Fagna lögum um kaup á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. febrúar 2024 12:21 Nýsamþykkt frumvarp dregur úr óvissu margra Grindvíkinga. Vísir/Arnar Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir nýsamþykkt frumvarp um kaup á íbúarhúsnæði í bænum fagnaðarefni en mögulega þurfi að mæta ákveðnum hópnum betur. Frumvarp um kaup ríkissjóðs á íbúðarhúsnæði í Grindavík varð að lögum í nótt. Lögin gera Grindvíkingum kleift að losna undan þeirri áhættu sem fylgir eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum vegna jarðhræringanna á svæðinu. Alþingi samþykkti frumvarpið skömmu eftir miðnætti og segir Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar Grindavíkur það mikið ánægjuefni. „Við fögnum því að þetta frumvarpið sé samþykkt og að það hafi verið samþykkt með þessari góðu þverpólitísku samvinnu hratt og örugglega. Þetta kemur náttúrulega til með að leysa mjög stóran hóp úr óvissu en auðvitað eru þarna jaðartilfelli og einhverjir sem falla kannski ekki vel að þessu varðandi virði eignar. Þannig við kannski treystum því að það verði horft svona jákvæðum augum á málefni þeirra.“ Hún segir þessi jaðartilfelli til að mynda vera þar sem fasteignamat eignanna sé hærra en brunabótamat en sú sé staðan í nokkrum tilfellum. Við því þurfi að bregðast sérstaklega en það sé ekki gert í frumvarpinu. Þá þurfi í framhaldinu að huga að fleiri þáttum. „Næsta skref er óumdeilanlegt að endurskoða verði kannski gjaldheimtu og stimpilgjöld til dæmis á þá íbúa sem þurfa að taka ný lán í ljósi þess að veðflutningar eru ekki heimilaðir í þessu frumvarpi.“ Í frumvarpinu felst meðal annars að Grindvíkingar hafa tíma til áramóta til að ákveða sig hvort þeir vilji selja húsnæði sitt. „Við erum líka ánægð með það að þessi frestur hafi verið framlengdur út árið og mikilvægt að fólk þurfi ekki að taka svona stórar ákvarðanir í tímapressu.“ Kalt vatn byrjaði að streyma á ný í Grindavíkurhöfn í gær eftir langt hlé. Þá var líka landað í bænum í gær í fyrsta sinn í sex vikur og þeim fer fjölgandi fyrirtækjunum við höfnina byrjað hafa starfsemi á ný. „Það er bara mjög notalegt að sjá það og sjá gleðina á bryggjunni. Þetta gefur okkur byr undir báða vængi en staðan er samt sem áður sú að við bíðum bara eftir næsta gosi og við verðum bara að sætta okkur við þá stöðu. En við ætlum okkur að komast í gegnum þessar hamfarir og þá er til dæmis þetta skref með fyrirtækin virkilega mikilvægt fyrir okkur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Tengdar fréttir Lög um kaup á húsnæði í Grindavík samþykkt Alþingi samþykkti stuttu eftir miðnætti frumvarp um kaup ríkissjóðs á íbúðarhúsnæði í Grindavík og fjáraukalög til þess að fjármagna kaupin. 23. febrúar 2024 00:38 Ekki skynsamlegt að gista í bænum enda styttist í eldgos Miklar líkur eru á að það verði eldgos í næstu viku að sögn eldfjallafræðings. Gos innan bæjarmarka Grindavíkur er mögulegt, fyrirvarinn gæti verið stuttur og því ekki skynsamlegt að gista í bænum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir að kanna hefði þurft sprungur betur áður en fólki var hleypt aftur inn í bæinn. 22. febrúar 2024 21:07 Nær þröskuldi eldgoss í næstu viku Kvikusöfnun við Svartsengi heldur áfram á sama hraða og áður. Hraðinn er stöðugur og svipar mjög til þess sem sást í aðdraganda síðustu eldgosa. 22. febrúar 2024 15:42 Loksins landað í Grindavík: „Ég er ekki tilbúinn til að kveðja þetta líf“ Mikið líf var í Grindavíkurhöfn í hádeginu þegar Vésteinn GK kom inn til löndunar í höfninni í fyrsta sinn síðan í janúar. Vatn komst á höfnina í morgun og eru Grindvíkingar bjartsýnir á framhaldið. 22. febrúar 2024 14:47 Grindavíkurvegur opnaður á nýjan leik Búið er að opna leið um Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut að nýrri vegtengingu að Bláa lóninu sunnan varnargarðs. Nýr hluti Bláalónsvegar er allur innan varnargarðsins. Þessi leið er öllum opin en lokað er til Grindavíkur nema þeim sem um mega fara. 22. febrúar 2024 12:25 Köldu vatni hleypt á hafnarsvæðið Byrjað er að hleypa köldu vatnið á kerfið á hafnarsvæðinu í Grindavík. Almannavarnir ítreka að mikilvægt er að eigendur fasteigna séu viðstaddir þegar vatni er hleypt á. 22. febrúar 2024 10:28 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Frumvarp um kaup ríkissjóðs á íbúðarhúsnæði í Grindavík varð að lögum í nótt. Lögin gera Grindvíkingum kleift að losna undan þeirri áhættu sem fylgir eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum vegna jarðhræringanna á svæðinu. Alþingi samþykkti frumvarpið skömmu eftir miðnætti og segir Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar Grindavíkur það mikið ánægjuefni. „Við fögnum því að þetta frumvarpið sé samþykkt og að það hafi verið samþykkt með þessari góðu þverpólitísku samvinnu hratt og örugglega. Þetta kemur náttúrulega til með að leysa mjög stóran hóp úr óvissu en auðvitað eru þarna jaðartilfelli og einhverjir sem falla kannski ekki vel að þessu varðandi virði eignar. Þannig við kannski treystum því að það verði horft svona jákvæðum augum á málefni þeirra.“ Hún segir þessi jaðartilfelli til að mynda vera þar sem fasteignamat eignanna sé hærra en brunabótamat en sú sé staðan í nokkrum tilfellum. Við því þurfi að bregðast sérstaklega en það sé ekki gert í frumvarpinu. Þá þurfi í framhaldinu að huga að fleiri þáttum. „Næsta skref er óumdeilanlegt að endurskoða verði kannski gjaldheimtu og stimpilgjöld til dæmis á þá íbúa sem þurfa að taka ný lán í ljósi þess að veðflutningar eru ekki heimilaðir í þessu frumvarpi.“ Í frumvarpinu felst meðal annars að Grindvíkingar hafa tíma til áramóta til að ákveða sig hvort þeir vilji selja húsnæði sitt. „Við erum líka ánægð með það að þessi frestur hafi verið framlengdur út árið og mikilvægt að fólk þurfi ekki að taka svona stórar ákvarðanir í tímapressu.“ Kalt vatn byrjaði að streyma á ný í Grindavíkurhöfn í gær eftir langt hlé. Þá var líka landað í bænum í gær í fyrsta sinn í sex vikur og þeim fer fjölgandi fyrirtækjunum við höfnina byrjað hafa starfsemi á ný. „Það er bara mjög notalegt að sjá það og sjá gleðina á bryggjunni. Þetta gefur okkur byr undir báða vængi en staðan er samt sem áður sú að við bíðum bara eftir næsta gosi og við verðum bara að sætta okkur við þá stöðu. En við ætlum okkur að komast í gegnum þessar hamfarir og þá er til dæmis þetta skref með fyrirtækin virkilega mikilvægt fyrir okkur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Tengdar fréttir Lög um kaup á húsnæði í Grindavík samþykkt Alþingi samþykkti stuttu eftir miðnætti frumvarp um kaup ríkissjóðs á íbúðarhúsnæði í Grindavík og fjáraukalög til þess að fjármagna kaupin. 23. febrúar 2024 00:38 Ekki skynsamlegt að gista í bænum enda styttist í eldgos Miklar líkur eru á að það verði eldgos í næstu viku að sögn eldfjallafræðings. Gos innan bæjarmarka Grindavíkur er mögulegt, fyrirvarinn gæti verið stuttur og því ekki skynsamlegt að gista í bænum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir að kanna hefði þurft sprungur betur áður en fólki var hleypt aftur inn í bæinn. 22. febrúar 2024 21:07 Nær þröskuldi eldgoss í næstu viku Kvikusöfnun við Svartsengi heldur áfram á sama hraða og áður. Hraðinn er stöðugur og svipar mjög til þess sem sást í aðdraganda síðustu eldgosa. 22. febrúar 2024 15:42 Loksins landað í Grindavík: „Ég er ekki tilbúinn til að kveðja þetta líf“ Mikið líf var í Grindavíkurhöfn í hádeginu þegar Vésteinn GK kom inn til löndunar í höfninni í fyrsta sinn síðan í janúar. Vatn komst á höfnina í morgun og eru Grindvíkingar bjartsýnir á framhaldið. 22. febrúar 2024 14:47 Grindavíkurvegur opnaður á nýjan leik Búið er að opna leið um Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut að nýrri vegtengingu að Bláa lóninu sunnan varnargarðs. Nýr hluti Bláalónsvegar er allur innan varnargarðsins. Þessi leið er öllum opin en lokað er til Grindavíkur nema þeim sem um mega fara. 22. febrúar 2024 12:25 Köldu vatni hleypt á hafnarsvæðið Byrjað er að hleypa köldu vatnið á kerfið á hafnarsvæðinu í Grindavík. Almannavarnir ítreka að mikilvægt er að eigendur fasteigna séu viðstaddir þegar vatni er hleypt á. 22. febrúar 2024 10:28 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Lög um kaup á húsnæði í Grindavík samþykkt Alþingi samþykkti stuttu eftir miðnætti frumvarp um kaup ríkissjóðs á íbúðarhúsnæði í Grindavík og fjáraukalög til þess að fjármagna kaupin. 23. febrúar 2024 00:38
Ekki skynsamlegt að gista í bænum enda styttist í eldgos Miklar líkur eru á að það verði eldgos í næstu viku að sögn eldfjallafræðings. Gos innan bæjarmarka Grindavíkur er mögulegt, fyrirvarinn gæti verið stuttur og því ekki skynsamlegt að gista í bænum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir að kanna hefði þurft sprungur betur áður en fólki var hleypt aftur inn í bæinn. 22. febrúar 2024 21:07
Nær þröskuldi eldgoss í næstu viku Kvikusöfnun við Svartsengi heldur áfram á sama hraða og áður. Hraðinn er stöðugur og svipar mjög til þess sem sást í aðdraganda síðustu eldgosa. 22. febrúar 2024 15:42
Loksins landað í Grindavík: „Ég er ekki tilbúinn til að kveðja þetta líf“ Mikið líf var í Grindavíkurhöfn í hádeginu þegar Vésteinn GK kom inn til löndunar í höfninni í fyrsta sinn síðan í janúar. Vatn komst á höfnina í morgun og eru Grindvíkingar bjartsýnir á framhaldið. 22. febrúar 2024 14:47
Grindavíkurvegur opnaður á nýjan leik Búið er að opna leið um Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut að nýrri vegtengingu að Bláa lóninu sunnan varnargarðs. Nýr hluti Bláalónsvegar er allur innan varnargarðsins. Þessi leið er öllum opin en lokað er til Grindavíkur nema þeim sem um mega fara. 22. febrúar 2024 12:25
Köldu vatni hleypt á hafnarsvæðið Byrjað er að hleypa köldu vatnið á kerfið á hafnarsvæðinu í Grindavík. Almannavarnir ítreka að mikilvægt er að eigendur fasteigna séu viðstaddir þegar vatni er hleypt á. 22. febrúar 2024 10:28