Erna Sóley kastaði lengst 17,07 metra í fyrsta kasti. Hún náði ekki að bæta það því næstu köst hennar voru upp á 17,03 metra og 16,71 metra.
Erna var þar með ekki í þeim hópi sem fékk þrjú köst til viðbótar.
Erna á Íslandsmetið í kúluvarpi sem er 17,92 metrar og hún er búin að kasta lengst 17,52 metra í ár.
Erna var eini íslenski keppandinn á heimsmeistaramótinu í ár.