Úrskurða líklega Trump í vil degi fyrir „ofurþriðudag“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2024 10:42 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Hæstiréttur mun líklega úrskurða honum í vil í dag. AP/Alex Brandon Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna gáfu til kynna í gær að von sé á úrskurði um það hvort ráðamönnum Colorado sé heimilt að meina Donald Trump að vera á kjörseðlum í ríkinu. Forval í báðum flokkum fer fram í ríkinu, og fimmtán öðrum, á morgun en dagurinn er iðurlega kallaður „ofurþriðjudagur“. Fjölmiðlar ytra segja útlit fyrir að dómararnir munu úrskurða Trump í vil og segja að ólöglegt sé að meina honum að taka þátt í kosningunum. Hæstiréttur Colorado komst að þeirri niðurstöðu nýverið að Trump megi ekki vera á kjörseðlum þar og er það á grundvelli ákvæðis sem bætt var við stjórnarskrá Bandaríkjanna í kjölfar þrælastríðsins. Í einföldu máli sagt var því ætlað að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn kæmust á þing eða í önnur embætti. Ákvæðið meinar þeim að bjóða sig fram til opinbers embættis, sem hafa í opinberu embætti gerst sekir um eða tekið þátt í einhvers konar uppreisn. Málflutningurinn gegn Trump byggir á tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 og árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2021, þar sem stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á úrslitum kosninganna. Margir af stuðningsmönnum Trumps lýstu því einnig yfir að þeir vildu hengja Mike Pence, varaforseta Trumps, því hann neitaði kröfu Trumps um reyna að snúa úrslitum kosninganna. Þá ákvörðun tók Pence á grundvelli þess að hann hafði ekkert vald til að gera slíkt. Þeir sem segja Trump ekki kjörgengan segja hann sekan um uppreisn vegna árásarinnar. Hann hafi kvatt til hennar og þess vegna megi hann ekki bjóða sig fram til embættis. Ráðamenn í Maine gripu einnig til sömu aðgerða og samþykktu dómarar hæstaréttar í kjölfarið að taka málið til skoðunar. Báðar fylkingar höfðu beðið um flýtimeðferð og var sú beiðni samþykkt. Hæstiréttur hefur aldrei áður úrskurðað um ákvæðið. Flýttu sér í einu máli en ekki öðru Athygli hefur vakið hve hratt dómarar hæstaréttar hafa farið í málinu. Hæstiréttur Colorado bannaði Trump á kjörseðlum ríkisins í desember en eins og fram kemur í frétt New York Times tók það þá einungis nokkra daga að ákveða að taka málið fyrir, eftir að Trump fór fram á það þann 3. janúar og fór málflutningur fram einungis mánuði eftir að sú ákvörðun var tekin. Dómararnir samþykktu einnig nýverið að taka til skoðunar annað mál sem snýr að Trump, árásinni á þinghúsið og tilraunum Trumps til að halda völdum, þó hann hafi tapað forsetakosningunum í nóvember 2020. Það ferli hefur gengið mun hægar hjá Hæstarétti, sem er í takt við óskir Trumps. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump vegna þessara tilrauna en Trump hefur krafist þess að málið verði fellt niður á grundvelli þess að hann njóti friðhelgi. Trump og lögmenn hans hafa haldið því fram að ekki sé hægt að ákæra hann vegna einhvers sem hann gerði þegar hann sat í embætti. Lögmennirnir hafa meðal annars sagt að forseti gæti látið hermenn myrða pólitíska andstæðinga sína og ekki væri hægt að sækja þá til saka fyrr en búið væri að ákæra þá fyrir embættisbrot og víkja úr embætti, jafnvel þó viðkomandi væri ekki lengur forseti. Smith fór fram á það við hæstarétt að krafa Trumps yrði tekin fyrir í flýti, eftir að hann lagði hana fyrst fram. Því neituðu dómararnir og þurfti krafan að fara hefðbundið áfrýjunarferli. Þegar hæstiréttur samþykkti svo að taka málið fyrir, sextán dögum eftir að Trump áfrýjaði úrskurði neðri áfrýjunardómstóls, var tilkynnt að það yrði ekki gert fyrr en sjö vikum síðar, í apríl og að úrskurðar væri að vænta í lok júní. Í millitíðinni má ekki hefja réttarhöldin gegn Trump. Það gerir verulega ólíklegt að hægt verði að rétta yfir Trump fyrir forsetakosningarnar í nóvember og er það í takt við tilraunir Trumps og lögmanna hans til að tefja öll réttarhöld gegn honum þar til fram yfir kosningarnar. Sjá einnig: Smith biður hæstarétt um að tefja ekki réttarhöldin Takist honum að tefja réttarhöldin fram yfir kosningar og sigri hann Joe Biden, gæti hann beitt völdum embættisins til að stöðva málaferlin gegn honum eða jafnvel náða sjálfan sig. Þrír dómarar skipaðir af Trump Sex af níu dómurum hæstaréttar voru skipaðir í embætti af forseta úr Repúblikanaflokknum og þar af þrír af Trump sjálfum. Undanfarin ár hafa dómararnir ítrekað tekið afstöðu í pólitískum deilumálum íhaldsmönnum Bandaríkjanna í vil. Meðal annars má nefna að hæstiréttur felldi rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi, meinuðu yfirvöldum að setja hömlur á vopnaburð á almannafæri og drógu úr getu opinberra stofnana til að skikka fyrirtæki til að draga úr mengun. Hæstiréttur hefur einnig heimilað fordómafullu fólki að neita samkynhneigðum um þjónustu og var það gert á grunni mjög umdeildrar lögsóknar. Úrskurði Hæstiréttur Bandaríkjanna Trump í vil þá gæti Joe Biden, samkvæmt málflutningi Trumps, sent hermenn til að myrða hann og ekki væri hægt að ákæra Biden vegna þessa, fyrr en eftir að rannsókn fari fram í fulltrúadeildinni og að sextíu þingmenn öldungadeildarinnar samþykki að dæma hann fyrir embættisbrot. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Haley sigraði Trump í Washington D.C. Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. 4. mars 2024 06:56 McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08 Krefst einnig friðhelgi í skjalamálinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að dómsmál vegna opinberra gagna og leynilegra skjala sem hann tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og til Flórída, verði fellt niður. Lögmenn hans segja hann hafa svipt skjölin leynd sem forseti og þau hafi verið hans einkaeign, því hafi í raun aldrei átt að ákæra hann á grundvelli friðhelgi forseta. 23. febrúar 2024 12:06 Lincoln bestur, Biden í fjórtánda sæti en Trump alverstur Samkvæmt sagnfræðingum í Bandaríkjunum er Joe Biden fjórtándi besti Bandaríkjaforseti sögunnar, á meðan Donald Trump er sá alversti. Mesta afrek Biden var að koma Trump frá völdum, segja prófessorarnir sem stóðu fyrir könnuninni. 19. febrúar 2024 11:09 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Fjölmiðlar ytra segja útlit fyrir að dómararnir munu úrskurða Trump í vil og segja að ólöglegt sé að meina honum að taka þátt í kosningunum. Hæstiréttur Colorado komst að þeirri niðurstöðu nýverið að Trump megi ekki vera á kjörseðlum þar og er það á grundvelli ákvæðis sem bætt var við stjórnarskrá Bandaríkjanna í kjölfar þrælastríðsins. Í einföldu máli sagt var því ætlað að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn kæmust á þing eða í önnur embætti. Ákvæðið meinar þeim að bjóða sig fram til opinbers embættis, sem hafa í opinberu embætti gerst sekir um eða tekið þátt í einhvers konar uppreisn. Málflutningurinn gegn Trump byggir á tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 og árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2021, þar sem stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á úrslitum kosninganna. Margir af stuðningsmönnum Trumps lýstu því einnig yfir að þeir vildu hengja Mike Pence, varaforseta Trumps, því hann neitaði kröfu Trumps um reyna að snúa úrslitum kosninganna. Þá ákvörðun tók Pence á grundvelli þess að hann hafði ekkert vald til að gera slíkt. Þeir sem segja Trump ekki kjörgengan segja hann sekan um uppreisn vegna árásarinnar. Hann hafi kvatt til hennar og þess vegna megi hann ekki bjóða sig fram til embættis. Ráðamenn í Maine gripu einnig til sömu aðgerða og samþykktu dómarar hæstaréttar í kjölfarið að taka málið til skoðunar. Báðar fylkingar höfðu beðið um flýtimeðferð og var sú beiðni samþykkt. Hæstiréttur hefur aldrei áður úrskurðað um ákvæðið. Flýttu sér í einu máli en ekki öðru Athygli hefur vakið hve hratt dómarar hæstaréttar hafa farið í málinu. Hæstiréttur Colorado bannaði Trump á kjörseðlum ríkisins í desember en eins og fram kemur í frétt New York Times tók það þá einungis nokkra daga að ákveða að taka málið fyrir, eftir að Trump fór fram á það þann 3. janúar og fór málflutningur fram einungis mánuði eftir að sú ákvörðun var tekin. Dómararnir samþykktu einnig nýverið að taka til skoðunar annað mál sem snýr að Trump, árásinni á þinghúsið og tilraunum Trumps til að halda völdum, þó hann hafi tapað forsetakosningunum í nóvember 2020. Það ferli hefur gengið mun hægar hjá Hæstarétti, sem er í takt við óskir Trumps. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump vegna þessara tilrauna en Trump hefur krafist þess að málið verði fellt niður á grundvelli þess að hann njóti friðhelgi. Trump og lögmenn hans hafa haldið því fram að ekki sé hægt að ákæra hann vegna einhvers sem hann gerði þegar hann sat í embætti. Lögmennirnir hafa meðal annars sagt að forseti gæti látið hermenn myrða pólitíska andstæðinga sína og ekki væri hægt að sækja þá til saka fyrr en búið væri að ákæra þá fyrir embættisbrot og víkja úr embætti, jafnvel þó viðkomandi væri ekki lengur forseti. Smith fór fram á það við hæstarétt að krafa Trumps yrði tekin fyrir í flýti, eftir að hann lagði hana fyrst fram. Því neituðu dómararnir og þurfti krafan að fara hefðbundið áfrýjunarferli. Þegar hæstiréttur samþykkti svo að taka málið fyrir, sextán dögum eftir að Trump áfrýjaði úrskurði neðri áfrýjunardómstóls, var tilkynnt að það yrði ekki gert fyrr en sjö vikum síðar, í apríl og að úrskurðar væri að vænta í lok júní. Í millitíðinni má ekki hefja réttarhöldin gegn Trump. Það gerir verulega ólíklegt að hægt verði að rétta yfir Trump fyrir forsetakosningarnar í nóvember og er það í takt við tilraunir Trumps og lögmanna hans til að tefja öll réttarhöld gegn honum þar til fram yfir kosningarnar. Sjá einnig: Smith biður hæstarétt um að tefja ekki réttarhöldin Takist honum að tefja réttarhöldin fram yfir kosningar og sigri hann Joe Biden, gæti hann beitt völdum embættisins til að stöðva málaferlin gegn honum eða jafnvel náða sjálfan sig. Þrír dómarar skipaðir af Trump Sex af níu dómurum hæstaréttar voru skipaðir í embætti af forseta úr Repúblikanaflokknum og þar af þrír af Trump sjálfum. Undanfarin ár hafa dómararnir ítrekað tekið afstöðu í pólitískum deilumálum íhaldsmönnum Bandaríkjanna í vil. Meðal annars má nefna að hæstiréttur felldi rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi, meinuðu yfirvöldum að setja hömlur á vopnaburð á almannafæri og drógu úr getu opinberra stofnana til að skikka fyrirtæki til að draga úr mengun. Hæstiréttur hefur einnig heimilað fordómafullu fólki að neita samkynhneigðum um þjónustu og var það gert á grunni mjög umdeildrar lögsóknar. Úrskurði Hæstiréttur Bandaríkjanna Trump í vil þá gæti Joe Biden, samkvæmt málflutningi Trumps, sent hermenn til að myrða hann og ekki væri hægt að ákæra Biden vegna þessa, fyrr en eftir að rannsókn fari fram í fulltrúadeildinni og að sextíu þingmenn öldungadeildarinnar samþykki að dæma hann fyrir embættisbrot. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Haley sigraði Trump í Washington D.C. Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. 4. mars 2024 06:56 McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08 Krefst einnig friðhelgi í skjalamálinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að dómsmál vegna opinberra gagna og leynilegra skjala sem hann tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og til Flórída, verði fellt niður. Lögmenn hans segja hann hafa svipt skjölin leynd sem forseti og þau hafi verið hans einkaeign, því hafi í raun aldrei átt að ákæra hann á grundvelli friðhelgi forseta. 23. febrúar 2024 12:06 Lincoln bestur, Biden í fjórtánda sæti en Trump alverstur Samkvæmt sagnfræðingum í Bandaríkjunum er Joe Biden fjórtándi besti Bandaríkjaforseti sögunnar, á meðan Donald Trump er sá alversti. Mesta afrek Biden var að koma Trump frá völdum, segja prófessorarnir sem stóðu fyrir könnuninni. 19. febrúar 2024 11:09 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Haley sigraði Trump í Washington D.C. Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. 4. mars 2024 06:56
McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08
Krefst einnig friðhelgi í skjalamálinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að dómsmál vegna opinberra gagna og leynilegra skjala sem hann tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og til Flórída, verði fellt niður. Lögmenn hans segja hann hafa svipt skjölin leynd sem forseti og þau hafi verið hans einkaeign, því hafi í raun aldrei átt að ákæra hann á grundvelli friðhelgi forseta. 23. febrúar 2024 12:06
Lincoln bestur, Biden í fjórtánda sæti en Trump alverstur Samkvæmt sagnfræðingum í Bandaríkjunum er Joe Biden fjórtándi besti Bandaríkjaforseti sögunnar, á meðan Donald Trump er sá alversti. Mesta afrek Biden var að koma Trump frá völdum, segja prófessorarnir sem stóðu fyrir könnuninni. 19. febrúar 2024 11:09