Hætti Dagur sem sá launahæsti í heimi? „Króatíski samningurinn ekki í námunda við hinn“ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2024 11:00 Dagur Sigurðsson faðmar lærisvein sinn eftir sigurinn gegn Barein í úrslitaleik Asíukeppninnar um sæti á Ólympíuleikunum í París. Nú á hann möguleika á að koma öðru liði, Króatíu, á sömu leika. Getty/Noushad Thekkayil Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson viðurkennir að með því að hætta að þjálfa Japan en taka þess í stað við Króatíu muni hann lækka mikið í launum. Starfið sé hins vegar mjög ólíkt. Króatískir miðlar hafa fjallað mikið um komu Dags frá því að fyrstu fréttir af viðræðum hans við króatíska handknattleikssambandið birtust fyrir þremur vikum. Hann fékk sig svo lausan frá Japan eftir að hafa stýrt japanska landsliðinu með frábærum árangri í sjö ár, og nú síðast komið því inn á Ólympíuleikana í París í sumar, eins og honum er ætlað að gera með Króata. Miðlarnir Index Sport og 24sata segja að talið sé að Dagur hafi verið með 1 milljón evra í árslaun í Japan, eða tæpar 150 milljónir króna, og þannig mögulega verið launahæsti handboltaþjálfari í heimi. Króatíska sambandið hafi hins vegar ekki verið tilbúið að greiða meira en 300.000 evrur í árslaun, eða tæpar 45 milljónir króna. „Ég veit nú ekki hvort ég hef verið sá launahæsti í heiminum, hef ekki hugmynd um það, en ég var alveg með góðan samning í Japan. Króatíski samningurinn kemst ekkert í námunda við það,“ sagði Dagur við Vísi, án þess að fara út í neinar launatölur, þegar hann var spurður út í þessi mál í gær. Þá var nýbúið að kynna hann sem nýjan landsliðsþjálfara Króata. Klippa: Dagur um launamálin „En þetta er líka allt annað umhverfi. Ég var að fara yfir hálfan hnöttinn og vinna hinu megin á hnettinum stóran hluta af árinu. Maður verður að taka það með í reikninginn. Svo var ég líka að taka þátt í ýmsu þar sem snýr ekkert endilega að þjálfun. Að hjálpa þeim að koma sinni deild áfram og leikmönnum til Evrópu, og ýmislegt annað sem ekki tengist starfinu hér í Króatíu,“ sagði Dagur. Dagur þarf að hafa hraðar hendur því hans fyrsta verk er að koma Króatíu í gegnum ólympíuumspilið sem fram fer eftir tvær vikur. Þar keppa Króatar við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum í París. Dagur þjálfaði einmitt Þýskaland og Austurríki á sínum tíma og gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum 2016, auk þess að vinna brons á Ólympíuleikunum sama ár, áður en hann gerði samninginn góða við Japana. Handbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Króatískir miðlar hafa fjallað mikið um komu Dags frá því að fyrstu fréttir af viðræðum hans við króatíska handknattleikssambandið birtust fyrir þremur vikum. Hann fékk sig svo lausan frá Japan eftir að hafa stýrt japanska landsliðinu með frábærum árangri í sjö ár, og nú síðast komið því inn á Ólympíuleikana í París í sumar, eins og honum er ætlað að gera með Króata. Miðlarnir Index Sport og 24sata segja að talið sé að Dagur hafi verið með 1 milljón evra í árslaun í Japan, eða tæpar 150 milljónir króna, og þannig mögulega verið launahæsti handboltaþjálfari í heimi. Króatíska sambandið hafi hins vegar ekki verið tilbúið að greiða meira en 300.000 evrur í árslaun, eða tæpar 45 milljónir króna. „Ég veit nú ekki hvort ég hef verið sá launahæsti í heiminum, hef ekki hugmynd um það, en ég var alveg með góðan samning í Japan. Króatíski samningurinn kemst ekkert í námunda við það,“ sagði Dagur við Vísi, án þess að fara út í neinar launatölur, þegar hann var spurður út í þessi mál í gær. Þá var nýbúið að kynna hann sem nýjan landsliðsþjálfara Króata. Klippa: Dagur um launamálin „En þetta er líka allt annað umhverfi. Ég var að fara yfir hálfan hnöttinn og vinna hinu megin á hnettinum stóran hluta af árinu. Maður verður að taka það með í reikninginn. Svo var ég líka að taka þátt í ýmsu þar sem snýr ekkert endilega að þjálfun. Að hjálpa þeim að koma sinni deild áfram og leikmönnum til Evrópu, og ýmislegt annað sem ekki tengist starfinu hér í Króatíu,“ sagði Dagur. Dagur þarf að hafa hraðar hendur því hans fyrsta verk er að koma Króatíu í gegnum ólympíuumspilið sem fram fer eftir tvær vikur. Þar keppa Króatar við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum í París. Dagur þjálfaði einmitt Þýskaland og Austurríki á sínum tíma og gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum 2016, auk þess að vinna brons á Ólympíuleikunum sama ár, áður en hann gerði samninginn góða við Japana.
Handbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira