Aukin skjálftavirkni og þolmörk að nálgast Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2024 11:39 Benedikt G. Ófeigsson, fagstóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að gos geti í raun hafist henær sem er. vísir/arnar Skjálftavirkni við kvikuganginn á Reykjanesskaga hefur aukist sem bendir til þess að kvikumagnið sé komið að þolmörkum. Fagstjóri hjá Veðurstofunni segir áhyggjuefni að fólk sé að gista í Grindavík en vonar að það sé tilbúið að yfirgefa bæinn í flýti. Kvikumagnið undir Svartsengi stendur nú í um átta milljón rúmmetrum að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Það eru neðri mörkin miðað við það sem hlaupið hefur úr hólfinu í síðustu gosum „Þetta er að vaxa um svona hálfa milljón á dag þannnig að við nálgumst þetta „besta“ gildi miðað við matið á því sem fór út, sem er í kringum tíu. Það næst kannski á föstudag eða laugardag. Staðan er bara þannig núna að við getum búist við gosi hvenær sem er,“ segir Benedikt. Tvö hundruð Laugardalslaugar á dag Til að setja magnið sem streymir daglega inn í kvikuhólfið í samhengi má nefna að í innisundlaug Laugardalslaugar eru um 2.500 rúmmetrar af vatni. Því má segja að kvika sem myndi fylla tvö hundruð slíkar laugar bætist þar við á hverjum degi. Um þessar mundir er gist í um tíu húsum í Grindavík.vísir/Vilhelm Langlíklegast er talið að kvikan komi upp á svipuðum slóðum og síðast eða á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Talsvert var um skjálfta við kikuganginn í nótt og smáskjálftahrina á fjórða tímanum. „Það er eins og virknin sé aðeins að aukast í kringum þetta, sem bendir til þess að þetta sé að nálgast einhver brotmörk. Þetta er svona farið að nálgast þau mörk sem þetta þolir og þá fer að sjást aðeins meiri virkni í kringum þetta,“ segir Benedikt. Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við þrjátíu mínútna. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum er gist í um tíu húsum í Grindavík. „Það er alltaf aðeins áhyggjuefni að fólk sé að gista þarna en þetta er náttúrulega fólk sem veit hvað er að fara gerast og er tilbúið. Eins og þau hafa talað virðast þau klár í að fara hvenær sem er, hvort sem það sé að nóttu eða degi. Þannig ég vona bara að það sé staðan,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Kvikumagnið undir Svartsengi stendur nú í um átta milljón rúmmetrum að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Það eru neðri mörkin miðað við það sem hlaupið hefur úr hólfinu í síðustu gosum „Þetta er að vaxa um svona hálfa milljón á dag þannnig að við nálgumst þetta „besta“ gildi miðað við matið á því sem fór út, sem er í kringum tíu. Það næst kannski á föstudag eða laugardag. Staðan er bara þannig núna að við getum búist við gosi hvenær sem er,“ segir Benedikt. Tvö hundruð Laugardalslaugar á dag Til að setja magnið sem streymir daglega inn í kvikuhólfið í samhengi má nefna að í innisundlaug Laugardalslaugar eru um 2.500 rúmmetrar af vatni. Því má segja að kvika sem myndi fylla tvö hundruð slíkar laugar bætist þar við á hverjum degi. Um þessar mundir er gist í um tíu húsum í Grindavík.vísir/Vilhelm Langlíklegast er talið að kvikan komi upp á svipuðum slóðum og síðast eða á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Talsvert var um skjálfta við kikuganginn í nótt og smáskjálftahrina á fjórða tímanum. „Það er eins og virknin sé aðeins að aukast í kringum þetta, sem bendir til þess að þetta sé að nálgast einhver brotmörk. Þetta er svona farið að nálgast þau mörk sem þetta þolir og þá fer að sjást aðeins meiri virkni í kringum þetta,“ segir Benedikt. Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við þrjátíu mínútna. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum er gist í um tíu húsum í Grindavík. „Það er alltaf aðeins áhyggjuefni að fólk sé að gista þarna en þetta er náttúrulega fólk sem veit hvað er að fara gerast og er tilbúið. Eins og þau hafa talað virðast þau klár í að fara hvenær sem er, hvort sem það sé að nóttu eða degi. Þannig ég vona bara að það sé staðan,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira