Hamingjusamari í Síerra Leóne en á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2024 10:32 Fjölskyldan í Freetown ásamt tökuliðinu. Efst frá vinstri: Sigurður Már Davíðsson myndatökumaður, Regína Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Auroru velgjörðarsjóðs, Henry Alexander Henrysson heimspekingur. Neðri röð frá vinstri: Henry Benedikt Henrysson, Lóa Pind Aldísardóttir leikstjóri og Emma Karen Henrysdóttir. „Þetta er mjög líflegt land og það er mjög skemmtilegt að búa hérna,“ segir Henry Alexander Henrysson en þau Regína Bjarnadóttir búa ásamt börnum sínum tveimur í einu fátækasta ríki veraldar Síerra Leóne. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti þau til höfuðborgarinnar Freetown í vetur og afraksturinn var sýndur í þættinum Hvar er best að búa? á sunnudagskvöld á Stöð 2. Þau hjónin fluttu þangað eftir að Regína fékk draumastarfið - sem framkvæmdastjóri Auroru Velgjörðarsjóðs í Síerra Leóne. Regína er þróunarhagfræðingur og var áður að vinna sem forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Nú vinnur hún við að halda utan um fjölmörg verkefni í Síerra Leóne sem snúa að því að búa til útflutningsmarkað og skapa raunverulegar tekjur fyrir handverksfólk í landinu og styðja frumkvöðla með öflugum hætti til að stofna og reka fyrirtæki. Lóa Pind og Sigurður Már Davíðsson myndatökumaður þáttarins ásamt fjölskyldunni og vinum þeirra á ströndinni. Þau kunna því ákaflega vel að búa í Freetown, eins og heyra má í myndbrotinu sem hér fylgir. Elsta dóttir þeirra Elín katla er flutt heim enda á leið í háskólanám en Emma 15 ára og Henry Benedikt 11 ára eru í bandarískum einkaskóla í Freetown og hafa búið í Síerra Leóne flest sín uppvaxtarár. „Ég alveg elska þetta land svo mikið,“ segir Emma. „Þetta er minn uppáhaldsstaður á jörðinni.“ Einn af vefurunum sem vefur m.a. púða eftir hönnun íslenska hönnunarfyrirtækisins Hugdettu. Í 3. þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind þau Regínu, Henry og börnin þeirra tvö til Freetown í Síerra Leóne. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Lóa með Guðbjörgu í fanginu. Ein af starfskonunum á keramíkverkstæðinu Lettie Stuart Pottery sem Aurora styrkir eignaðist þessa litlu stúlku fyrir nokkrum mánuðum og skírði hana í höfuðið á Guðbjörgu Káradóttur leirlistarkonu sem hefur oftsinnis dvalið á svæðinu til að aðstoða handverksfólkið. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Hamingjusamari í Síerra Leóne en á Íslandi Hvar er best að búa? Síerra Leóne Íslendingar erlendis Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti þau til höfuðborgarinnar Freetown í vetur og afraksturinn var sýndur í þættinum Hvar er best að búa? á sunnudagskvöld á Stöð 2. Þau hjónin fluttu þangað eftir að Regína fékk draumastarfið - sem framkvæmdastjóri Auroru Velgjörðarsjóðs í Síerra Leóne. Regína er þróunarhagfræðingur og var áður að vinna sem forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Nú vinnur hún við að halda utan um fjölmörg verkefni í Síerra Leóne sem snúa að því að búa til útflutningsmarkað og skapa raunverulegar tekjur fyrir handverksfólk í landinu og styðja frumkvöðla með öflugum hætti til að stofna og reka fyrirtæki. Lóa Pind og Sigurður Már Davíðsson myndatökumaður þáttarins ásamt fjölskyldunni og vinum þeirra á ströndinni. Þau kunna því ákaflega vel að búa í Freetown, eins og heyra má í myndbrotinu sem hér fylgir. Elsta dóttir þeirra Elín katla er flutt heim enda á leið í háskólanám en Emma 15 ára og Henry Benedikt 11 ára eru í bandarískum einkaskóla í Freetown og hafa búið í Síerra Leóne flest sín uppvaxtarár. „Ég alveg elska þetta land svo mikið,“ segir Emma. „Þetta er minn uppáhaldsstaður á jörðinni.“ Einn af vefurunum sem vefur m.a. púða eftir hönnun íslenska hönnunarfyrirtækisins Hugdettu. Í 3. þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind þau Regínu, Henry og börnin þeirra tvö til Freetown í Síerra Leóne. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Lóa með Guðbjörgu í fanginu. Ein af starfskonunum á keramíkverkstæðinu Lettie Stuart Pottery sem Aurora styrkir eignaðist þessa litlu stúlku fyrir nokkrum mánuðum og skírði hana í höfuðið á Guðbjörgu Káradóttur leirlistarkonu sem hefur oftsinnis dvalið á svæðinu til að aðstoða handverksfólkið. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Hamingjusamari í Síerra Leóne en á Íslandi
Hvar er best að búa? Síerra Leóne Íslendingar erlendis Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira