Ten Hag segir Bruno vera með mjög háan sársaukaþröskuld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 12:00 Bruno Fernandes lagði upp markið sem kom Manchester United í næstu umferð enska bikarsins. Getty/ Catherine Ivill Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sakaði leikmenn Nottingham Forest um að vera með skotmark á Bruno Fernandes í bikarleiknum í gærkvöldi og segir að gagnrýnin á leikaraskap Portúgalann sé hreinlega aumkunarverð. Fernandes átti aukaspyrnuna sem bjó til sigurmark Casemiro rétt fyrir leikslok. Fyrir vikið tryggði United sér leik á móti Liverpool í átta liða úrslitunum. „Þú sást að leikmenn Forest ætluðu sér að ná honum. Þeir brutu mikið á honum og þeir gáfu honum ekkert pláss þegar hann átti að fá boltann,“ sagði Erik ten Hag. ESPN segir frá. Hinn 29 ára gamli miðjumaður sást haltra í leiknum og Ten Hag talaði um ósanngjarna umræðu um leikaraskap Portúgalans. Bruno Fernandes has now scored or assisted 15 goals this season, he's now been involved in 15+ goals each season he has played for Manchester United:2019/20 ~ 12 8 2020/21 ~ 28 18 2021/22 ~ 10 14 2022/23 ~ 14 13 2023/24 ~ 7 8 Magnifico. pic.twitter.com/g3rFZsrWbI— Statman Dave (@StatmanDave) February 28, 2024 Bruno fékk á sig mikla gagnrýni eftir Fulham leikinn um helgina. Þá lá hann í grasinu eftir að því virtist litla snertingu en stökk síðan upp til að taka þátt í lofandi sókn. „Ég sé að samfélagsmiðlarnir eru að gagnrýna hann. Það er aumkunarvert. Hann meiddist alvarlega en hélt samt áfram að spila á laugardaginn. Hann barðist líka fyrir því að vera hluti af þessum leik,“ sagði Ten Hag. Hollenski stjórinn vildi þó ekki tala um hver þessi alvarlegu meiðsli væru. Ten Hag segir að Bruno hafi verið að spila í gegnum sársaukann í leiknum í gær. „Hann hefur mjög háan sársaukaþröskuld og í fyrra gerði hann svipað á móti Tottenham og að ég held í undanúrslitaleiknum á móti Brighton. Það sýnir leiðtogahæfileika hans,“ sagði Ten Hag. Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Nottingham Forest, tók ekki undir þessa gagnrýni Ten Hag. „Ég sá ekki það sem Erik sá. Fernandes er mjög góður leikmaður. Það þarf að hafa stjórn á honum. Við gerðum það á sanngjarnan hátt,“ sagði Nuno Espirito Santo. Is criticism of Bruno Fernandes unfair?#BBCFootball pic.twitter.com/4UeCSJXRUX— Match of the Day (@BBCMOTD) February 28, 2024 Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Fernandes átti aukaspyrnuna sem bjó til sigurmark Casemiro rétt fyrir leikslok. Fyrir vikið tryggði United sér leik á móti Liverpool í átta liða úrslitunum. „Þú sást að leikmenn Forest ætluðu sér að ná honum. Þeir brutu mikið á honum og þeir gáfu honum ekkert pláss þegar hann átti að fá boltann,“ sagði Erik ten Hag. ESPN segir frá. Hinn 29 ára gamli miðjumaður sást haltra í leiknum og Ten Hag talaði um ósanngjarna umræðu um leikaraskap Portúgalans. Bruno Fernandes has now scored or assisted 15 goals this season, he's now been involved in 15+ goals each season he has played for Manchester United:2019/20 ~ 12 8 2020/21 ~ 28 18 2021/22 ~ 10 14 2022/23 ~ 14 13 2023/24 ~ 7 8 Magnifico. pic.twitter.com/g3rFZsrWbI— Statman Dave (@StatmanDave) February 28, 2024 Bruno fékk á sig mikla gagnrýni eftir Fulham leikinn um helgina. Þá lá hann í grasinu eftir að því virtist litla snertingu en stökk síðan upp til að taka þátt í lofandi sókn. „Ég sé að samfélagsmiðlarnir eru að gagnrýna hann. Það er aumkunarvert. Hann meiddist alvarlega en hélt samt áfram að spila á laugardaginn. Hann barðist líka fyrir því að vera hluti af þessum leik,“ sagði Ten Hag. Hollenski stjórinn vildi þó ekki tala um hver þessi alvarlegu meiðsli væru. Ten Hag segir að Bruno hafi verið að spila í gegnum sársaukann í leiknum í gær. „Hann hefur mjög háan sársaukaþröskuld og í fyrra gerði hann svipað á móti Tottenham og að ég held í undanúrslitaleiknum á móti Brighton. Það sýnir leiðtogahæfileika hans,“ sagði Ten Hag. Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Nottingham Forest, tók ekki undir þessa gagnrýni Ten Hag. „Ég sá ekki það sem Erik sá. Fernandes er mjög góður leikmaður. Það þarf að hafa stjórn á honum. Við gerðum það á sanngjarnan hátt,“ sagði Nuno Espirito Santo. Is criticism of Bruno Fernandes unfair?#BBCFootball pic.twitter.com/4UeCSJXRUX— Match of the Day (@BBCMOTD) February 28, 2024
Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira