Lýsir ráðningu Dags sem dauðadómi Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2024 13:01 Dagur Sigurðsson var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Zagreb í gær, sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu. Instagram/@hrs_insta Ekki eru allir jafnhrifnir af komu Dags Sigurðssonar inn í króatískan handbolta en hann er fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við stjórn króatíska landsliðsins, sem um árabil var eitt það allra besta í heimi. Króatar hafa skipt ört um þjálfara síðustu misseri og vilja komast sem fyrst aftur á sama stall og áður. Á árunum 1996-2016 vann liðið fjórtán sinnum til verðlauna á stórmótum, meðal annars tvö ólympíugull og heimsmeistaratitil. Einn af þeim sem vann ólympíugullið 1996, Nenad Kljaić sem nú er þjálfari, segir Dag vissulega góðan þjálfara en að það réttlæti ekki dýra ráðningu á honum fram yfir króatíska kollega hans. Kljaić virðist líta svo á að með því að ráða Dag sé króatíska handknattleikssambandið að snúa baki við króatískum þjálfurum, eða fella dauðadóm yfir þeim. „Til hamingju, ágætu herramenn HRS [króatíska handknattleikssambandsins], undir stjórn Zokija. Þið hafið núna kveðið upp dauðadóm fyrir alla króatíska þjálfara. Þið komuð inn með útlending (sem er góður þjálfari) og gerðuð þannig lítið úr öllum okkar þjálfurum,“ skrifaði Kljaić á Facebook-síðu sína en króatískir miðlar hafa fjallað um skrif hans. Dagur fékk samning til fjögurra ára og byrjar á því að reyna að koma Króatíu í gegnum ólympíuumspilið eftir aðeins tvær vikur, þar sem Króatar berjast við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á ÓL í París. Í janúar á næsta ári verða Króatar svo gestgjafar HM, með tilheyrandi pressu, ásamt Danmörku og Noregi. Er hann þá sex sinnum betri en okkar þjálfarar? Ljóst er að Kljaić telur að Dagur fái mun betur borgað en forverar hans í starfi, jafnvel þó að Dagur hafi sagt að samningur sinn við Króata feli í sér mun lægri laun en hann hafði áður í Japan. „Bara svo að ég spyrji; Hvað gerist ef að við vinnum ekki medalíu á Ólympíuleikunum í París? Ætlið þið þá loksins allir að segja af ykkur?“ spyr Kljaić og heldur áfram: „Því ef þið borgið honum 30.000 evrur á mánuði og gefið honum samning til fjögurra ára, þá þýðir það að hann er 5-6 sinnum betri þjálfari en nokkur af okkar þjálfurum. Því þið borguðuð öllum fyrri þjálfurum 5-6 sinnum minna en þetta, og voruð of seinir að borga í 7-8 mánuði og greidduð þeim svo ekki neitt þegar þið rákuð þá. Þið verðið að standa við þetta allt til enda. Þið kynnið hann til leiks eins og Messías sjálfan, svipað og Serbar með Gerona en þið sáuð hvernig það fór.“ Þar vísaði Kljaic í spænska þjálfarann Toni Gerona sem Serbar ráku eftir EM í janúar, þar sem Serbar sátu eftir í riðli Íslands. Handbolti Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Króatar hafa skipt ört um þjálfara síðustu misseri og vilja komast sem fyrst aftur á sama stall og áður. Á árunum 1996-2016 vann liðið fjórtán sinnum til verðlauna á stórmótum, meðal annars tvö ólympíugull og heimsmeistaratitil. Einn af þeim sem vann ólympíugullið 1996, Nenad Kljaić sem nú er þjálfari, segir Dag vissulega góðan þjálfara en að það réttlæti ekki dýra ráðningu á honum fram yfir króatíska kollega hans. Kljaić virðist líta svo á að með því að ráða Dag sé króatíska handknattleikssambandið að snúa baki við króatískum þjálfurum, eða fella dauðadóm yfir þeim. „Til hamingju, ágætu herramenn HRS [króatíska handknattleikssambandsins], undir stjórn Zokija. Þið hafið núna kveðið upp dauðadóm fyrir alla króatíska þjálfara. Þið komuð inn með útlending (sem er góður þjálfari) og gerðuð þannig lítið úr öllum okkar þjálfurum,“ skrifaði Kljaić á Facebook-síðu sína en króatískir miðlar hafa fjallað um skrif hans. Dagur fékk samning til fjögurra ára og byrjar á því að reyna að koma Króatíu í gegnum ólympíuumspilið eftir aðeins tvær vikur, þar sem Króatar berjast við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á ÓL í París. Í janúar á næsta ári verða Króatar svo gestgjafar HM, með tilheyrandi pressu, ásamt Danmörku og Noregi. Er hann þá sex sinnum betri en okkar þjálfarar? Ljóst er að Kljaić telur að Dagur fái mun betur borgað en forverar hans í starfi, jafnvel þó að Dagur hafi sagt að samningur sinn við Króata feli í sér mun lægri laun en hann hafði áður í Japan. „Bara svo að ég spyrji; Hvað gerist ef að við vinnum ekki medalíu á Ólympíuleikunum í París? Ætlið þið þá loksins allir að segja af ykkur?“ spyr Kljaić og heldur áfram: „Því ef þið borgið honum 30.000 evrur á mánuði og gefið honum samning til fjögurra ára, þá þýðir það að hann er 5-6 sinnum betri þjálfari en nokkur af okkar þjálfurum. Því þið borguðuð öllum fyrri þjálfurum 5-6 sinnum minna en þetta, og voruð of seinir að borga í 7-8 mánuði og greidduð þeim svo ekki neitt þegar þið rákuð þá. Þið verðið að standa við þetta allt til enda. Þið kynnið hann til leiks eins og Messías sjálfan, svipað og Serbar með Gerona en þið sáuð hvernig það fór.“ Þar vísaði Kljaic í spænska þjálfarann Toni Gerona sem Serbar ráku eftir EM í janúar, þar sem Serbar sátu eftir í riðli Íslands.
Handbolti Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira