Töldu stangirnar týndar á Íslandi og fengu Véstein í málið Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2024 14:30 Mondo Duplantis með eina af nýju stöngunum sem hann nýtti til að verða heimsmeistari. Vésteinn Hafsteinsson var á meðal þeirra sem tóku þátt í leit að stöngunum þegar þær týndust. Getty/Alex Pantling og Vísir/Sigurjón Sænski stangastökkvarinn Mondo Duplantis þurfti að plokka plastið af nýju stöngunum sínum rétt áður en hann hóf keppni á HM í frjálsum íþróttum í gær, eftir skrautlega atburðarás sem meðal annars tengdist Íslandi. Duplantis vann heimsmeistaratitilinn eins og búist var við, en það stóð mun tæpar en búist var við og hann felldi til að mynda 5,85 tvisvar sinnum, og 5,95 einu sinni. Duplantis var hins vegar sá eini sem fór yfir sex metra, eða 6,05 metra, og átti tilraunir við enn eitt heimsmetið en felldi 6,24 metra í þrígang. Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá því að það sé kannski ekki skrýtið að Duplantis hafi lent í vandræðum í keppninni, því hann fékk nýju keppnisstangirnar sínar í hendurnar svo til rétt fyrir keppni. Duplantis og hans fólk leitaði meðal annars aðstoðar Vésteins Hafsteinssonar, afreksstjóra ÍSÍ og fyrrverandi frjálsíþróttaþjálfara í Svíþjóð, þegar talið var að stangirnar væru á Íslandi. „Já, þetta voru frekar æsilegar klukkustundir áður en að þær bárust loksins,“ sagði Daniel Wessfeldt, umboðsmaður Duplantis, sem sá um að stangirnar kæmust í réttar hendur fyrir tæka tíð. Fengu rangar upplýsingar og hringdu í Véstein Þær áttu að berast á Heathrow-flugvöll í London, frá framleiðanda í Bandaríkjunum, þremur dögum fyrir keppni. Þegar ekkert bólaði á þeim bárust þau skilaboð frá Heathrow að stangirnar væru á Keflavíkurflugvelli „Við vissum að það hlytu að vera mistök en til öryggis höfðum við samband við Véstein Hafsteinsson og báðum hann að kanna hvort að það væri nokkuð pakki af stöngum einhvers staðar á flugvellinum, sem enginn hefði óskað eftir,“ sagði Wessfeldt. Vésteinn fór strax í málið en engar stangir fundust á Keflavíkurflugvelli. Hafa ber í huga að stangirnar eru yfir fimm metra langar og því ætti að vera að erfitt að týna þeim. Þær reyndust svo vera í fraktbyggingu á Heathrow, þar sem þær áttu alls ekki að vera, en þar skapaðist enn vandamál því það var bara einn lyftari í byggingunni nógu stór fyrir stangirnar og sá var bilaður. Steve Chapell, eigandi UCS Spirit sem framleiddi stangirnar, tók bílaleigubíl frá Glasgow til að ná í stangirnar og þurfti svo að bíða í þrjár klukkustundir á meðan að gert var við lyftarann. Það tókst þó á endanum og stangirnar komust til Duplantis sem náði að taka umbúðirnar utan af þeim og nýta þær til að verða heimsmeistari innanhúss í annað sinn. Frjálsar íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílukast og golf Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Sjá meira
Duplantis vann heimsmeistaratitilinn eins og búist var við, en það stóð mun tæpar en búist var við og hann felldi til að mynda 5,85 tvisvar sinnum, og 5,95 einu sinni. Duplantis var hins vegar sá eini sem fór yfir sex metra, eða 6,05 metra, og átti tilraunir við enn eitt heimsmetið en felldi 6,24 metra í þrígang. Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá því að það sé kannski ekki skrýtið að Duplantis hafi lent í vandræðum í keppninni, því hann fékk nýju keppnisstangirnar sínar í hendurnar svo til rétt fyrir keppni. Duplantis og hans fólk leitaði meðal annars aðstoðar Vésteins Hafsteinssonar, afreksstjóra ÍSÍ og fyrrverandi frjálsíþróttaþjálfara í Svíþjóð, þegar talið var að stangirnar væru á Íslandi. „Já, þetta voru frekar æsilegar klukkustundir áður en að þær bárust loksins,“ sagði Daniel Wessfeldt, umboðsmaður Duplantis, sem sá um að stangirnar kæmust í réttar hendur fyrir tæka tíð. Fengu rangar upplýsingar og hringdu í Véstein Þær áttu að berast á Heathrow-flugvöll í London, frá framleiðanda í Bandaríkjunum, þremur dögum fyrir keppni. Þegar ekkert bólaði á þeim bárust þau skilaboð frá Heathrow að stangirnar væru á Keflavíkurflugvelli „Við vissum að það hlytu að vera mistök en til öryggis höfðum við samband við Véstein Hafsteinsson og báðum hann að kanna hvort að það væri nokkuð pakki af stöngum einhvers staðar á flugvellinum, sem enginn hefði óskað eftir,“ sagði Wessfeldt. Vésteinn fór strax í málið en engar stangir fundust á Keflavíkurflugvelli. Hafa ber í huga að stangirnar eru yfir fimm metra langar og því ætti að vera að erfitt að týna þeim. Þær reyndust svo vera í fraktbyggingu á Heathrow, þar sem þær áttu alls ekki að vera, en þar skapaðist enn vandamál því það var bara einn lyftari í byggingunni nógu stór fyrir stangirnar og sá var bilaður. Steve Chapell, eigandi UCS Spirit sem framleiddi stangirnar, tók bílaleigubíl frá Glasgow til að ná í stangirnar og þurfti svo að bíða í þrjár klukkustundir á meðan að gert var við lyftarann. Það tókst þó á endanum og stangirnar komust til Duplantis sem náði að taka umbúðirnar utan af þeim og nýta þær til að verða heimsmeistari innanhúss í annað sinn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílukast og golf Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Sjá meira