin.“ Hann segir einnig að næstu tveir dagar séu mikilvægir fyrir Eyjaliðið, enda keppir liðið til úrslita í Powerade-bikarnum næstkomandi laugardag. „Það er bara í bátinn og heim núna, recovery á morgun og svo æfing á föstudaginn. Þetta er ekki flóknara en það,“ sagði Arnór léttur að lokum. Powerade-bikarinn Haukar ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Með Petar [Jokanovic] í þessum gír er erfitt að eiga við okkur. Við missum Ívar [Bessa Viðarsson] snemma þannig að við þurftum að gera aðeins breytingar á 5-1 vörninni. En mér fannst við gera það bara vel og héldum þeim í 27 mörkum.“ „Þannig mér fannst þetta spilast bara mjöf vel og fengum framlag frá öllum held ég. Elís [Þór Aðalsteinsson] kemur inn á, 16 ára, fiskar víti og á stoðsendingu. Bara stórkostlegur. Þetta er bara geggjað.“ Þá segir Arnór að liðið hafi verið tilbúið með varaáætlun eftir að Ívar Bessi fór meiddur út af. „Hann var meiddur í byrjun tímabils og þá vorum við aðeins að spila svona. En hann var á æfingu í gær og þá vissum við að hann væri eitthhvað tæpur. Þannig við notuðum æfinguna í gær til að drilla eitthvað án hans. Mér fannst það ganga vel.“ Arnór segir einnig að honum hafi þótt ÍBV stjórna leiknum frá upphafi til enda þrátt fyrir nokkur áhluap Hauka. „Þeir náðu að minnka þetta niður í tvö mörk en svo datt Petar bara aftur í gír og lokaði þessu. Það kom aðeins hikst á okkur þegar þeir breyttu um vörn þarna í seinni hálfleik. Fóru aftur í 5-1 úr 6-0 og þá kom aðeins hikst á okkur. En við náðum að vinna úr því í lokin.“ Hann segir einnig að næstu tveir dagar séu mikilvægir fyrir Eyjaliðið, enda keppir liðið til úrslita í Powerade-bikarnum næstkomandi laugardag. „Það er bara í bátinn og heim núna, recovery á morgun og svo æfing á föstudaginn. Þetta er ekki flóknara en það,“ sagði Arnór léttur að lokum.
Powerade-bikarinn Haukar ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. 6. mars 2024 19:33