Frederik Gytkjaer kom heimamönnum í Lyngby yfir með marki úr vítaspyrnu á 23. mínútu áður en sjálfsmark frá Malte Kiilerich sá til þess að liðið fór með 2-0 forystu inn í hálfleikinn.
Gestirnir svöruðu þó vel í síðari hálfleik. Lirim Qamili skoraði tvö mörk og jafnaði metin fyrir Hvidovre áður en mörk frá Simon Makienok og Andreas Smed á 80. og 83. mínútu skiluðu gestunum 2-4 sigri.
Þetta var þriðja tap Lyngby í röð í dönsku deildinni og liðið situr nú í tíunda sæti með 20 stig eftir 20 leiki, níu stigum meira en Hvidovre sem situr á botninum.