Tekur góðu kaflana með í næsta leik: „Fullt af köflum sem voru flottir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2024 22:02 Arnar Pétursson segir að íslenska liðið geti tekið ýmislegt með sér í seinni leikinn gegn Svíum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, segir að lokatölurnar í 13 marka tapi Íslands gegn Svíum í undankeppni EM 2024 gefi ekki rétta mynd af leiknum sem spilaður var. „Þetta var fullstórt. Við gáfum aðeins of mikið eftir á lokakaflanum og vorum að gefa þeim aðeins of auðveld mörk eftir að hafa lengst af spilað ágætlega,“ sagði Arnar í leikslok. Eftir góða byrjun íslenska liðsins fann það sænska lausnir varnarlega og þvingaði íslensku stelpurnar í erfið skot eftir langar sóknir. „Mér fannst nú hendin koma allt of snemma upp hjá dómurunum og allt of oft. En vissulega var það kannski saga leiksins. Þetta er sterkur andstæðingur og auðvitað er krefjandi að eiga við þær, en það er margt í leiknum sem við getum tekið með okkur, verið nokkuð ánægð með og bætt við.“ „En það er líka ofboðslega margt sem við lærum af og gerðum ekki vel. Því miður voru þeir kaflar undir lokin bara of langir og of dýrir.“ Þá segir hann gæðin í sænska liðinu hafa orðið til þess að íslensku stelpurnar ógnuðu í raun aldrei þeirra forskoti. „Það eru auðvitað bara gæðin í liðinu. Svo kemur þessi lokakafli sem var okkur mjög erfiður. Það er sagan í þessu og svona lið refsa. Við vitum það alveg og vissum það alveg fyrirfram að öll mistök sem við gerum, okkur er refsað fyrir þau. Við fengum bara enn eina sönnunina á því í dag. Um leið og við réttum þeim boltann á of einfaldan máta þá refsa þær og þær gerðu það grimmt síðustu mínúturnar.“ „En aftur, það var margt sem við gerðum vel. Við verðum auðvitað bara að skoða þetta því við vorum í djúpu lauginni í dag með margar ungar stelpur sem eru ekki með mikla reynslu í þessu. Laugin verður enn dýpri á laugardaginn og við þurfum bara að kafa til að finna hluti sem virka til að reyna að lengja góðu kaflana og bæta í.“ Þá segir Arnar að það sé ýmislegt sem íslenska liðið geti tekið með sér í lekinn gegn Svíum ytra næstkomandi laugardag. „Það eru fullt af köflum sem voru bara flottir og mér fannst að þegar við náðum að lengja sóknirnar um eina til tvær sendingar og vorum að spila okkur aðeins lengra inn í kerfin þá vorum við að fá færi. Mér fannst að þegar við vorum að komast í vörn og að standa vörn að þá gerðum við það vel. Við þurfum einfaldlega að lengja þá kafla. Við þurfum bara að koma okkur heim og skila boltanum betur af okkur en við gerðum í þessum leik,“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“ Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands. 28. febrúar 2024 21:52 „Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46 Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
„Þetta var fullstórt. Við gáfum aðeins of mikið eftir á lokakaflanum og vorum að gefa þeim aðeins of auðveld mörk eftir að hafa lengst af spilað ágætlega,“ sagði Arnar í leikslok. Eftir góða byrjun íslenska liðsins fann það sænska lausnir varnarlega og þvingaði íslensku stelpurnar í erfið skot eftir langar sóknir. „Mér fannst nú hendin koma allt of snemma upp hjá dómurunum og allt of oft. En vissulega var það kannski saga leiksins. Þetta er sterkur andstæðingur og auðvitað er krefjandi að eiga við þær, en það er margt í leiknum sem við getum tekið með okkur, verið nokkuð ánægð með og bætt við.“ „En það er líka ofboðslega margt sem við lærum af og gerðum ekki vel. Því miður voru þeir kaflar undir lokin bara of langir og of dýrir.“ Þá segir hann gæðin í sænska liðinu hafa orðið til þess að íslensku stelpurnar ógnuðu í raun aldrei þeirra forskoti. „Það eru auðvitað bara gæðin í liðinu. Svo kemur þessi lokakafli sem var okkur mjög erfiður. Það er sagan í þessu og svona lið refsa. Við vitum það alveg og vissum það alveg fyrirfram að öll mistök sem við gerum, okkur er refsað fyrir þau. Við fengum bara enn eina sönnunina á því í dag. Um leið og við réttum þeim boltann á of einfaldan máta þá refsa þær og þær gerðu það grimmt síðustu mínúturnar.“ „En aftur, það var margt sem við gerðum vel. Við verðum auðvitað bara að skoða þetta því við vorum í djúpu lauginni í dag með margar ungar stelpur sem eru ekki með mikla reynslu í þessu. Laugin verður enn dýpri á laugardaginn og við þurfum bara að kafa til að finna hluti sem virka til að reyna að lengja góðu kaflana og bæta í.“ Þá segir Arnar að það sé ýmislegt sem íslenska liðið geti tekið með sér í lekinn gegn Svíum ytra næstkomandi laugardag. „Það eru fullt af köflum sem voru bara flottir og mér fannst að þegar við náðum að lengja sóknirnar um eina til tvær sendingar og vorum að spila okkur aðeins lengra inn í kerfin þá vorum við að fá færi. Mér fannst að þegar við vorum að komast í vörn og að standa vörn að þá gerðum við það vel. Við þurfum einfaldlega að lengja þá kafla. Við þurfum bara að koma okkur heim og skila boltanum betur af okkur en við gerðum í þessum leik,“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“ Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands. 28. febrúar 2024 21:52 „Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46 Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
„Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“ Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands. 28. febrúar 2024 21:52
„Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46