Með hjartað á réttum stað Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 5. mars 2024 13:31 Það er óhætt að segja að útlendingamál hafa farið mikinn í samfélagsumræðunni á undanförnum vikum. Mismunandi sjónarmið, áherslur og skoðanir hafa átt sér stað, sem er ekki óeðlilegt í lýðræðissamfélagi. Við megum vera ósammála og við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna um málefni líðandi stundar. En einhvern veginn virðist þetta ekki vera raunin. Það hvarflar hreinlega að manni að við séum ófær um að geta átt samtalið um þessi mál og áhrifin, sama hve lítil eða mikil við teljum þau vera, á samfélagið okkar. Þegar upp er staðið þá hafa orðið gríðarlegar breytingar á okkar samfélagi undanfarin ár, hvort sem við teljum það jákvæðar eða neikvæðar breytingar. Hlutfall þeirra sem hér búa og eru af erlendi bergi brotnir hefur hækkað. Hælisleitendum og flóttafólki hefur fjölgað og öllum breytingum fylgja áskoranir. Við leysum ekki áskoranirnar með því að loka augunum og það er okkur eðlilegt að óttast breytingar eða í það minnsta staldra aðeins við þær. Að því sögðu þá skiptir að sjálfsögðu máli hvernig við tökumst á við þessar áskoranir, en það verður ekki gert með því að úthrópa hvort annað þegar okkur mislíkar orðræðan. Sértu talinn til vinstri í útlendingamálum ertu úthrópaður no-borders aktívisti sem vill bara stjórnleysi. Sértu talinn til hægri í útlendingamálum ertu úthrópaður ómannúðlegur rasisti. Hvernig í ósköpunum á umræðan að geta orðið árangursrík þegar við nálgumst hana svona? Hvoru megin sem fólk er talið þá verðum við að ætla að í grunninn sé þetta fólk sem er annt um samfélagið sitt, þó svo okkur kunni að þykja nálgunin röng. Er við þær aðstæður eina rétta að taka samtalið og beina fólki á rétta braut. Ég fagna umræðunni. Ég fagna því að fólk tjái sig um það sem veldur þeim áhyggjum í þessum málefnum. En um leið og fólk tjáir sig þá verðum við líka að huga að því hvernig við svörum því. Sé tjáningin vitlaus eða að fólk fari með rangt mál þá getur það ekki verið rétt viðbragð að úthrópa viðkomandi sem fáfróðan rasista, eða á hinn bóginn að úthrópa viðkomandi “góða fólkið” sem hefur ekki skilning á aðstæðum. Það gengur ekki. Við eigum að fagna því að fólk spyrji spurninga og tjái sig um það sem veldur þeim áhyggjum, það er svo á okkar ábyrgð að leiðbeina og taka samtalið. Ég trúi því að við séum flest með hjartað á réttum stað. Ég trúi því að hvort sem fólk tjáir sig svona eða hinsegin í málefnum útlendinga, þá liggi í grunninn góð hugsun að baki, ekki eintómt hatur og mannvonska. Ég vona að við sem samfélag getum tekið umræðuna á hærra plan og nálgast samtalið út frá málefnum, rökum, tölum og gögnum. Það gagnast umræðunni engan veginn að skapa sér andstæðinga í öllum hornum. Höfundur er formaður ASÍ-UNG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að útlendingamál hafa farið mikinn í samfélagsumræðunni á undanförnum vikum. Mismunandi sjónarmið, áherslur og skoðanir hafa átt sér stað, sem er ekki óeðlilegt í lýðræðissamfélagi. Við megum vera ósammála og við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna um málefni líðandi stundar. En einhvern veginn virðist þetta ekki vera raunin. Það hvarflar hreinlega að manni að við séum ófær um að geta átt samtalið um þessi mál og áhrifin, sama hve lítil eða mikil við teljum þau vera, á samfélagið okkar. Þegar upp er staðið þá hafa orðið gríðarlegar breytingar á okkar samfélagi undanfarin ár, hvort sem við teljum það jákvæðar eða neikvæðar breytingar. Hlutfall þeirra sem hér búa og eru af erlendi bergi brotnir hefur hækkað. Hælisleitendum og flóttafólki hefur fjölgað og öllum breytingum fylgja áskoranir. Við leysum ekki áskoranirnar með því að loka augunum og það er okkur eðlilegt að óttast breytingar eða í það minnsta staldra aðeins við þær. Að því sögðu þá skiptir að sjálfsögðu máli hvernig við tökumst á við þessar áskoranir, en það verður ekki gert með því að úthrópa hvort annað þegar okkur mislíkar orðræðan. Sértu talinn til vinstri í útlendingamálum ertu úthrópaður no-borders aktívisti sem vill bara stjórnleysi. Sértu talinn til hægri í útlendingamálum ertu úthrópaður ómannúðlegur rasisti. Hvernig í ósköpunum á umræðan að geta orðið árangursrík þegar við nálgumst hana svona? Hvoru megin sem fólk er talið þá verðum við að ætla að í grunninn sé þetta fólk sem er annt um samfélagið sitt, þó svo okkur kunni að þykja nálgunin röng. Er við þær aðstæður eina rétta að taka samtalið og beina fólki á rétta braut. Ég fagna umræðunni. Ég fagna því að fólk tjái sig um það sem veldur þeim áhyggjum í þessum málefnum. En um leið og fólk tjáir sig þá verðum við líka að huga að því hvernig við svörum því. Sé tjáningin vitlaus eða að fólk fari með rangt mál þá getur það ekki verið rétt viðbragð að úthrópa viðkomandi sem fáfróðan rasista, eða á hinn bóginn að úthrópa viðkomandi “góða fólkið” sem hefur ekki skilning á aðstæðum. Það gengur ekki. Við eigum að fagna því að fólk spyrji spurninga og tjái sig um það sem veldur þeim áhyggjum, það er svo á okkar ábyrgð að leiðbeina og taka samtalið. Ég trúi því að við séum flest með hjartað á réttum stað. Ég trúi því að hvort sem fólk tjáir sig svona eða hinsegin í málefnum útlendinga, þá liggi í grunninn góð hugsun að baki, ekki eintómt hatur og mannvonska. Ég vona að við sem samfélag getum tekið umræðuna á hærra plan og nálgast samtalið út frá málefnum, rökum, tölum og gögnum. Það gagnast umræðunni engan veginn að skapa sér andstæðinga í öllum hornum. Höfundur er formaður ASÍ-UNG.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun