Tuttugu ára afmæli Aldrei fór ég suður: Of Monsters and Men meðal hljómsveita Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 1. mars 2024 13:54 Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri. Vísir/Einar Of Monsters and Men verður á meðal þeirra hljómsveita sem munu koma fram á vestfirsku tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem fram fer um páskana á Ísafirði. Hátíðin fagnar tuttugu ára afmæli í ár og verður blásið í herlúða að sögn skipuleggjanda. „Alveg magnað að hugsa til þess að það séu komin tuttugu ár af þessari vitleysu, sem byrjaði sem einhver brandari en er bara langt því frá að vera fyndinn lengur,“ segir Kristján Freyr Halldórsson rokkstjóri í samtali við fréttastofu. Dagskrá tónlistarhátíðarinnar í ár var kynnt í dag. „Það verður blásið í herlúðra og boginn spenntur til hins ítrasta,“ segir Kristján. Hann segir allan bæinn undir. Metfjöldi tónlistaratriða verði í boði og ekki króna rukkuð inn, líkt og síðustu ár. Hátíðin fer fram föstudaginn langa þann 29. mars og laugardaginn 30. mars. „Þetta er alveg ótrúleg dagskrá. Þó ég segi það bara sjálfur, við erum alltaf að toppa okkur og það er ótrúlegt að fólk vilji koma og vera með okkur og spila. Við erum með fleiri atriði en áður, bættum við fjórum atriðum í viðbót við það sem við vorum með í fyrra í fjölda,“ segir Kristján. Hann nefnir listamenn líkt og Helga Björns, Mugison, GDRN, Emmsjé Gauta, Of Monsters and Men, Bogomil Fonte, Celebs og Dr. Gunna. „Þetta er bara endalaust. Lúðrasveit tónlistarskólans. Þetta er bland eins og ég segi, landsþekkt nöfn í bland við okkar stjörnur hér að vestan.“ Blússandi stemning var þegar dagskrá hátíðarinnar var kynnt. Vísir/Einar Stundum staðið tæpt en alltaf gaman Kristján hefur verið viðriðinn tónlistarhátíðina frá upphafi, allt síðan hún fór fyrst fram fyrir tuttugu árum síðan. Allir sem koma að hátíðinni eru sjálfboðaliðar og segir Kristján málin stundum hafa staðið tæpt. Í ár verður sérstök sögusýning um hátíðina. „Undirstaða hennar er að maður gerir ekki rassgat einn og það segir mikið um það að einhvern veginn allur bærinn tekur þátt í þessu. Það er nánast hver einasti íbúi sem hefur snertiflöt á hátíðinni og við erum svolítð að sýna það,“ segir Kristján. „Sýna það hvernig samfélagið hefur vaxið síðustu tuttugu ár. Af því að við erum svo sannarlega ekki ein í þessu þó að við séum svolítið samheldinn hópur sem hefur haldið utan um stýrið á hátíðinni, þá er það þannig að þetta er hátíð þessa samfélags hér fyrir vestan og við munum sýna það með mörgum hætti.“ Aldrei fór ég suður fagnar stórafmæli í ár og verður tónlistarhátíðin nú sú stærsta frá upphafi. Vísir/Einar Stal eitt sinn bíl með Mugison Kristján segir að í heildina séu það um fjögur hundruð tónlistarmenn sem hafi komið fram á hátíðinni undanfarin tuttugu ár. Hann segir mörg atriði koma í hugann undanfarin ár við skipulagninguna en segir eitt sérlega minnisstætt. „Ég man til dæmis eftir því að ég og Mugison við áttum að hengja upp veggspjöld með dagskránni eitt árið og fórum í það og ætluðum að fá lánaðan bíl hjá hafnarstjóranum og hann sagði: „Já lykillinn er í bílnum takið hann.“ Kristján segir þá félaga hafa keyrt út um allt á bílnum, meðal annars á Þingeyri. Síðar sama dag hafi hafnarstjórinn hringt aftur í þá félaga. „Og sagði: „Hva, af hverju tókuð þið ekki bílinn og hvert fóruð þið? Þá kom í ljós að lögregna var að leita að bíl sem hafði verið stolið af iðnaðarmanni sem hafði hlaupið inn til að ná í rörtöng niður á höfn,“ segir Kristján hlæjandi. „Það var frábær safndiskur í tækinu, Bruce Springsteen og allt þannig að við skemmtum okkur í heilan dag á bíl sem við stálum.“ Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Tónleikar á Íslandi Of Monsters and Men Tónlist Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
„Alveg magnað að hugsa til þess að það séu komin tuttugu ár af þessari vitleysu, sem byrjaði sem einhver brandari en er bara langt því frá að vera fyndinn lengur,“ segir Kristján Freyr Halldórsson rokkstjóri í samtali við fréttastofu. Dagskrá tónlistarhátíðarinnar í ár var kynnt í dag. „Það verður blásið í herlúðra og boginn spenntur til hins ítrasta,“ segir Kristján. Hann segir allan bæinn undir. Metfjöldi tónlistaratriða verði í boði og ekki króna rukkuð inn, líkt og síðustu ár. Hátíðin fer fram föstudaginn langa þann 29. mars og laugardaginn 30. mars. „Þetta er alveg ótrúleg dagskrá. Þó ég segi það bara sjálfur, við erum alltaf að toppa okkur og það er ótrúlegt að fólk vilji koma og vera með okkur og spila. Við erum með fleiri atriði en áður, bættum við fjórum atriðum í viðbót við það sem við vorum með í fyrra í fjölda,“ segir Kristján. Hann nefnir listamenn líkt og Helga Björns, Mugison, GDRN, Emmsjé Gauta, Of Monsters and Men, Bogomil Fonte, Celebs og Dr. Gunna. „Þetta er bara endalaust. Lúðrasveit tónlistarskólans. Þetta er bland eins og ég segi, landsþekkt nöfn í bland við okkar stjörnur hér að vestan.“ Blússandi stemning var þegar dagskrá hátíðarinnar var kynnt. Vísir/Einar Stundum staðið tæpt en alltaf gaman Kristján hefur verið viðriðinn tónlistarhátíðina frá upphafi, allt síðan hún fór fyrst fram fyrir tuttugu árum síðan. Allir sem koma að hátíðinni eru sjálfboðaliðar og segir Kristján málin stundum hafa staðið tæpt. Í ár verður sérstök sögusýning um hátíðina. „Undirstaða hennar er að maður gerir ekki rassgat einn og það segir mikið um það að einhvern veginn allur bærinn tekur þátt í þessu. Það er nánast hver einasti íbúi sem hefur snertiflöt á hátíðinni og við erum svolítð að sýna það,“ segir Kristján. „Sýna það hvernig samfélagið hefur vaxið síðustu tuttugu ár. Af því að við erum svo sannarlega ekki ein í þessu þó að við séum svolítið samheldinn hópur sem hefur haldið utan um stýrið á hátíðinni, þá er það þannig að þetta er hátíð þessa samfélags hér fyrir vestan og við munum sýna það með mörgum hætti.“ Aldrei fór ég suður fagnar stórafmæli í ár og verður tónlistarhátíðin nú sú stærsta frá upphafi. Vísir/Einar Stal eitt sinn bíl með Mugison Kristján segir að í heildina séu það um fjögur hundruð tónlistarmenn sem hafi komið fram á hátíðinni undanfarin tuttugu ár. Hann segir mörg atriði koma í hugann undanfarin ár við skipulagninguna en segir eitt sérlega minnisstætt. „Ég man til dæmis eftir því að ég og Mugison við áttum að hengja upp veggspjöld með dagskránni eitt árið og fórum í það og ætluðum að fá lánaðan bíl hjá hafnarstjóranum og hann sagði: „Já lykillinn er í bílnum takið hann.“ Kristján segir þá félaga hafa keyrt út um allt á bílnum, meðal annars á Þingeyri. Síðar sama dag hafi hafnarstjórinn hringt aftur í þá félaga. „Og sagði: „Hva, af hverju tókuð þið ekki bílinn og hvert fóruð þið? Þá kom í ljós að lögregna var að leita að bíl sem hafði verið stolið af iðnaðarmanni sem hafði hlaupið inn til að ná í rörtöng niður á höfn,“ segir Kristján hlæjandi. „Það var frábær safndiskur í tækinu, Bruce Springsteen og allt þannig að við skemmtum okkur í heilan dag á bíl sem við stálum.“
Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Tónleikar á Íslandi Of Monsters and Men Tónlist Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira