Krafturinn í hrósi Ingrid Kuhlman skrifar 1. mars 2024 07:01 Alþjóðlegi hrósdagurinn, sem er haldinn hátíðlegur 1. mars ár hvert, er gott tækifæri til að minna okkur á kraftinn í hrósinu. Haldið var fyrst upp á hrósdaginn í Hollandi fyrir 21 ári en hann hefur síðan þá náð útbreiðslu um heim allan, þar með talið hér á landi. Mikilvægi þess að gefa og þiggja hrós er óumdeilanlegt, hvort sem er í persónulegum samböndum, á vinnustað, í skólaumhverfi eða í íþróttum. En hvers vegna gegnir hrós svona mikilvægu hlutverki í mannlegum samskiptum? 1. Hrós eykur sjálfsöryggi og trú á eigin getu Hrós og jákvæð viðurkenning getur aukið sjálfstraust og sjálfsöryggi. Þegar einstaklingur upplifir að framlag hans sé viðurkennt og metið að verðleikum styrkir það sjálfsmynd hans. 2. Hrós eykur hvatningu Jákvæð styrking á borð við hrós og klapp á bakið getur aukið hvatningu. Að sjá framlag sitt metið hvetur fólk til að halda áfram að leggja sig fram og ná frekari árangri. 3. Hrós stuðlar að jákvæðri orku í samskiptum Í persónulegum samböndum getur hrós virkað sem staðfesting á væntumþykju og virðingu og aukið þannig tilfinningaleg tengsl milli fólks. 4. Hrós skapar uppbyggilegt andrúmsloft á vinnustað Á vinnustað getur menning sem byggir á viðurkenningu og hrósi skapað stuðningsríkt og samvinnuþýtt umhverfi. Starfsmenn sem fá reglulega hrós finna fyrir meiri starfsánægju og eru líklegri til að stuðla að jákvæðu andrúmslofti á vinnustað. 5. Hrós ýtir undir persónulegan og faglegan þroska Uppbyggileg endurgjöf eins og hrós getur ýtt undir persónulegan og faglegan þroska. Að draga fram styrkleika og árangur getur hjálpað einstaklingi við að bera kennsl á hæfileika sína og svið þar sem hann getur skarað fram úr. Þannig verður hrós til þess að efla áhuga og ástríðu. 6. Hrós hvetur til og viðheldur jákvæðri hegðun Hrós er mikilvægt tól til að viðhalda og styrkja jákvæða hegðun. Í skólum getur hrós fyrir dugnað, hugmyndaauðgi eða góðverk virkað sem hvatning fyrir nemendur til að halda áfram og efla þessar dyggðir. 7. Hrós dregur úr neikvæðum tilfinningum Hrós vekur jákvæðar tilfinningar á borð við gleði, stolt og þakklæti og getur dregið úr neikvæðum tilfinningum eins og gremju, kvíða og lágu sjálfsmati, sérstaklega í áskorunum sem fólk stendur frammi fyrir á vinnustað eða í skólum. 8. Hrós eflir menningu þakklætis Þegar einstaklingur fær þakklæti og hrós fyrir framlag sitt er hann líklegri til að hrósa öðrum og sýna þeim velvild. Þessi gagnkvæma viðurkenning skapar keðjuverkun og stuðlar að þakklætismenningu sem ýtir undir aukna hamingju, ánægju og vellíðan. 9. Hrós stuðlar að jákvæðri hegðunarbreytingu Hrós er ekki aðeins grundvallaratriði í að viðhalda jákvæðri hegðun heldur getur það einnig verið öflugt verkfæri til að hvetja til nýrrar eða breyttrar hegðunar. Hrós fyrir æskilega hegðun hvetur til endurtekningar á þeirri hegðun. 10. Hrós er viðurkenning á fjölbreytni Að hrósa fyrir og viðurkenna framlag hvers og eins, óháð kynþætti, kyni, trúarbrögðum, kynhneigð, menningarlegum bakgrunni eða fötlun, skapar umhverfi þar sem fjölbreytni er ekki aðeins viðurkennd heldur fagnað. Hrós getur þannig hvatt til inngildingar og byggt brýr á milli ólíkra hópa þannig að allir finni fyrir því að þeir tilheyri og séu metnir að verðleikum. Gerum hrós að daglegri venju Að færa öðrum hrós getur haft djúpstæð áhrif, bæði á þann sem gefur hrós og þann sem þiggur það. Gerðu því hrós að daglegri venju. Líttu í kringum þig og veittu því athygli sem vel er gert. Láttu fólk vita að þú takir eftir og metir framlag þess. Nokkur vel valin orð geta haft mikil áhrif. Greinarhöfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði. Hún hrinti hrósdeginum af stað á Íslandi árið 2013 og er stofnandi Facebook síðunnar Hrós dagsins, Hrós dagsins | Facebook Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hrósdagurinn, sem er haldinn hátíðlegur 1. mars ár hvert, er gott tækifæri til að minna okkur á kraftinn í hrósinu. Haldið var fyrst upp á hrósdaginn í Hollandi fyrir 21 ári en hann hefur síðan þá náð útbreiðslu um heim allan, þar með talið hér á landi. Mikilvægi þess að gefa og þiggja hrós er óumdeilanlegt, hvort sem er í persónulegum samböndum, á vinnustað, í skólaumhverfi eða í íþróttum. En hvers vegna gegnir hrós svona mikilvægu hlutverki í mannlegum samskiptum? 1. Hrós eykur sjálfsöryggi og trú á eigin getu Hrós og jákvæð viðurkenning getur aukið sjálfstraust og sjálfsöryggi. Þegar einstaklingur upplifir að framlag hans sé viðurkennt og metið að verðleikum styrkir það sjálfsmynd hans. 2. Hrós eykur hvatningu Jákvæð styrking á borð við hrós og klapp á bakið getur aukið hvatningu. Að sjá framlag sitt metið hvetur fólk til að halda áfram að leggja sig fram og ná frekari árangri. 3. Hrós stuðlar að jákvæðri orku í samskiptum Í persónulegum samböndum getur hrós virkað sem staðfesting á væntumþykju og virðingu og aukið þannig tilfinningaleg tengsl milli fólks. 4. Hrós skapar uppbyggilegt andrúmsloft á vinnustað Á vinnustað getur menning sem byggir á viðurkenningu og hrósi skapað stuðningsríkt og samvinnuþýtt umhverfi. Starfsmenn sem fá reglulega hrós finna fyrir meiri starfsánægju og eru líklegri til að stuðla að jákvæðu andrúmslofti á vinnustað. 5. Hrós ýtir undir persónulegan og faglegan þroska Uppbyggileg endurgjöf eins og hrós getur ýtt undir persónulegan og faglegan þroska. Að draga fram styrkleika og árangur getur hjálpað einstaklingi við að bera kennsl á hæfileika sína og svið þar sem hann getur skarað fram úr. Þannig verður hrós til þess að efla áhuga og ástríðu. 6. Hrós hvetur til og viðheldur jákvæðri hegðun Hrós er mikilvægt tól til að viðhalda og styrkja jákvæða hegðun. Í skólum getur hrós fyrir dugnað, hugmyndaauðgi eða góðverk virkað sem hvatning fyrir nemendur til að halda áfram og efla þessar dyggðir. 7. Hrós dregur úr neikvæðum tilfinningum Hrós vekur jákvæðar tilfinningar á borð við gleði, stolt og þakklæti og getur dregið úr neikvæðum tilfinningum eins og gremju, kvíða og lágu sjálfsmati, sérstaklega í áskorunum sem fólk stendur frammi fyrir á vinnustað eða í skólum. 8. Hrós eflir menningu þakklætis Þegar einstaklingur fær þakklæti og hrós fyrir framlag sitt er hann líklegri til að hrósa öðrum og sýna þeim velvild. Þessi gagnkvæma viðurkenning skapar keðjuverkun og stuðlar að þakklætismenningu sem ýtir undir aukna hamingju, ánægju og vellíðan. 9. Hrós stuðlar að jákvæðri hegðunarbreytingu Hrós er ekki aðeins grundvallaratriði í að viðhalda jákvæðri hegðun heldur getur það einnig verið öflugt verkfæri til að hvetja til nýrrar eða breyttrar hegðunar. Hrós fyrir æskilega hegðun hvetur til endurtekningar á þeirri hegðun. 10. Hrós er viðurkenning á fjölbreytni Að hrósa fyrir og viðurkenna framlag hvers og eins, óháð kynþætti, kyni, trúarbrögðum, kynhneigð, menningarlegum bakgrunni eða fötlun, skapar umhverfi þar sem fjölbreytni er ekki aðeins viðurkennd heldur fagnað. Hrós getur þannig hvatt til inngildingar og byggt brýr á milli ólíkra hópa þannig að allir finni fyrir því að þeir tilheyri og séu metnir að verðleikum. Gerum hrós að daglegri venju Að færa öðrum hrós getur haft djúpstæð áhrif, bæði á þann sem gefur hrós og þann sem þiggur það. Gerðu því hrós að daglegri venju. Líttu í kringum þig og veittu því athygli sem vel er gert. Láttu fólk vita að þú takir eftir og metir framlag þess. Nokkur vel valin orð geta haft mikil áhrif. Greinarhöfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði. Hún hrinti hrósdeginum af stað á Íslandi árið 2013 og er stofnandi Facebook síðunnar Hrós dagsins, Hrós dagsins | Facebook
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun