Sermitsiaq.AG greinir frá því að hópur vélsleðamanna hafi grafist í flóðinu. Lögreglan getur þó ekki sagt til um fjölda þeirra sem leitað er að.
Snjóflóðið féll á svæði sem heitir Aqqitsoq vestan við Nuuk seint í kvöld.
„Lögreglan á Grænlandi stendur nú fyrir umfangsmikilli aðgerð í Nuuk í kringum Aqqitsoq-svæðið. Lögreglu hefur borist tilkynning um að nokkurra manna á vélsleðum sé saknað - líklega vegna snjóflóðs,“ kemur fram í færslu sem lögreglan á Grænlandi birti á Facebook síðu sína fyrir skemmstu.