Innbrot vegna snjallmæla Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar 1. mars 2024 11:00 Snjallmælar eru ekki nýjir af nálinni. Þrátt fyrir nafnið eru mælarnir ekki endilega „snjallir“ í þeim skilningi sem við leggjum í hugtakið í dag. Kynslóðamunurinn er frekar þroski frá því að vera feimnir unglingar yfir í ræðna einstaklinga. „Samskiptamælar“ er eiginlega réttnefni, en hljómar ekki jafn vel. Það er svo samskiptaeiginleikinn sem gerir þeim kleift að vera hluti af „snjallri“ uppsetningu. Ekki bara fyrir veitukerfin, heldur geta notendur keypt sérstök tengi á mælana, vilji þeir nota þá sem hluta af eigin heimastýringarkerfi. Nóg um það. Nýlega var mér send tilkynning að skipta ætti út mælunum á mínu heimili. Hún fór hins vegar alveg framhjá mér og fyrir vikið var enginn heima til að hleypa þeim inn. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað ég var hissa þegar ég tók eftir því að allt í einu voru komnir snjallmælar á heimilið. Segi ykkur snöggvast frá þremur vandamálum eins og þau birtust mér. Vandamál nr 1 (fyrra innbrotið) Sjálfsagt var lásasmiður með í för, því einhvern veginn komust þeir inn í mannlaust, lokað, læst, húsið til þess að skipta um mæla eins og ekkert væri sjálfsagðara. Finnst ykkur það almennt í lagi? Er það ekki innbrot? Svo ekki sé minnst á hvað ef ég vildi ekki hafa snjallmæli á heimilinu. Vandamál nr 2 (seinna innbrotið) Greinilega eru einhver verðmæti í þessum mælum. Innan við 2 vikum eftir að gatan hafði verið snjallvædd, komum við heim og sáum að brotist hafði verið inn. Í fyrstu var ákveðinn léttir að litlu virtist hafa verið stolið og alls engu stóru eða fyrirferðarmiklu. Húsið reyndist þó bæði heitavatns- og rafmagnslaust. Við nánari athugun kom í ljós að nýju mælana vantaði. Víða um hverfið reyndist vera sama sagan. Passað hafði verið að mælavæðingunni væri lokið og svo einfaldlega gengið á flest hús sem reyndust mannlaus og snjallmælunum stolið. Vandamál nr 3. Manni bregður við grípandi fyrirsögn um eitthvað sem er í umræðunni og les því áfram. Jafnvel gapandi af hneykslan og því eins opinn og trúgjarn á vitleysuna og hægt er. Hún á því greiða leið beint inn í hausinn og maður deilir henni um allt, gjarnan á innsoginu, í hneykslistón. Það vandamál er mjög útbreitt og mörg okkar virðast lítt spennt fyrir því að gera neitt í málinu. Óháð afleiðingum, jafnvel alvarlegum. Fyrir vikið lifir hópur fólks lífinu byggt á kolröngum upplýsingum og því með kolranga mynd af heiminum og ástandi hans. Heldur jafnvel að allt sé að fara til fjandans. Auðvitað gerðist ekkert af þessu sem ég nefni hér á undan og snjallmælar skipta engu máli í þessu samhengi. Trikkið virkar samt alltaf aftur og aftur. Í besta falli hugsa nokkrir með sér „djö, þarna lét ég plata mig“ meðan augun leita að næstu æsispennandi fyrirsögn. Þó þú sjáir í gegnum nokkrar slíkar, ef þú kýst að sækjast eftir þeim sem flestum, t.d. í gegnum æsifrétta- eða samfélagsmiðla þá verður magnið samt slíkt að þitt norm færist til hliðar. Þú gætir smám saman trúað því að þú búir við sífellda ógn, jafnvel þó hið gagnstæða sé satt. Ferð að trúa því að einhver allt annar beri ábyrgð á þeim vanda sem þú sérð. Vanda sem er kannski í raun agnarsmár, jafnvel ekki einu sinni raunverulegur. Dropinn holar steininn Af hverju er enn svona mikið um fjársvik á netinu? Af því þau virka. Það þarf ekki nema agnarsmátt hlutfall að virka til þess að það borgi sig að halda áfram, svo þá er um að gera að dreifa blekkingunum sem víðast, sem oftast. Svipað á við hér. Það skiptir í raun engu hvort þú fallir fyrir ákveðinni lygi eða ekki. Svo lengi sem séð er til þess að magnið sé nægilegt, síast þetta inn á endanum. Fyrr eða síðar breytist viðhorfið. Afleiðingin er ekki bara upplýsingaóreiða, heldur einnig – fyrir suma – athygli, völd og peningar. Slíkt sjáum við skýrt þegar opinberuð eru t.d. fjárhagsleg áhrif þess að halda fram lygum á t.d. X og öðrum miðlum. Sjaldan hefur sannleikurinn þvælst fyrir þeim sem vilja sannfæra þig um sinn raunveruleika og/eða græða á þér. Gömul og vel þekkt er sú staðreynd að hræddu fólki er auðvelt að stýra. Snákaolía hefur alltaf haft sína sölumenn (og kaupendur!) og svikahrappar eru ekki nýjir af nálinni. Tæknivæðingin hefur þó einfaldað þeim leikinn. Auðvelt er að blekkja yfir netið, sérstaklega ef þú lætur þann blekkta svo sjá um að plata sem flesta í kringum sig. Ekki hjálpar kúltúr sem tekur þessu opnum örmum, því fyrir mörgum í dag virðist athygli vera mikilvægust af öllu. Heiðarleiki og traust eru hjá sumum aukaatriði, þegar athygli og mögulega peningar eru annars vegar. Áfram heldur svo nýja normið að færast og samfélagið að breytast. Hákarlinn Á árunum eftir 1975 hrundu hákarlastofnar, m.a. í höfunum kringum Bandaríkin. Margir hafa tengt þá þróun við kvikmyndina um kindina Ó (e. Jaws). Steven Spielberg var sagður hafa æst upp testósterón magn misvitra karla nægilega mikið til þess að þeir töldu hina mestu sönnun um karlmennsku sína að fara á hákarlaveiðar. Enn í dag vekur óskarsverðlauna tónlist John Williams upp mögnuð hughrif meðal margra og óþarfa hræðsla við hákarla virðist sannarlega hluti af arfleifð myndarinnar. Ljóst er að skammt þarf að leita eftir fleiri hræðslusögum sem skilið hafa eitthvað eftir í hugum almennings. Sögum sem leiddu eitthvað neikvætt af sér, jafnt í beinu framhaldi sem og lengi eftirá. Í tilfelli myndarinnar var auðvitað um að ræða skemmtiefni og afleiðingarnar nokkuð óvæntar. Þegar slíku er hins vegar viljandi beitt til þess að fá sínu framgengt, er málið öllu alvarlegra. Hvort sem að baki liggur siðblinda, draumar um pólitísk völd, deilur um trúmál, peningagræðgi eða annar glæpsamlegur tilgangur. Hver og einn þeirra einstaklinga tekur svo þátt í að færa normið, oftar en ekki til hins verra fyrir heildina. Meðfylgjandi myndir voru skapaðar af sköpunargreindinni DallE-3. Þú trúir vonandi ekki öllu sem þú sérð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Snjallmælar eru ekki nýjir af nálinni. Þrátt fyrir nafnið eru mælarnir ekki endilega „snjallir“ í þeim skilningi sem við leggjum í hugtakið í dag. Kynslóðamunurinn er frekar þroski frá því að vera feimnir unglingar yfir í ræðna einstaklinga. „Samskiptamælar“ er eiginlega réttnefni, en hljómar ekki jafn vel. Það er svo samskiptaeiginleikinn sem gerir þeim kleift að vera hluti af „snjallri“ uppsetningu. Ekki bara fyrir veitukerfin, heldur geta notendur keypt sérstök tengi á mælana, vilji þeir nota þá sem hluta af eigin heimastýringarkerfi. Nóg um það. Nýlega var mér send tilkynning að skipta ætti út mælunum á mínu heimili. Hún fór hins vegar alveg framhjá mér og fyrir vikið var enginn heima til að hleypa þeim inn. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað ég var hissa þegar ég tók eftir því að allt í einu voru komnir snjallmælar á heimilið. Segi ykkur snöggvast frá þremur vandamálum eins og þau birtust mér. Vandamál nr 1 (fyrra innbrotið) Sjálfsagt var lásasmiður með í för, því einhvern veginn komust þeir inn í mannlaust, lokað, læst, húsið til þess að skipta um mæla eins og ekkert væri sjálfsagðara. Finnst ykkur það almennt í lagi? Er það ekki innbrot? Svo ekki sé minnst á hvað ef ég vildi ekki hafa snjallmæli á heimilinu. Vandamál nr 2 (seinna innbrotið) Greinilega eru einhver verðmæti í þessum mælum. Innan við 2 vikum eftir að gatan hafði verið snjallvædd, komum við heim og sáum að brotist hafði verið inn. Í fyrstu var ákveðinn léttir að litlu virtist hafa verið stolið og alls engu stóru eða fyrirferðarmiklu. Húsið reyndist þó bæði heitavatns- og rafmagnslaust. Við nánari athugun kom í ljós að nýju mælana vantaði. Víða um hverfið reyndist vera sama sagan. Passað hafði verið að mælavæðingunni væri lokið og svo einfaldlega gengið á flest hús sem reyndust mannlaus og snjallmælunum stolið. Vandamál nr 3. Manni bregður við grípandi fyrirsögn um eitthvað sem er í umræðunni og les því áfram. Jafnvel gapandi af hneykslan og því eins opinn og trúgjarn á vitleysuna og hægt er. Hún á því greiða leið beint inn í hausinn og maður deilir henni um allt, gjarnan á innsoginu, í hneykslistón. Það vandamál er mjög útbreitt og mörg okkar virðast lítt spennt fyrir því að gera neitt í málinu. Óháð afleiðingum, jafnvel alvarlegum. Fyrir vikið lifir hópur fólks lífinu byggt á kolröngum upplýsingum og því með kolranga mynd af heiminum og ástandi hans. Heldur jafnvel að allt sé að fara til fjandans. Auðvitað gerðist ekkert af þessu sem ég nefni hér á undan og snjallmælar skipta engu máli í þessu samhengi. Trikkið virkar samt alltaf aftur og aftur. Í besta falli hugsa nokkrir með sér „djö, þarna lét ég plata mig“ meðan augun leita að næstu æsispennandi fyrirsögn. Þó þú sjáir í gegnum nokkrar slíkar, ef þú kýst að sækjast eftir þeim sem flestum, t.d. í gegnum æsifrétta- eða samfélagsmiðla þá verður magnið samt slíkt að þitt norm færist til hliðar. Þú gætir smám saman trúað því að þú búir við sífellda ógn, jafnvel þó hið gagnstæða sé satt. Ferð að trúa því að einhver allt annar beri ábyrgð á þeim vanda sem þú sérð. Vanda sem er kannski í raun agnarsmár, jafnvel ekki einu sinni raunverulegur. Dropinn holar steininn Af hverju er enn svona mikið um fjársvik á netinu? Af því þau virka. Það þarf ekki nema agnarsmátt hlutfall að virka til þess að það borgi sig að halda áfram, svo þá er um að gera að dreifa blekkingunum sem víðast, sem oftast. Svipað á við hér. Það skiptir í raun engu hvort þú fallir fyrir ákveðinni lygi eða ekki. Svo lengi sem séð er til þess að magnið sé nægilegt, síast þetta inn á endanum. Fyrr eða síðar breytist viðhorfið. Afleiðingin er ekki bara upplýsingaóreiða, heldur einnig – fyrir suma – athygli, völd og peningar. Slíkt sjáum við skýrt þegar opinberuð eru t.d. fjárhagsleg áhrif þess að halda fram lygum á t.d. X og öðrum miðlum. Sjaldan hefur sannleikurinn þvælst fyrir þeim sem vilja sannfæra þig um sinn raunveruleika og/eða græða á þér. Gömul og vel þekkt er sú staðreynd að hræddu fólki er auðvelt að stýra. Snákaolía hefur alltaf haft sína sölumenn (og kaupendur!) og svikahrappar eru ekki nýjir af nálinni. Tæknivæðingin hefur þó einfaldað þeim leikinn. Auðvelt er að blekkja yfir netið, sérstaklega ef þú lætur þann blekkta svo sjá um að plata sem flesta í kringum sig. Ekki hjálpar kúltúr sem tekur þessu opnum örmum, því fyrir mörgum í dag virðist athygli vera mikilvægust af öllu. Heiðarleiki og traust eru hjá sumum aukaatriði, þegar athygli og mögulega peningar eru annars vegar. Áfram heldur svo nýja normið að færast og samfélagið að breytast. Hákarlinn Á árunum eftir 1975 hrundu hákarlastofnar, m.a. í höfunum kringum Bandaríkin. Margir hafa tengt þá þróun við kvikmyndina um kindina Ó (e. Jaws). Steven Spielberg var sagður hafa æst upp testósterón magn misvitra karla nægilega mikið til þess að þeir töldu hina mestu sönnun um karlmennsku sína að fara á hákarlaveiðar. Enn í dag vekur óskarsverðlauna tónlist John Williams upp mögnuð hughrif meðal margra og óþarfa hræðsla við hákarla virðist sannarlega hluti af arfleifð myndarinnar. Ljóst er að skammt þarf að leita eftir fleiri hræðslusögum sem skilið hafa eitthvað eftir í hugum almennings. Sögum sem leiddu eitthvað neikvætt af sér, jafnt í beinu framhaldi sem og lengi eftirá. Í tilfelli myndarinnar var auðvitað um að ræða skemmtiefni og afleiðingarnar nokkuð óvæntar. Þegar slíku er hins vegar viljandi beitt til þess að fá sínu framgengt, er málið öllu alvarlegra. Hvort sem að baki liggur siðblinda, draumar um pólitísk völd, deilur um trúmál, peningagræðgi eða annar glæpsamlegur tilgangur. Hver og einn þeirra einstaklinga tekur svo þátt í að færa normið, oftar en ekki til hins verra fyrir heildina. Meðfylgjandi myndir voru skapaðar af sköpunargreindinni DallE-3. Þú trúir vonandi ekki öllu sem þú sérð.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun