Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á samfélagsmiðlinum X.
KENNETH A. MITCHELL
— Kenneth Mitchell (@MrKenMitchell) February 25, 2024
25.11.1974 ~ 24.02.2024
With heavy hearts we announce the passing of Kenneth Alexander Mitchell, beloved father, husband, brother, uncle, son and dear friend. pic.twitter.com/CdknbeFWQm
„Það er með sorg í hjarta sem við tilkynnum fráfall Kenneth Alexander Mitchell, ástkærs föður, eiginmanns, bróður, frænda, sonar og kærs vinar,“ skrifar fjölskyldan.
Hann skilur eftir sig eiginkonu og tvö börn og biður fjölskylda hans um að allar gjafir fari til barna hans eða rannsóknum á blandaðri hreyfitaugahrörnun.
„Í fimm og hálft ár átti hann í gríðarlega erfiðri baráttu við blandaða hreyfitaugahrörnun. En eins og honum var eðlislægt tókst honum að stíga yfir hverja áskorun með náð og skuldbindingu og lifa ríku og glöðu lífi á hverri stundu,“ skrifar fjölskylda Kenneth.
„Hann lifði eftir því að hver dagur sé gjöf og við göngum aldrei ein,“ bætir hún við.