Aðgerðum lauk í kringum miðnætti Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. mars 2024 08:28 Lögregla hyggst veita frekari upplýsingar um málið þegar líða fer á morguninn. Vísir/Vilhelm Umfangsmiklum lögregluaðgerðum vegna gruns um mansal, peningaþvætti, og skipulagða glæpastarsemi lauk um miðnætti. Úrræði sem grípa fórnarlömb meints mansals hafa verið virkjuð. Aðgerðirnar sem miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í víða um land í gær voru gríðarlega umfangsmiklar, sennilega sú stærsta af þessum toga sem hefur farið fram hér á landi. Fjölmargar stofnanir komu að aðgerðunum, svo sem lögregluliðin á Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra, embætti ríkislögreglustjóra, Tollgæsluna, Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun, ASÍ, velferðarsvið Reykjavíkurborgar, barnaverndaryfirvöld í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, félagsþjónustuna í Kópavogi og Hafnarfirði, heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Bjarkarhlíð. Aðgerðirnar hófust um hádegisbil í gær og stóðu til miðnættis. Þær beindust meðal annars að fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar, svo sem Wok On, Pho Vietnam og Vy-þrifum. Þá var Herkastalanum í Kirkjustræti þar sem gistihúsið Kastali Guesthouse er rekið lokað og gestum á gistihúsinu vísað út. Úrræði vegna meints mansals virkjuð Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, segir í samtali við fréttastofu að fáar upplýsingar sé hægt að veita um málið eins og er, svo sem hversu margir voru handteknir og hvort farið verði fram á gæsluvarðhald. Frekari upplýsinga sé að vænta með morgninum eftir stöðufund með lögreglumönnum og þeim sem komu að aðgerðunum í gær. Grímur segir úrræði hafa verið virkjuð sem grípi fórnarlömb hugsanlegs mannsals, en getur ekki veitt upplýsingar um hversu mörg þau meintu fórnarlömb séu. Það sé eitt af því sem nú sé til skoðunar. Fólkið muni fá tímabundið dvalarleyfi hér á landi á meðan rannsókn málsins standi yfir. Lögreglumál Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Reykjavík Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Nokkrir handteknir í tengslum við aðgerðirnar Nokkrir hafa verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerðanna sem snúa að fyrirtækjum Davíðs Viðarsonar, sem á meðal annars Vy-þrif, Pho Víetnam, og Wok On. 5. mars 2024 18:17 „Vitum ekki hvar við verðum í nótt“ Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið. 5. mars 2024 18:03 Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Sjá meira
Aðgerðirnar sem miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í víða um land í gær voru gríðarlega umfangsmiklar, sennilega sú stærsta af þessum toga sem hefur farið fram hér á landi. Fjölmargar stofnanir komu að aðgerðunum, svo sem lögregluliðin á Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra, embætti ríkislögreglustjóra, Tollgæsluna, Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun, ASÍ, velferðarsvið Reykjavíkurborgar, barnaverndaryfirvöld í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, félagsþjónustuna í Kópavogi og Hafnarfirði, heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Bjarkarhlíð. Aðgerðirnar hófust um hádegisbil í gær og stóðu til miðnættis. Þær beindust meðal annars að fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar, svo sem Wok On, Pho Vietnam og Vy-þrifum. Þá var Herkastalanum í Kirkjustræti þar sem gistihúsið Kastali Guesthouse er rekið lokað og gestum á gistihúsinu vísað út. Úrræði vegna meints mansals virkjuð Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, segir í samtali við fréttastofu að fáar upplýsingar sé hægt að veita um málið eins og er, svo sem hversu margir voru handteknir og hvort farið verði fram á gæsluvarðhald. Frekari upplýsinga sé að vænta með morgninum eftir stöðufund með lögreglumönnum og þeim sem komu að aðgerðunum í gær. Grímur segir úrræði hafa verið virkjuð sem grípi fórnarlömb hugsanlegs mannsals, en getur ekki veitt upplýsingar um hversu mörg þau meintu fórnarlömb séu. Það sé eitt af því sem nú sé til skoðunar. Fólkið muni fá tímabundið dvalarleyfi hér á landi á meðan rannsókn málsins standi yfir.
Lögreglumál Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Reykjavík Mansal Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Nokkrir handteknir í tengslum við aðgerðirnar Nokkrir hafa verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerðanna sem snúa að fyrirtækjum Davíðs Viðarsonar, sem á meðal annars Vy-þrif, Pho Víetnam, og Wok On. 5. mars 2024 18:17 „Vitum ekki hvar við verðum í nótt“ Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið. 5. mars 2024 18:03 Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Sjá meira
Nokkrir handteknir í tengslum við aðgerðirnar Nokkrir hafa verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerðanna sem snúa að fyrirtækjum Davíðs Viðarsonar, sem á meðal annars Vy-þrif, Pho Víetnam, og Wok On. 5. mars 2024 18:17
„Vitum ekki hvar við verðum í nótt“ Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið. 5. mars 2024 18:03
Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. 5. mars 2024 18:54