Frjósemi nær sögulegum lægðum í Japan og Suður-Kóreu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2024 08:33 Sífellt færri pör í Japan og Suður-Kóreu velja að eignast börn, aðallega vegna kostnaðar og ástandsins á vinnumarkaði. Getty/Chung Sung-Jun Frjósemi í Japan og Suður-Kóreu náði metlægðum í fyrra. Í Japan fækkaði fæðingum áttunda árið í röð, um 5,1 prósent frá árinu 2022. Um er að ræða minnsta fjölda fæðinga frá því að Japan hóf að safna gögnum árið 1899. Í Suður-Kóreu dróst meðalfjöldi barna á hverja konu saman úr 0,78 árið 2022 í 0,72 árið 2023, sem er átta prósent samdráttur. Almennt er talið að konur þurfi að eignast 2,1 barn til að viðhalda mannfjöldanum. Suður-Kórea er eina ríkið innan OECD þar sem meðalfjöldi barna á konu er undir einum og þá er meðalaldur mæðra sem eru að eiga sitt fyrsta barn hvergi hærri, eða 33,6 ára. Ef fer sem horfir mun íbúum Suður-Kóreu fækka úr 50 milljónum í 26,8 milljónir fyrir árið 2100. Aðgerðaráætlun stjórnvalda, sem var hrundið af stað árið 2006, virðist ekki hafa haft tilætlaðan árangur jafnvel þótt um sé að ræða fjárfesting upp á 270 milljarða Bandaríkjadala. Áætlunin hefur meðal falið í sér ýmsar fjárhagslegar ívilnanir til foreldra, stuðning vegna ófrjósemi og barnagæslu. Pör segja hins vegar fjölda atriða koma í veg fyrir að þau velji að stækka fjölskylduna; meðal annars mikinn kostnað við að eignast og ala upp barn, hátt fasteignaverð og skort á vel launuðum störfum. Í Japan nefna menn svipaðar ástæður gegn því að eignast börn en þar hefur hjónaböndum einnig snarfækkað. Hjónaböndum fækkaði um 5,9 prósent í fyrra, í fyrsta sinn í 90 ár. Þetta á sinn þátt í minni fæðingatíðni, þar sem barneignir utan hjónabands eru fremur fátíðar í Japan. Yoshimasa Hayashi, sem gegnir embætti nokkurs konar framkvæmdastjóra ríkisstjórnar Japan, sagði við blaðamenn í gær að það væri aðeins skammur tími til stefnu til að snúa þróuninni við; eftir 2030 myndi ungu fólki fara fækkandi og þá yrði ekki aftur snúið. Forsætisráðherrann Fumio Kishida hefur sagt lága fæðingartíðni stærsta vandamálið sem Japan stendur frammi fyrir en sérfræðingar segja nauðsynlegt að stjórnvöld beini sjónum sínum í auknum mæli að yngstu aldurshópunum á barnseignaraldri, sem eru þeim fráhverfastir. Frjósemi Japan Suður-Kórea Mannfjöldi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Í Suður-Kóreu dróst meðalfjöldi barna á hverja konu saman úr 0,78 árið 2022 í 0,72 árið 2023, sem er átta prósent samdráttur. Almennt er talið að konur þurfi að eignast 2,1 barn til að viðhalda mannfjöldanum. Suður-Kórea er eina ríkið innan OECD þar sem meðalfjöldi barna á konu er undir einum og þá er meðalaldur mæðra sem eru að eiga sitt fyrsta barn hvergi hærri, eða 33,6 ára. Ef fer sem horfir mun íbúum Suður-Kóreu fækka úr 50 milljónum í 26,8 milljónir fyrir árið 2100. Aðgerðaráætlun stjórnvalda, sem var hrundið af stað árið 2006, virðist ekki hafa haft tilætlaðan árangur jafnvel þótt um sé að ræða fjárfesting upp á 270 milljarða Bandaríkjadala. Áætlunin hefur meðal falið í sér ýmsar fjárhagslegar ívilnanir til foreldra, stuðning vegna ófrjósemi og barnagæslu. Pör segja hins vegar fjölda atriða koma í veg fyrir að þau velji að stækka fjölskylduna; meðal annars mikinn kostnað við að eignast og ala upp barn, hátt fasteignaverð og skort á vel launuðum störfum. Í Japan nefna menn svipaðar ástæður gegn því að eignast börn en þar hefur hjónaböndum einnig snarfækkað. Hjónaböndum fækkaði um 5,9 prósent í fyrra, í fyrsta sinn í 90 ár. Þetta á sinn þátt í minni fæðingatíðni, þar sem barneignir utan hjónabands eru fremur fátíðar í Japan. Yoshimasa Hayashi, sem gegnir embætti nokkurs konar framkvæmdastjóra ríkisstjórnar Japan, sagði við blaðamenn í gær að það væri aðeins skammur tími til stefnu til að snúa þróuninni við; eftir 2030 myndi ungu fólki fara fækkandi og þá yrði ekki aftur snúið. Forsætisráðherrann Fumio Kishida hefur sagt lága fæðingartíðni stærsta vandamálið sem Japan stendur frammi fyrir en sérfræðingar segja nauðsynlegt að stjórnvöld beini sjónum sínum í auknum mæli að yngstu aldurshópunum á barnseignaraldri, sem eru þeim fráhverfastir.
Frjósemi Japan Suður-Kórea Mannfjöldi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira