Grætur ekki gamla heimilið í Elliðaárdalnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2024 11:39 Svona var aðkoman í Skálará á ellefta tímanum í morgun. Vísir/Vilhelm Lengi hefur staðið til að rífa húsið Skálará í Elliðaárdalnum sem varð eldi að bráð í gærkvöldi. Fyrrverandi íbúi segir húsið hafa verið handónýtt og tilefni til að rífa það fyrir löngu síðan. Hann sér ekki á eftir heimili sínu um árabil. Eldur kviknaði í mannlausu húsinu á tíunda tímanum í gærkvöldi og gekk erfiðlega fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum. Húsið er hvað frægast fyrir að hafa laðað til sín kanínur árum saman sem sóttu í fóður sem leigutaki í húsinu gaf fuglum. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að búið hafi verið að sækja um leyfi fyrir niðurrifi hjá öllum tilskildum aðilum. „Það var komið leyfi en þetta var í bið hjá verktaka. Það átti að fara að rífa húsið og nú verður klárlega gengið í það sem allra fyrst,“ segir Eva Bergþóra. Á vettvangi eldsvoðans í morgun.Vísir/Vilhelm Hún hafði ekki fengið upplýsingar um möguleg eldsupptök. Aðspurð um hvað kom í stað hússins segir Eva Bergþóra ekkert á teikniborðinu. Samkvæmt því virðast áform um gróðurhús á svæðinu úr sögunni. Hallur Heiðar Hallsson bjó í Skálará neðan Stekkjarbakka um árabil. Hann leigði hluta hússins af borginni en hinn hlutann leigði Jón Þorgeir Ragnarsson sem er látinn. Hallur sá fréttir af eldsvoðanum á vefmiðlum í gærkvöldi, sótti kíkinn og fylgdist með eldsvoðanum úr fjarlægð úr glugga sínum. „Þetta var löngu orðið ónýtt og átti að vera búið að rífa þetta fyrir löngu,“ segir Hallur um fyrrverandi heimili sitt. Hann segist ekki vera einn af þeim sem hugsi með hjartanu eða nýranu. Hann beri engar tilfinningar til hússins sem var hans heimili um árabil. „Þetta míglak og var hreinlega heilsuspillandi,“ segir Hallur. Hann hafi sjálfur varað við því að kveikt yrði í húsinu og lægi á að rífa það. Hann rifjar upp að skúr við húsið hafi orðið eldi að bráð sumarið 2023. Þær viðvörunarbjöllur hefðu átt að duga fyrir borgina að ráðast í niðurrif hið fyrsta. Hallur Heiðar hefur verið nefndur verndari kanína í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi. Ástæðan er sú að kanínur sóttu mjög í svæðið við Skálará. Hallur Heiðar segist þó enginn sérstakur áhugamaður um kanínur. „Ég gaf hröfnunum og gæsunum fóður,“ segir Hallur Heiðar og svo hafi kanínur farið að venja komur sínar á svæðið. Kanínurnar hafa endurtekið komist í fréttirnar var Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um tíma með það til skoðunar að hreinlega útrýma þeim. Jón Þorgeir sagði í viðtali við Vísi árið 2010 útbreiddan misskilning að þeir héldu kanínur. Þeir hefðu aldrei keypt kanínu. „En þær eru hérna í kring og við gefum þeim að borða,“ sagði Jón Þorgeir heitinn. „Þegar ég er spurður hvort við eigum kanínurnar segi ég alltaf nei. Þær eiga sig sjálfar.“ Hallur Heiðar segist raunar mun spenntari fyrir því að borða kanínukjöt en að eiga þær sem húsdýr. Það sama eigi við um gæsirnar sem hafi verið í dalnum sem hann hafi reglulega lagt sér til munns. Rætt var við Hall Heiðar í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2019. Reykjavík Slökkvilið Lögreglumál Tengdar fréttir Hann ákvað að vernda kanínurnar í Elliðaárdal Í Elliðaárdal, neðan Stekkjarbakka, stendur hús sem á síðustu árum er orðið frægt fyrir allar kanínurnar. Húsið kallast Skálará og þar býr Hallur Heiðar Hallsson. 22. október 2019 14:31 Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00 "Út í hött að útrýma kanínum“ "Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson listamaður sem býr í kanínuhúsinu í Elliðaárdal. "Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki." 14. ágúst 2013 14:41 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Eldur kviknaði í mannlausu húsinu á tíunda tímanum í gærkvöldi og gekk erfiðlega fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum. Húsið er hvað frægast fyrir að hafa laðað til sín kanínur árum saman sem sóttu í fóður sem leigutaki í húsinu gaf fuglum. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að búið hafi verið að sækja um leyfi fyrir niðurrifi hjá öllum tilskildum aðilum. „Það var komið leyfi en þetta var í bið hjá verktaka. Það átti að fara að rífa húsið og nú verður klárlega gengið í það sem allra fyrst,“ segir Eva Bergþóra. Á vettvangi eldsvoðans í morgun.Vísir/Vilhelm Hún hafði ekki fengið upplýsingar um möguleg eldsupptök. Aðspurð um hvað kom í stað hússins segir Eva Bergþóra ekkert á teikniborðinu. Samkvæmt því virðast áform um gróðurhús á svæðinu úr sögunni. Hallur Heiðar Hallsson bjó í Skálará neðan Stekkjarbakka um árabil. Hann leigði hluta hússins af borginni en hinn hlutann leigði Jón Þorgeir Ragnarsson sem er látinn. Hallur sá fréttir af eldsvoðanum á vefmiðlum í gærkvöldi, sótti kíkinn og fylgdist með eldsvoðanum úr fjarlægð úr glugga sínum. „Þetta var löngu orðið ónýtt og átti að vera búið að rífa þetta fyrir löngu,“ segir Hallur um fyrrverandi heimili sitt. Hann segist ekki vera einn af þeim sem hugsi með hjartanu eða nýranu. Hann beri engar tilfinningar til hússins sem var hans heimili um árabil. „Þetta míglak og var hreinlega heilsuspillandi,“ segir Hallur. Hann hafi sjálfur varað við því að kveikt yrði í húsinu og lægi á að rífa það. Hann rifjar upp að skúr við húsið hafi orðið eldi að bráð sumarið 2023. Þær viðvörunarbjöllur hefðu átt að duga fyrir borgina að ráðast í niðurrif hið fyrsta. Hallur Heiðar hefur verið nefndur verndari kanína í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi. Ástæðan er sú að kanínur sóttu mjög í svæðið við Skálará. Hallur Heiðar segist þó enginn sérstakur áhugamaður um kanínur. „Ég gaf hröfnunum og gæsunum fóður,“ segir Hallur Heiðar og svo hafi kanínur farið að venja komur sínar á svæðið. Kanínurnar hafa endurtekið komist í fréttirnar var Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um tíma með það til skoðunar að hreinlega útrýma þeim. Jón Þorgeir sagði í viðtali við Vísi árið 2010 útbreiddan misskilning að þeir héldu kanínur. Þeir hefðu aldrei keypt kanínu. „En þær eru hérna í kring og við gefum þeim að borða,“ sagði Jón Þorgeir heitinn. „Þegar ég er spurður hvort við eigum kanínurnar segi ég alltaf nei. Þær eiga sig sjálfar.“ Hallur Heiðar segist raunar mun spenntari fyrir því að borða kanínukjöt en að eiga þær sem húsdýr. Það sama eigi við um gæsirnar sem hafi verið í dalnum sem hann hafi reglulega lagt sér til munns. Rætt var við Hall Heiðar í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2019.
Reykjavík Slökkvilið Lögreglumál Tengdar fréttir Hann ákvað að vernda kanínurnar í Elliðaárdal Í Elliðaárdal, neðan Stekkjarbakka, stendur hús sem á síðustu árum er orðið frægt fyrir allar kanínurnar. Húsið kallast Skálará og þar býr Hallur Heiðar Hallsson. 22. október 2019 14:31 Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00 "Út í hött að útrýma kanínum“ "Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson listamaður sem býr í kanínuhúsinu í Elliðaárdal. "Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki." 14. ágúst 2013 14:41 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Hann ákvað að vernda kanínurnar í Elliðaárdal Í Elliðaárdal, neðan Stekkjarbakka, stendur hús sem á síðustu árum er orðið frægt fyrir allar kanínurnar. Húsið kallast Skálará og þar býr Hallur Heiðar Hallsson. 22. október 2019 14:31
Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00
"Út í hött að útrýma kanínum“ "Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson listamaður sem býr í kanínuhúsinu í Elliðaárdal. "Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki." 14. ágúst 2013 14:41
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent