Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 37-23 | Góð byrjun dugði skammt Andri Már Eggertsson skrifar 2. mars 2024 14:40 vísir/Hulda Margrét Byrjun Íslands var frábær þar sem liðið skoraði fyrstu fjögur mörkin. Svíar létu það ekki slá sig út af laginu og rúlluðu yfir íslenska liðið það sem eftir var leiks. Leikurinn endaði með fjórtán marka tapi 37-23. Íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega og það gekk einfaldlega allt upp. Ísland skoraði fyrstu fjögur mörkin og heimakonur komust ekki á blað fyrr en tæplega sex mínútur voru liðnar af leiknum. Fyrstu tólf mínúturnar voru frábærar. Vörnin var öflug sem þvingaði leikmenn Svíþjóðar í erfið skot og tapaða bolta. Sóknarlega gekk nánast allt upp þar sem íslenska liðið var að fá góð færi og Thea Imani Sturludóttir var með hamarinn á lofti þar sem hún átti tvær neglur í vinkilinn. Þórey Rósa Stefánsdóttir kórónaði síðan laglega byrjun með sprellimarki þar sem hún skaut afar laust beint í hendurnar á Johanna Bundsen, markverði Svíþjóðar, en einhvern veginn fór boltinn í gegnum hendurnar á henni og lak inn. Eftir tólf mínútur var Ísland fjörum mörkum yfir 4-8 en síðan hrundi allt. Taflið snerist við og slæmi kafli Íslands var afar langur og erfiður. Liðið tapaði urmul af boltum sem leikmenn Svíþjóðar refsuðu ítrekað með mörkum úr hraðaupphlaupum. Á fjórtán mínútum skoraði Ísland aðeins eitt mark. Staðan fór úr því að vera 4-8 yfir í 16-9 og draumur varð fljótt að martröð. Staðan í hálfleik var 18-11. Byrjunin á síðari hálfleik var afar þung. Svíarnir héldu áfram að keyra upp hraðann og refsa íslenska liðinu fyrir mistök. Irma Schjött, markmaður Svíþjóðar, varði nánast allt sem kom á markið og þegar Evelina Eriksson fór í markið var það sama upp á teningnum. Þegar að síðari hálfleikur var hálfnaður voru heimakonur þrettán mörkum yfir 31-18. Annan leikinn í röð skoruðu allir þrettán útileikmenn Svíþjóðar. Það breyttist lítið síðustu fimmtán mínúturnar og Svíþjóð vann að lokum fjórtán marka sigur 37-23. Svíþjóð vann báða leikina gegn Íslandi með samanlagt 27 marka mun 74-47. Þrátt fyrir þessi úrslit á Ísland góðan möguleika á að komast á EM 2024. Ísland þarf að vinna Lúxemborg á útivelli og Færeyjar á heimavelli. EM 2024 í handbolta Handbolti Landslið kvenna í handbolta
Byrjun Íslands var frábær þar sem liðið skoraði fyrstu fjögur mörkin. Svíar létu það ekki slá sig út af laginu og rúlluðu yfir íslenska liðið það sem eftir var leiks. Leikurinn endaði með fjórtán marka tapi 37-23. Íslenska liðið byrjaði leikinn frábærlega og það gekk einfaldlega allt upp. Ísland skoraði fyrstu fjögur mörkin og heimakonur komust ekki á blað fyrr en tæplega sex mínútur voru liðnar af leiknum. Fyrstu tólf mínúturnar voru frábærar. Vörnin var öflug sem þvingaði leikmenn Svíþjóðar í erfið skot og tapaða bolta. Sóknarlega gekk nánast allt upp þar sem íslenska liðið var að fá góð færi og Thea Imani Sturludóttir var með hamarinn á lofti þar sem hún átti tvær neglur í vinkilinn. Þórey Rósa Stefánsdóttir kórónaði síðan laglega byrjun með sprellimarki þar sem hún skaut afar laust beint í hendurnar á Johanna Bundsen, markverði Svíþjóðar, en einhvern veginn fór boltinn í gegnum hendurnar á henni og lak inn. Eftir tólf mínútur var Ísland fjörum mörkum yfir 4-8 en síðan hrundi allt. Taflið snerist við og slæmi kafli Íslands var afar langur og erfiður. Liðið tapaði urmul af boltum sem leikmenn Svíþjóðar refsuðu ítrekað með mörkum úr hraðaupphlaupum. Á fjórtán mínútum skoraði Ísland aðeins eitt mark. Staðan fór úr því að vera 4-8 yfir í 16-9 og draumur varð fljótt að martröð. Staðan í hálfleik var 18-11. Byrjunin á síðari hálfleik var afar þung. Svíarnir héldu áfram að keyra upp hraðann og refsa íslenska liðinu fyrir mistök. Irma Schjött, markmaður Svíþjóðar, varði nánast allt sem kom á markið og þegar Evelina Eriksson fór í markið var það sama upp á teningnum. Þegar að síðari hálfleikur var hálfnaður voru heimakonur þrettán mörkum yfir 31-18. Annan leikinn í röð skoruðu allir þrettán útileikmenn Svíþjóðar. Það breyttist lítið síðustu fimmtán mínúturnar og Svíþjóð vann að lokum fjórtán marka sigur 37-23. Svíþjóð vann báða leikina gegn Íslandi með samanlagt 27 marka mun 74-47. Þrátt fyrir þessi úrslit á Ísland góðan möguleika á að komast á EM 2024. Ísland þarf að vinna Lúxemborg á útivelli og Færeyjar á heimavelli.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti