Nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið á göngustíg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2024 17:36 Málið var til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands. Vísir/Vilhelm Rúmlega tvítugur karlmaður á Suðurlandi hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga kunningjastúlku sem mælti sér mót við hann til að fá vökva í veipið sitt. DNA-sýni var lykilgagn í málinu. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Suðurlands að nauðgunin hafi orðið á göngustíg í bæjarkjarna á Suðurlandi að nóttu til í september 2021. Þá hafi þau bæði verið átján ára gömul. Þau hafi mælt sér mót þar en þau höfðu þekkst í þrjú ár eftir að hafa unnið saman. Hann hafi byrjað að kyssa hana, hana hafi svimað og hún hefði talið hann ætla að hjálpa hana. Svo hafi liðið yfir hana og þegar hún hafi rankað við sér hafi hann látið hana standa upp, rifið niður buxur þeirra beggja og haft samfarir við hana í fimm til tíu mínútur. Drengurinn sagðist hafa verið í sambandi við stúlkuna um nóttina þar sem hana vantaði vökva í veipið sitt og hann ætlað að láta hana hafa daginn eftir. Hann hefði aldrei farið að hitta hana. Lykilgögn í málinu voru DNA-sýni af drengnum sem fundust á stúlkunni. Skýringar hans hvernig sýni af getnaðarlimi hans hefðu getað fundist á stúlkunni þóttu ekki halda vatni. Voru þeir meðal annars á þá leið að hann geymdi veipið sitt í klofinu þegar hann æki bíl og hann hefði í eitthvert skipti gefið henni af veipinu sínu. Þá tók héraðsdómur vitnisburði fjölskyldumeðlima hans að hann hefði aldrei yfirgefið heimili sitt um nóttina með fyrirvara vegna tengsla og að heimilisfólkið var ýmist sofandi eða í tölvuleik með heyrnartól. Þá voru áverkar á leggöngum stúlkunnar þess eðlis að þeir væru eftir samræði sem hún hefði ekki verið tilbúin fyrir. Auk þess væru þeir að líkindum að hámarki tveggja daga gamlir. Var stöðugur framburður stúlkunnar metinn trúverðugur og lagður til grundvallar dómnum. Var karlmaðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og þarf auk þess að greiða tvær milljónir króna í miskabætur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Fram kemur í dómi Héraðsdóms Suðurlands að nauðgunin hafi orðið á göngustíg í bæjarkjarna á Suðurlandi að nóttu til í september 2021. Þá hafi þau bæði verið átján ára gömul. Þau hafi mælt sér mót þar en þau höfðu þekkst í þrjú ár eftir að hafa unnið saman. Hann hafi byrjað að kyssa hana, hana hafi svimað og hún hefði talið hann ætla að hjálpa hana. Svo hafi liðið yfir hana og þegar hún hafi rankað við sér hafi hann látið hana standa upp, rifið niður buxur þeirra beggja og haft samfarir við hana í fimm til tíu mínútur. Drengurinn sagðist hafa verið í sambandi við stúlkuna um nóttina þar sem hana vantaði vökva í veipið sitt og hann ætlað að láta hana hafa daginn eftir. Hann hefði aldrei farið að hitta hana. Lykilgögn í málinu voru DNA-sýni af drengnum sem fundust á stúlkunni. Skýringar hans hvernig sýni af getnaðarlimi hans hefðu getað fundist á stúlkunni þóttu ekki halda vatni. Voru þeir meðal annars á þá leið að hann geymdi veipið sitt í klofinu þegar hann æki bíl og hann hefði í eitthvert skipti gefið henni af veipinu sínu. Þá tók héraðsdómur vitnisburði fjölskyldumeðlima hans að hann hefði aldrei yfirgefið heimili sitt um nóttina með fyrirvara vegna tengsla og að heimilisfólkið var ýmist sofandi eða í tölvuleik með heyrnartól. Þá voru áverkar á leggöngum stúlkunnar þess eðlis að þeir væru eftir samræði sem hún hefði ekki verið tilbúin fyrir. Auk þess væru þeir að líkindum að hámarki tveggja daga gamlir. Var stöðugur framburður stúlkunnar metinn trúverðugur og lagður til grundvallar dómnum. Var karlmaðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og þarf auk þess að greiða tvær milljónir króna í miskabætur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira