Fagnar sigri gegn kerfinu eftir fimm ára baráttu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. febrúar 2024 21:12 Sunna Valdís og Sigurður, sem hjóla mikið saman. Nýja hjólið sem loks fékkst samþykkt af Sjúkratryggingum er feðginunum mikið fagnaðarefni. Vísir/Steingrímur Dúi Fimm ára baráttu ungrar konu með sjaldgæfan taugasjúkdóm við kerfið er lokið. Sjúkratryggingar hafa staðfest að hún eigi rétt á hjólastólahjóli, eftir að hafa hafnað henni tvisvar áður. Sunna Valdís Sigurðardóttir er 18 ára, og er með AHC-taugasjúkdóminn, sem er afar sjaldgæfur. Hún sótti árið 2019 um hjólastólahjól frá Sjúkratryggingum Íslands. Umsókninni var neitað á grundvelli þess að hún gæti ekki hjólað sjálf án aðstoðarmanns. Tveimur árum síðar sótti hún aftur um hjól, en þá parhjól, sem bæði hún og aðstoðarmanneskja gætu hjólað á. Þeirri umsókn var hafnað á grundvelli þess að ekki væri um stoðtæki að ræða, heldur væri hjólið aðeins til afþreyingar. Eftir að úrskurðanefnd velferðamála staðfesti þá niðurstöðu var farið með málið til Umboðsmanns Alþingis, sem taldi Sunnu eiga rétt á hjólinu sem sótt var um í upphafi. Nefndin tók málið því aftur upp. „Og sendi það aftur til Sjúkratrygginga, sem komast að lokum að niðurstöðu um að hún hafi allan tímann átt rétt á þessu hjóli. Þetta er svona stutta sagan, en þetta er náttúrulega búið að taka fimm ár,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir Sunnu. Rætt var við Sunnu og fjölskyldu hennar í fréttablaðinu árið 2016: Fáránlegur tími Sigurður segir það mikinn létti að baráttunni við kerfið sé lokið, og með farsælum endi. „En náttúrulega bara fáránlegt að hún þurfi að bíða í fimm ár eftir þessari niðurstöðu.“ Sigurður leyfir sér að vera bjartsýnn á framtíðina í þessum málum, fyrir börn í sömu stöðu. „Heilbrigðisráðherra hefur verið okkur mjög hliðhollur í þessu máli og hefur gert allt sem í hans valdi stendur, við vitum það, og við vitum að hann vill að kerfið virki betur,“ segir Sigurður. Nýja hjólið væntanlegt Hjólið sem Sunna notast við nú, og sést í fréttinni að ofan, keyptu foreldrar hennar, en það er komið til ára sinna. Nýja hjólið ætti að koma til landsins eftir um tvo mánuði. Sunna, sem þykir fátt skemmtilegra en að fara út að hjóla, er búin að ákveða hvernig nýja hjólið á að líta út. Það á að vera fjólublátt. En í bili verður gamla hjólið að duga til að hjóla um bæinn. Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Hjólreiðar Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Sunna Valdís Sigurðardóttir er 18 ára, og er með AHC-taugasjúkdóminn, sem er afar sjaldgæfur. Hún sótti árið 2019 um hjólastólahjól frá Sjúkratryggingum Íslands. Umsókninni var neitað á grundvelli þess að hún gæti ekki hjólað sjálf án aðstoðarmanns. Tveimur árum síðar sótti hún aftur um hjól, en þá parhjól, sem bæði hún og aðstoðarmanneskja gætu hjólað á. Þeirri umsókn var hafnað á grundvelli þess að ekki væri um stoðtæki að ræða, heldur væri hjólið aðeins til afþreyingar. Eftir að úrskurðanefnd velferðamála staðfesti þá niðurstöðu var farið með málið til Umboðsmanns Alþingis, sem taldi Sunnu eiga rétt á hjólinu sem sótt var um í upphafi. Nefndin tók málið því aftur upp. „Og sendi það aftur til Sjúkratrygginga, sem komast að lokum að niðurstöðu um að hún hafi allan tímann átt rétt á þessu hjóli. Þetta er svona stutta sagan, en þetta er náttúrulega búið að taka fimm ár,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir Sunnu. Rætt var við Sunnu og fjölskyldu hennar í fréttablaðinu árið 2016: Fáránlegur tími Sigurður segir það mikinn létti að baráttunni við kerfið sé lokið, og með farsælum endi. „En náttúrulega bara fáránlegt að hún þurfi að bíða í fimm ár eftir þessari niðurstöðu.“ Sigurður leyfir sér að vera bjartsýnn á framtíðina í þessum málum, fyrir börn í sömu stöðu. „Heilbrigðisráðherra hefur verið okkur mjög hliðhollur í þessu máli og hefur gert allt sem í hans valdi stendur, við vitum það, og við vitum að hann vill að kerfið virki betur,“ segir Sigurður. Nýja hjólið væntanlegt Hjólið sem Sunna notast við nú, og sést í fréttinni að ofan, keyptu foreldrar hennar, en það er komið til ára sinna. Nýja hjólið ætti að koma til landsins eftir um tvo mánuði. Sunna, sem þykir fátt skemmtilegra en að fara út að hjóla, er búin að ákveða hvernig nýja hjólið á að líta út. Það á að vera fjólublátt. En í bili verður gamla hjólið að duga til að hjóla um bæinn.
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Hjólreiðar Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira