Lífseigir skaflar á ábyrgð eigenda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2024 14:00 Eftir snjóþungan vetur virðist vorið á næsta leyti, þar til maður sér næstu snjóhrúgu og er rækilega minntur á veðurfarið á Íslandi. stöð 2 Snjóskaflar sem standa í borgarlandinu verða ekki fjarlægðir nema þeir ógni umferðaröryggi. Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg hvetur fólk til að láta borgina vita ef snjóhrúga veldur ama. Það mætti halda að fréttamaður stæði fyrir framan fallegan fjallgarð á Austurlandi en svo er ekki. Undirrituð er stödd í Reykjavík hjá stærðarinnar snjóskafli og þeir eru víða í borginni. Eftir snjóþungan vetur virðist vorið á næsta leyti, þar til maður sér næstu snjóhrúgu og er rækilega minntur á veðurfarið á Íslandi. Snjóskaflarnir eru sem fyrr segir víða og valda flestir ekki miklum ama þó dæmi séu um það. Við Suðurlandsbraut má til að mynda sjá snjóskafl þekja fjögur til fimm bílastæði. Það virðist þó ekki stoppa ökumenn bíla sem reyna að leggja ofan á skaflinum til að sinna erindum á svæðinu, líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni. Þessi skafl þekur nokkur bílastæði, sem virðist reyndar ekki stöðva ökumann bíls sem leggur ofan á skaflinum.stöð 2 Þar má líka sjá hvernig stærðarinnar snjóskafl blasir við ökumönnum sem keyra Suðurlandsbraut í átt að Hallarmúla sem gerir það að verkum að ökumenn sjá illa bíla sem aka úr gagnstæðri átt. Þessi snjóskafl skyggir á þá bíla sem koma frá Hallarmúla inn á bílastæðin við Suðurlandsbraut.stöð 2 Staðsetningin skiptir máli Ofangreindir skaflar eru ekki í borgarlandinu og því undir eigendum bílastæðisins á Suðurlandsbraut komið hvort þeir verði fjarlægðir að sögn skrifstofustjóra hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborg. Engin leið er þó að vita hvort snjónum hafi verið mokað af borgarlandi á blettinn eða af einkalóð á svæðið. Skrifstofustjórinn segir að almennt standi ekki til að fjarlægja snjóhrúgur í borgarlandinu nema í þeim tilfellum þar sem þær ógna öryggi eða útsýni. „Alltaf ef þetta veldur einhvers konar öryggisógn, skerði sjónlínur á gatnamótum þannig að það sé umferðaröryggi sem sé ógnað,“ segir Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þessi skafl er á bílastæðinu við Vinabæ.stöð 2 Látnir bráðna Beðið verði eftir því að snjóskaflarnir bráðni en Hjalti hvetur borgarbúa til að láta vita ef skafl ógnar öryggi. „Senda endilega á ábendingavef borgarinnar og þá munum við skoða málin og sjá hvort þetta falli undir það að fjarlægja og við gerum það þá fljótt og vel.“ Snjómokstur Reykjavík Umferð Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Það mætti halda að fréttamaður stæði fyrir framan fallegan fjallgarð á Austurlandi en svo er ekki. Undirrituð er stödd í Reykjavík hjá stærðarinnar snjóskafli og þeir eru víða í borginni. Eftir snjóþungan vetur virðist vorið á næsta leyti, þar til maður sér næstu snjóhrúgu og er rækilega minntur á veðurfarið á Íslandi. Snjóskaflarnir eru sem fyrr segir víða og valda flestir ekki miklum ama þó dæmi séu um það. Við Suðurlandsbraut má til að mynda sjá snjóskafl þekja fjögur til fimm bílastæði. Það virðist þó ekki stoppa ökumenn bíla sem reyna að leggja ofan á skaflinum til að sinna erindum á svæðinu, líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni. Þessi skafl þekur nokkur bílastæði, sem virðist reyndar ekki stöðva ökumann bíls sem leggur ofan á skaflinum.stöð 2 Þar má líka sjá hvernig stærðarinnar snjóskafl blasir við ökumönnum sem keyra Suðurlandsbraut í átt að Hallarmúla sem gerir það að verkum að ökumenn sjá illa bíla sem aka úr gagnstæðri átt. Þessi snjóskafl skyggir á þá bíla sem koma frá Hallarmúla inn á bílastæðin við Suðurlandsbraut.stöð 2 Staðsetningin skiptir máli Ofangreindir skaflar eru ekki í borgarlandinu og því undir eigendum bílastæðisins á Suðurlandsbraut komið hvort þeir verði fjarlægðir að sögn skrifstofustjóra hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborg. Engin leið er þó að vita hvort snjónum hafi verið mokað af borgarlandi á blettinn eða af einkalóð á svæðið. Skrifstofustjórinn segir að almennt standi ekki til að fjarlægja snjóhrúgur í borgarlandinu nema í þeim tilfellum þar sem þær ógna öryggi eða útsýni. „Alltaf ef þetta veldur einhvers konar öryggisógn, skerði sjónlínur á gatnamótum þannig að það sé umferðaröryggi sem sé ógnað,“ segir Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þessi skafl er á bílastæðinu við Vinabæ.stöð 2 Látnir bráðna Beðið verði eftir því að snjóskaflarnir bráðni en Hjalti hvetur borgarbúa til að láta vita ef skafl ógnar öryggi. „Senda endilega á ábendingavef borgarinnar og þá munum við skoða málin og sjá hvort þetta falli undir það að fjarlægja og við gerum það þá fljótt og vel.“
Snjómokstur Reykjavík Umferð Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira