Fór huldu höfði á landinu í samtals tvö ár Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. febrúar 2024 18:03 Manninum hafði áður verið vísað úr landi en kom aftur með breytt eftirnafn. Vísir Hælisleitandi sem hafði farið huldu höfði í heilt ár fannst þegar lögregla hafði afskipti af honum vegna þjófnaðar í verslun við Tryggvagötu. Þá kom í ljós að hann hafði verið í felum á Íslandi tvisvar í samtals tvö ár yfir sex ára skeið. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var staðfestur af Landsrétti í dag. Maðurinn var handtekinn þann nítjánda febrúar síðastliðinn vegna gruns um þjófnað. Hann kvaðst ekki vera með skilríki og neitaði að gefa upp dvalarstað sinn hér á landi þegar lögreglumennt inntu hann eftir því. Hann var handtekinn og vistaður til að hægt væri að rannsaka málið frekar. Sérútbúinn bakpoki til þjófnaðar Við handtökuna var maðurinn með bakpoka með sér sem búið var að gera sérstakt „innvols“ í til að koma í veg fyrir það að þjófavörn færi í gang þegar gengið væri fram hjá öryggishliði verslana. Lögreglan lagði hald á töskuna í þágu rannsóknar málsins. Við rannsókn lögreglu kom svo í ljós maðurinn hefði sótt um hæli á Íslandi árið 2017 en umsókn hans synjað 2018 og átti að vísa honum úr landi. Þá hafi maðurinn farið í felur og ekki fundist í rúmt ár þangað til að lögreglan hafði afskipti af honum vegna annars þjófnaðar í apríl 2019. Hann hafði ekki sinnt tilkynningarskyldu. Honum hafi verið loks vísað úr landi í nóvember 2019. Kom aftur með nýtt nafn Þrátt fyrir þetta kom maðurinn aftur til landsins og sótti um hæli á nýjan leik í janúar 2023. Þá hafði hann einnig breytt nafninu sínu. Hann var merktur „týndur/horfinn“ í kerfum Útlendingastofnunar og lögreglu í febrúar 2023 og fór huldu höfði á landinu til nítjánda febrúar síðastliðins þegar hann var handtekinn eins og kom fram. Í gæsluvarðhaldskröfu sinni vísaði lögreglan til þess að maðurinn hefði áður komið sér undan brottvísunarskipunum. Einnig var vísað til þess að maðurinn hefði dvalið ólöglega hér á landi án þess að upplýsa yfirvöld um dvalarstað. Það sé því nauðsynlegt að hann sé úrskurðaður í gæsluvarðhaldi á meðan meðferð málsins hans stendur. Í úrskurðinum er tekið undir það að maðurinn sé líklegur til þess að koma sér undan brottvísun og því sé gæsluvarðhald nauðsynlegt. Hann mun sitja í gæsluvarðhaldi fram til fimmta mars næstkomandi. Dómsmál Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Maðurinn var handtekinn þann nítjánda febrúar síðastliðinn vegna gruns um þjófnað. Hann kvaðst ekki vera með skilríki og neitaði að gefa upp dvalarstað sinn hér á landi þegar lögreglumennt inntu hann eftir því. Hann var handtekinn og vistaður til að hægt væri að rannsaka málið frekar. Sérútbúinn bakpoki til þjófnaðar Við handtökuna var maðurinn með bakpoka með sér sem búið var að gera sérstakt „innvols“ í til að koma í veg fyrir það að þjófavörn færi í gang þegar gengið væri fram hjá öryggishliði verslana. Lögreglan lagði hald á töskuna í þágu rannsóknar málsins. Við rannsókn lögreglu kom svo í ljós maðurinn hefði sótt um hæli á Íslandi árið 2017 en umsókn hans synjað 2018 og átti að vísa honum úr landi. Þá hafi maðurinn farið í felur og ekki fundist í rúmt ár þangað til að lögreglan hafði afskipti af honum vegna annars þjófnaðar í apríl 2019. Hann hafði ekki sinnt tilkynningarskyldu. Honum hafi verið loks vísað úr landi í nóvember 2019. Kom aftur með nýtt nafn Þrátt fyrir þetta kom maðurinn aftur til landsins og sótti um hæli á nýjan leik í janúar 2023. Þá hafði hann einnig breytt nafninu sínu. Hann var merktur „týndur/horfinn“ í kerfum Útlendingastofnunar og lögreglu í febrúar 2023 og fór huldu höfði á landinu til nítjánda febrúar síðastliðins þegar hann var handtekinn eins og kom fram. Í gæsluvarðhaldskröfu sinni vísaði lögreglan til þess að maðurinn hefði áður komið sér undan brottvísunarskipunum. Einnig var vísað til þess að maðurinn hefði dvalið ólöglega hér á landi án þess að upplýsa yfirvöld um dvalarstað. Það sé því nauðsynlegt að hann sé úrskurðaður í gæsluvarðhaldi á meðan meðferð málsins hans stendur. Í úrskurðinum er tekið undir það að maðurinn sé líklegur til þess að koma sér undan brottvísun og því sé gæsluvarðhald nauðsynlegt. Hann mun sitja í gæsluvarðhaldi fram til fimmta mars næstkomandi.
Dómsmál Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira