Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 74-75 | Tryggði deildarmeistaratitil á síðustu sekúndu leiksins Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 28. febrúar 2024 21:15 Daniela Wallen Morillo [nr. 6] tryggði Keflavík deildarmeistaratitilinn á síðustu sekúndu leiksins Vísir/Hulda Margrét Keflavík er deildarmeistari í Subway-deild kvenna eftir æsispennandi 74-75 sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni. Daniela Morillo tryggði Keflavík sigurinn af vítalínunni þegar innan við sekúnda var eftir af leiknum. Það voru heima konurnar í Njarðvík sem settu fyrstu stig leiksins á töfluna en þar var að verki Selena Lott eftir frábæran undirbúning með Emilie Sofie. Hægfara byrjun en hertist þegar líða tók á Liðin voru lengi að komast í gang sóknarlega en á móti spiluðu bæði lið frábæra vörn á fyrstu mínútur leiksins. Bæði lið áttu í vandræðum með að finna leiðir í gegnum varnirnar en það voru þó Njarðvík sem komust í fyrsta áhlaup leiksins og sóttu forskot sem þær héldu vel í út leikhlutann. Njarðvíkurliðið var skrefi á undan nágrönnum sínum í Keflavík það sem eftir liði leikhlutans og leiddu 20-13 þegar flautan gall eftir fyrsta leikhluta. Keflavík mættu þó grimmar inn í annan leikhluta og voru beittari í aðgerðum sínum að körfunni. Þær settu niður fyrstu stig leikhlutans og byrjuðu að saxa á forskot Njarðvíkinga. Keflavík náðu að frysta sóknarleik Njarðvíkur liðsins og komust í gott áhlaup og náðu að snúa taflinu við um miðbik leikhlutans en þá setti Anna Ingunn Svansdóttir niður gott skot og kom Keflavík yfir í fyrsta skipti í leiknum. Selena Lott sem hafði haft hægt um sig í öðrum leikhluta eftir frábæran fyrsta leikhluta komst á vítalínuna í tvígang og náði að koma langþráðum stigum frá Njarðvík á töfluna. Selena Lott leiddi svo áhlaup Njarðvíkur sem náðu aftur tökum á leiknum og fóru inn í hlé 35-33 forystu. Keflavík mættu mun grimmari til leiks inn í síðari hálfleikinn og Birna Benónýsdóttir setti niður þrist fyrir gestina til að keyra seinni hálfleikinn í gang. Héldu Njarðvíkingum í hæfilegri fjarlægð Keflavík settu niður fyrstu tíu stig seinni hálfleiksins áður en Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur var búin að sjá nóg og tók leikhlé til að reyna leiðbeina sínum leikmönnum aftur inn í leikinn. Njarðvíkurliðið átti eftir að ná áttum en Keflavík var búið að sækja sér afar myndarlegt forskot. Njarðvík reyndi að saxa á forskot Keflavíkur en á tíma leit út fyrir að allt sem Keflavík reyndi fór ofan í. Keflavík héldu Njarðvíkingum í hæfilegri fjarlægð og fóru með sjö stiga forskot inn í síðasta leikhlutann, 51-58. Selena Lott setti niður fyrstu stig fjórða leikhluta af vítalínunni fyrir Njarðvík og var það upphafið af frábæru áhlaupi frá Njarðvík sem settu niður fyrstu átta stig leikhlutans og náðu að endurheimta forystuna um stundarsakir með þrist frá Jönu Falsdóttur. Skoraði úr víti á síðustu sekúndu leiksins Það var gríðarleg barátta sem einkenndi loka mínútur leiksins og liðin voru hnífjöfn lengst af. Keflavík setti niður stór skot en Njarðvík náði að svara og gríðarleg spenna var á loka mínútum leiksins. Njarðvík jafnaði leikinn í 74-74 og það voru um fimm sekúndur eftir af leiktímanum þegar Keflavík stillti upp í sókn. Daniela Wallen fór í erfitt skot en sótti snertingu að mati dómara sem dæmdu vítaskot og Daniela fór á vítalínuna. Fyrsta vítið geygaði en seinna vítið fór ofan í og tryggði Keflavík sigur 74-75 í hrein mögnuðum leik. Af hverju vann Keflavík? Bæði lið sýndu mikla baráttu og elju. Þegar öllu er á botnin hvolft áttu bæði lið líklega skilið að fá eitthvað úr þessum leik en frábær byrjun Keflavíkur í síðari hálfleik fór ansi langt með þetta og stendur upp úr þegar talið er upp úr hattinum góða. Hverjir stóðu upp úr? Birna Benónýsdóttir setti niður mikilvæg skot á mikilvægum augnablikum fyrir Keflavík. Sara Rún Hinriksdóttir var líka mikilvæg. Hjá Njarðvík voru það Selena Lott, Emilie Sofie Hesseldal og Jana Falsdóttir sem báru af. Hvað gekk illa? Bæði lið gengu í gegnum kafla þar sem sóknarleikurinn datt niður en heilt yfir var þetta mjög vel spilaður leikur hjá báðum liðum. Hvað gerist næst? Njarðvík heimsækir Grindavík í næstu umferð í Smáranum. Keflavík tekur á móti Stjörnunni í Blue höllinni í Keflavík. Sverrir Þór: Verður svakalegasta úrslitakeppni sem hefur sést lengi Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét „Þetta var sætur sigur. Ég hefði alveg verið til í að sleppa því að hleypa þessu í að leyfa þeim að jafna undir lokin. Við gerðum illa og köstum boltanum frá okkur og komum þeim inn í leikinn þarna undir blálokin en við klárum þetta og það er það sem stendur upp úr.“ Sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Njarðvík fór með forystuna inn í hálfleikinn en það var frábær byrjun Keflavíkur sem á endanum fór langleiðina með að tryggja sigurinn þegar uppi var staðið. „Já, við spiluðum mun betur í seinni en mér fannst þetta alls ekkert sérstakur leikur af okkar hálfu. Þetta var náttúrulega bara eins og ég bjóst við fyrir fram að þetta yrði bara stál í stál, tvö hörku lið að mætast og mikil barátta en við náðum að frákasta örlítið betur en þær og fórum að setja nokkur mikilvæg skot niður í seinni hálfleik. Við vorum ekkert að hitta vel í fyrri og vorum ekkert að fá af fríum skotum, Njarðvík voru að gera vel þar en við vorum ekki að refsa þeim annars staðar sem að það var hægt nógu vel en góður sigur og sætt að ná að vinna svona nauman sigur.“ Leikirnir milli þessara liða hafa alltaf verið mikil skemmtun og á því varð enginn breyting í kvöld. „Svona verður þetta út leiktíðina. Við eigum þær í bikarnum og það verður þvílíkur leikur. Við eigum fjögurra liða úrslit í bikarnum á móti þeim og ég held að það verður þegar það líður á. Við erum komin undir endan á þessari deildarkeppni og helmig eftir að þetta var skipt upp. Þetta verður svo svakalegasta úrslitakeppni sem hefur sést lengi því það eru svo svakalega mörg sterk lið.“ Þrátt fyrir að vera orðnar deildarmeistarar býst Sverrir Þór ekki við því að það verði erfitt að halda leikmönnum niðri á jörðinni. „Nei, við þurfum bara að fókusera á hvað sé næsta verkefni og hvernig við getum farið í það og reynt að vinna það og landa sigri. Það gefur okkur ekkert einhver leikur sem að við unnum í gær eða fyrir viku síðan. Við verðum bara að halda fókus ef við ætlum að gera eitthvað af viti í vetur.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF
Keflavík er deildarmeistari í Subway-deild kvenna eftir æsispennandi 74-75 sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni. Daniela Morillo tryggði Keflavík sigurinn af vítalínunni þegar innan við sekúnda var eftir af leiknum. Það voru heima konurnar í Njarðvík sem settu fyrstu stig leiksins á töfluna en þar var að verki Selena Lott eftir frábæran undirbúning með Emilie Sofie. Hægfara byrjun en hertist þegar líða tók á Liðin voru lengi að komast í gang sóknarlega en á móti spiluðu bæði lið frábæra vörn á fyrstu mínútur leiksins. Bæði lið áttu í vandræðum með að finna leiðir í gegnum varnirnar en það voru þó Njarðvík sem komust í fyrsta áhlaup leiksins og sóttu forskot sem þær héldu vel í út leikhlutann. Njarðvíkurliðið var skrefi á undan nágrönnum sínum í Keflavík það sem eftir liði leikhlutans og leiddu 20-13 þegar flautan gall eftir fyrsta leikhluta. Keflavík mættu þó grimmar inn í annan leikhluta og voru beittari í aðgerðum sínum að körfunni. Þær settu niður fyrstu stig leikhlutans og byrjuðu að saxa á forskot Njarðvíkinga. Keflavík náðu að frysta sóknarleik Njarðvíkur liðsins og komust í gott áhlaup og náðu að snúa taflinu við um miðbik leikhlutans en þá setti Anna Ingunn Svansdóttir niður gott skot og kom Keflavík yfir í fyrsta skipti í leiknum. Selena Lott sem hafði haft hægt um sig í öðrum leikhluta eftir frábæran fyrsta leikhluta komst á vítalínuna í tvígang og náði að koma langþráðum stigum frá Njarðvík á töfluna. Selena Lott leiddi svo áhlaup Njarðvíkur sem náðu aftur tökum á leiknum og fóru inn í hlé 35-33 forystu. Keflavík mættu mun grimmari til leiks inn í síðari hálfleikinn og Birna Benónýsdóttir setti niður þrist fyrir gestina til að keyra seinni hálfleikinn í gang. Héldu Njarðvíkingum í hæfilegri fjarlægð Keflavík settu niður fyrstu tíu stig seinni hálfleiksins áður en Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur var búin að sjá nóg og tók leikhlé til að reyna leiðbeina sínum leikmönnum aftur inn í leikinn. Njarðvíkurliðið átti eftir að ná áttum en Keflavík var búið að sækja sér afar myndarlegt forskot. Njarðvík reyndi að saxa á forskot Keflavíkur en á tíma leit út fyrir að allt sem Keflavík reyndi fór ofan í. Keflavík héldu Njarðvíkingum í hæfilegri fjarlægð og fóru með sjö stiga forskot inn í síðasta leikhlutann, 51-58. Selena Lott setti niður fyrstu stig fjórða leikhluta af vítalínunni fyrir Njarðvík og var það upphafið af frábæru áhlaupi frá Njarðvík sem settu niður fyrstu átta stig leikhlutans og náðu að endurheimta forystuna um stundarsakir með þrist frá Jönu Falsdóttur. Skoraði úr víti á síðustu sekúndu leiksins Það var gríðarleg barátta sem einkenndi loka mínútur leiksins og liðin voru hnífjöfn lengst af. Keflavík setti niður stór skot en Njarðvík náði að svara og gríðarleg spenna var á loka mínútum leiksins. Njarðvík jafnaði leikinn í 74-74 og það voru um fimm sekúndur eftir af leiktímanum þegar Keflavík stillti upp í sókn. Daniela Wallen fór í erfitt skot en sótti snertingu að mati dómara sem dæmdu vítaskot og Daniela fór á vítalínuna. Fyrsta vítið geygaði en seinna vítið fór ofan í og tryggði Keflavík sigur 74-75 í hrein mögnuðum leik. Af hverju vann Keflavík? Bæði lið sýndu mikla baráttu og elju. Þegar öllu er á botnin hvolft áttu bæði lið líklega skilið að fá eitthvað úr þessum leik en frábær byrjun Keflavíkur í síðari hálfleik fór ansi langt með þetta og stendur upp úr þegar talið er upp úr hattinum góða. Hverjir stóðu upp úr? Birna Benónýsdóttir setti niður mikilvæg skot á mikilvægum augnablikum fyrir Keflavík. Sara Rún Hinriksdóttir var líka mikilvæg. Hjá Njarðvík voru það Selena Lott, Emilie Sofie Hesseldal og Jana Falsdóttir sem báru af. Hvað gekk illa? Bæði lið gengu í gegnum kafla þar sem sóknarleikurinn datt niður en heilt yfir var þetta mjög vel spilaður leikur hjá báðum liðum. Hvað gerist næst? Njarðvík heimsækir Grindavík í næstu umferð í Smáranum. Keflavík tekur á móti Stjörnunni í Blue höllinni í Keflavík. Sverrir Þór: Verður svakalegasta úrslitakeppni sem hefur sést lengi Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét „Þetta var sætur sigur. Ég hefði alveg verið til í að sleppa því að hleypa þessu í að leyfa þeim að jafna undir lokin. Við gerðum illa og köstum boltanum frá okkur og komum þeim inn í leikinn þarna undir blálokin en við klárum þetta og það er það sem stendur upp úr.“ Sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Njarðvík fór með forystuna inn í hálfleikinn en það var frábær byrjun Keflavíkur sem á endanum fór langleiðina með að tryggja sigurinn þegar uppi var staðið. „Já, við spiluðum mun betur í seinni en mér fannst þetta alls ekkert sérstakur leikur af okkar hálfu. Þetta var náttúrulega bara eins og ég bjóst við fyrir fram að þetta yrði bara stál í stál, tvö hörku lið að mætast og mikil barátta en við náðum að frákasta örlítið betur en þær og fórum að setja nokkur mikilvæg skot niður í seinni hálfleik. Við vorum ekkert að hitta vel í fyrri og vorum ekkert að fá af fríum skotum, Njarðvík voru að gera vel þar en við vorum ekki að refsa þeim annars staðar sem að það var hægt nógu vel en góður sigur og sætt að ná að vinna svona nauman sigur.“ Leikirnir milli þessara liða hafa alltaf verið mikil skemmtun og á því varð enginn breyting í kvöld. „Svona verður þetta út leiktíðina. Við eigum þær í bikarnum og það verður þvílíkur leikur. Við eigum fjögurra liða úrslit í bikarnum á móti þeim og ég held að það verður þegar það líður á. Við erum komin undir endan á þessari deildarkeppni og helmig eftir að þetta var skipt upp. Þetta verður svo svakalegasta úrslitakeppni sem hefur sést lengi því það eru svo svakalega mörg sterk lið.“ Þrátt fyrir að vera orðnar deildarmeistarar býst Sverrir Þór ekki við því að það verði erfitt að halda leikmönnum niðri á jörðinni. „Nei, við þurfum bara að fókusera á hvað sé næsta verkefni og hvernig við getum farið í það og reynt að vinna það og landa sigri. Það gefur okkur ekkert einhver leikur sem að við unnum í gær eða fyrir viku síðan. Við verðum bara að halda fókus ef við ætlum að gera eitthvað af viti í vetur.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti