Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2024 06:47 Haley hefur nú lagt Trump í Vermont og Washington D.C. en hún hét því að halda áfram í forvalinu að minnsta kosti fram yfir Ofur-þriðjudag. Joe Biden og Donald Trump komu, sáu og sigruðu í forvali Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins á svokölluðum „Ofur-þriðjudegi“ í gær. Báðir tryggðu sér kjörmenn Kaliforníu, Virginíu, Norður-Karólínu, Maine, Massachusetts, Oklahoma, Tennessee, Texas, Arkansas, Alabama, Colorado og Minnesota. Biden sigraði einnig í forvali Demókrata í Iowa og Vermont en tapaði í Bandaríska Samoa fyrir Jason Palmer, lítið þekktum frambjóðanda sem er aðeins á kjörseðli í sextán ríkjum. Það sem kom hins vegar ef til vill á óvart er að Trump laut í lægra haldi fyrir Nikki Haley í Vermont. Enn sem komið er hefur hvorki Biden né Trump tryggt sér útnefningu flokks síns fyrir forestakosningarnar í nóvember en gera má ráð fyrir að það gerist á næstu tveimur vikum. Báðir skutu á hinn í yfirlýsingum og ræðum í gær og Biden sagði Trump meðal annars knúinn af hefndarþorsta. Þá væri hann staðráðinn í að eyðileggja lýðræðið. „Eftir úrslit kvöldsins standa Bandaríkjamann frammi fyrir augljósum valkostum: Ætlum við að halda áfram að horfa fram á við eða ætlum við að leyfa Donald Trump að draga okkur afturábak í glundroðann, sundrungina og myrkrið sem einkenndu embættistíð hans?“ sagði Biden. Trump fagnaði árangri sínum og sagði annað eins aldrei hafa sést. Skaut hann að innflytjendum og sagði borgir landsins að sökkva í glæpafen innflytjenda. Biden hefur tryggt sér um það bil 1.600 kjörmenn en þarf 1.968 til að tryggja sér útnefninguna. Hann gæti náði því marki 19. mars, þegar forval fer fram í Flórída, Illinois, Kansas og Ohio. Trump hefur tryggt sér yfir þúsund kjörmenn en þarf 1.215. Hann á sömuleiðis möguleika á að klára málið 19. mars, þegar forval Repúblikana fer fram í sömu fjóru fyrrnefndu ríkjum auk Arizona. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Báðir tryggðu sér kjörmenn Kaliforníu, Virginíu, Norður-Karólínu, Maine, Massachusetts, Oklahoma, Tennessee, Texas, Arkansas, Alabama, Colorado og Minnesota. Biden sigraði einnig í forvali Demókrata í Iowa og Vermont en tapaði í Bandaríska Samoa fyrir Jason Palmer, lítið þekktum frambjóðanda sem er aðeins á kjörseðli í sextán ríkjum. Það sem kom hins vegar ef til vill á óvart er að Trump laut í lægra haldi fyrir Nikki Haley í Vermont. Enn sem komið er hefur hvorki Biden né Trump tryggt sér útnefningu flokks síns fyrir forestakosningarnar í nóvember en gera má ráð fyrir að það gerist á næstu tveimur vikum. Báðir skutu á hinn í yfirlýsingum og ræðum í gær og Biden sagði Trump meðal annars knúinn af hefndarþorsta. Þá væri hann staðráðinn í að eyðileggja lýðræðið. „Eftir úrslit kvöldsins standa Bandaríkjamann frammi fyrir augljósum valkostum: Ætlum við að halda áfram að horfa fram á við eða ætlum við að leyfa Donald Trump að draga okkur afturábak í glundroðann, sundrungina og myrkrið sem einkenndu embættistíð hans?“ sagði Biden. Trump fagnaði árangri sínum og sagði annað eins aldrei hafa sést. Skaut hann að innflytjendum og sagði borgir landsins að sökkva í glæpafen innflytjenda. Biden hefur tryggt sér um það bil 1.600 kjörmenn en þarf 1.968 til að tryggja sér útnefninguna. Hann gæti náði því marki 19. mars, þegar forval fer fram í Flórída, Illinois, Kansas og Ohio. Trump hefur tryggt sér yfir þúsund kjörmenn en þarf 1.215. Hann á sömuleiðis möguleika á að klára málið 19. mars, þegar forval Repúblikana fer fram í sömu fjóru fyrrnefndu ríkjum auk Arizona.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira