Sviptur leyfi og vandar Ölmu landlækni ekki kveðjurnar Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2024 12:15 Árni Tómas læknir er orðinn 74 ára gamall, hann er lúinn en vonar að sitt mál eigi eftir að valda straumhvörfum; staða þeirra sem eru háðir lyfjum er komin í umræðuna. En það verði hins vegar að grípa til aðgerða því sjúklingar Árna Tómasar eru nú að drepa sig á eitruðum pillum sem þeir fá á götunni. læknablaðið Árni Tómas Ragnarsson læknir hefur ekkert heyrt frá Ölmu Möller landlækni vegna sviptingar á leyfi til að skrifa út lyf. Hann segist ekki geta meira en einstaklingar séu nú að kaupa eitraðar pillur sem verði þeim að aldurtila. Árlega deyja tugir manna vegna þessa. „Þetta eru fárveikir einstaklingar og þeir eiga rétt á læknisþjónustu eins og aðrir en hafa ekki fengið hana. Það eru þeir sem verða milli skips og bryggju eina úrræði þeirra er að kaupa á götunni og þá stórhættuleg efni,“ segir Árni Tómas í samtali við Vísi. Árni reyndur öfugt við Ölmu Eins og Vísir greindi frá var Árni Tómas sviptur leyfi til að skrifa út morfínskyld lyf í desember á síðasta ári. Hann lenti á milli skips og bryggju með þá starfsemi sína því nú eru skjólstæðingar hans komnir á heljarþröm og hafa engin úrræði önnur en kaupa lyf sín á götunni. Kerfið virðist vera langt á eftir með að taka á vandanum. Árni Tómas hefur ekkert heyrt frá Ölmu Möller landlækni eftir að hann var sviptur leyfinu. „Það er engin áfrýjunarleið. Ég var bara sviptur og vertu blessaður. Ég hef staðið í þessu lengi og er orðinn uppgefinn. Ég get ekki staðið í þessu lengur. Það góða við það sem ég hef verið að gera er ekki bara að láta þessum strákum líða betur heldur hef ég vakið athygli á málefninu. Nú eru margir að tala um þetta, málefnið er í umræðunni og það er kannski það sem ég skil helst eftir mig. Menn geta ekki horft fram hjá þessu lengur.“ Árni Tómas er orðinn 74 ára gamall og má bara vinna á stofu þar til hann er orðinn 75 ára. Hann vandar Ölmu ekki kveðjurnar. „Ég er mjög reyndur. Ég er með rúmlega fimmtíu ára reynslu á læknastofu og veit hvernig maður snýr sér í að höndla með fólk. Meðan Alma Möller hefur aldrei gert það. Hún veit lítið um það. Þetta er afskaplega dapurt en lítið sem ég get gert í því,“ segir Árni og ljóst að allt þetta hefur tekið á hann. Og hann sjálfur segist ekki geta gert mikið meira en orðið er. Mikil gremja vegna stöðunnar Læknirinn segir mikla gremju vegna stöðunnar – þeir sem ánetjast hafa lyfjum eru nú hjálparlausir á götum úti. Hann segist ekki vera maður sem lesi samfélagsmiðla í þaula en honum sé sagt að þar logi allt af reiði vegna þess hvernig komið er. Og það er rétt. Hér er dæmi um slíkt: „Það tók mig ekki nema tvær mínútur að segja já við Frú Ragnheiði. Ég fór varlega í þetta, það var bara um að ræða einn skammtur á dag þannig að þeir gátu ekki farið sér að voða.“ Árni Tómas segir flestum finnist þetta undarlegt mál en hann hefur notið mikils stuðnings í því sem hann hefur verið að gera. „Eins og þetta er leiðinlegt. En það er sjálfsagt sem ég er að gera. Að ég hafi verið stoppaður í því er út í hött. Það er ekki mikil mannúð eða samúð þar að baki. En ég er mát. Alma ræður þessu öllu.“ Árni Tómas lýsir því svo að þau hafi verið, áður en hann var sviptur leyfinu, í miklum samskiptum. „Þetta voru bréfaskriftir fram og til baka. En hún gaf sig ekkert með sitt mál. Fyrst kom tiltal, þá hótanir og svo var ég sviptur þessu leyfi til að skrifa út morfínið.“ Mest strákar sem leituðu til Árna Læknirinn lýsir því þannig að hann hafi skrifað út skammta til hálfs árs í senn en skjólstæðingar hans gátu bara tekið út einn skammt á dag og voru því ekki í aðstöðu til að misnota efnin. „Og þetta gekk glimrandi vel. Þetta voru allt strákar, flestir á aldrinum 30 til 35 ára, og höfðu verið að misnota frá því þeir voru pollar. Þetta er tuttugu ára saga. Innlögn á Vog hafði ekki gagnast þeim. Þeir fóru bara út og keyptu sér meira. Það var harla vonlítið að rétta kúrsinn og þeir voru hættir að leita á Vog því þeir vissu að þeir fengu ekkert út úr því.“ Árni Tómas segir rangfært að hann hafi átt frumkvæðið að þessu. Frú Ragnheiður, sem hefur rekið skaðaminnkandi úrræði nú um árabil, hafi haft samband. „Mér fannst þetta svo fallegt sem þær voru að gera. Þær hringdu og spurðu mig hvort ég gæti mögulega gert eitthvað. Að skaffa þessu fólki, þessu veika fólki sem var um 50 til 60 manns, lyf. Þegar Alma svipti mig voru þeir mislangt komnir með skammtinn sinn, sumir voru komnir á síðustu metrunum. Einn hafði samband við mig í mikilli panikik. Fjölskyldan í rusli út af stöðunni.“ „Ölmu virtist vera alveg sama um það“ Árni segir Ölmu hafa notfært sér lyfseðla hans til að milda höggið en ekki gert neinar ráðstafanir sjálf, til að aðstoða þennan hóp sem er í miklum vanda. „Og hefur aldrei gert. Ég var til dæmis margbúinn að biðja hana að setja á fót einhverja móttöku, sem væri meira prófessional en ég gat boðið, ég er bara einn á stofu, þar sem væru kannski tveir hjúkrunarfræðingar eða eitthvað en hún svaraði mér aldrei.“ Alma hafi þess í stað einblínt á skýli sem heilbrigðisráðuneytið var að koma upp, þar sem einstaklingar geti sprautað sig. Alma Möller Landlæknir hefur brugðist þeim sem síst skyldi, að mati Árna Tómasar.vísir/vilhelm „En það vantar ekki. Frú Ragnheiður hefur verið að sinna því. Það sem vantar er lyfið og það hefur ekki komið fram að þeir ætli að skaffa það. Þeir þurfa enn að leita á götuna og fá baneitraðar töflur.“ Árni Tómas segir tugi deyja á hverju ári vegna þess að þeir eru að taka eitraða pillu sem þeir fá á götunni. „Þeir urðu að halda sér við, ef þeir hættu urðu þeir fárveikir og ég var að reyna að fyrirbyggja það. En Ölmu virtist vera alveg sama um það. Þeir sem eru krúnk núna eru úti á götu.“ Lyf Fíkn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar engin lausn Lyfjaávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar er engin lausn, að mati framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Fíklar sem séu í neyslu geti fengið lyfjameðferð. 17. desember 2023 19:00 Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Þetta eru fárveikir einstaklingar og þeir eiga rétt á læknisþjónustu eins og aðrir en hafa ekki fengið hana. Það eru þeir sem verða milli skips og bryggju eina úrræði þeirra er að kaupa á götunni og þá stórhættuleg efni,“ segir Árni Tómas í samtali við Vísi. Árni reyndur öfugt við Ölmu Eins og Vísir greindi frá var Árni Tómas sviptur leyfi til að skrifa út morfínskyld lyf í desember á síðasta ári. Hann lenti á milli skips og bryggju með þá starfsemi sína því nú eru skjólstæðingar hans komnir á heljarþröm og hafa engin úrræði önnur en kaupa lyf sín á götunni. Kerfið virðist vera langt á eftir með að taka á vandanum. Árni Tómas hefur ekkert heyrt frá Ölmu Möller landlækni eftir að hann var sviptur leyfinu. „Það er engin áfrýjunarleið. Ég var bara sviptur og vertu blessaður. Ég hef staðið í þessu lengi og er orðinn uppgefinn. Ég get ekki staðið í þessu lengur. Það góða við það sem ég hef verið að gera er ekki bara að láta þessum strákum líða betur heldur hef ég vakið athygli á málefninu. Nú eru margir að tala um þetta, málefnið er í umræðunni og það er kannski það sem ég skil helst eftir mig. Menn geta ekki horft fram hjá þessu lengur.“ Árni Tómas er orðinn 74 ára gamall og má bara vinna á stofu þar til hann er orðinn 75 ára. Hann vandar Ölmu ekki kveðjurnar. „Ég er mjög reyndur. Ég er með rúmlega fimmtíu ára reynslu á læknastofu og veit hvernig maður snýr sér í að höndla með fólk. Meðan Alma Möller hefur aldrei gert það. Hún veit lítið um það. Þetta er afskaplega dapurt en lítið sem ég get gert í því,“ segir Árni og ljóst að allt þetta hefur tekið á hann. Og hann sjálfur segist ekki geta gert mikið meira en orðið er. Mikil gremja vegna stöðunnar Læknirinn segir mikla gremju vegna stöðunnar – þeir sem ánetjast hafa lyfjum eru nú hjálparlausir á götum úti. Hann segist ekki vera maður sem lesi samfélagsmiðla í þaula en honum sé sagt að þar logi allt af reiði vegna þess hvernig komið er. Og það er rétt. Hér er dæmi um slíkt: „Það tók mig ekki nema tvær mínútur að segja já við Frú Ragnheiði. Ég fór varlega í þetta, það var bara um að ræða einn skammtur á dag þannig að þeir gátu ekki farið sér að voða.“ Árni Tómas segir flestum finnist þetta undarlegt mál en hann hefur notið mikils stuðnings í því sem hann hefur verið að gera. „Eins og þetta er leiðinlegt. En það er sjálfsagt sem ég er að gera. Að ég hafi verið stoppaður í því er út í hött. Það er ekki mikil mannúð eða samúð þar að baki. En ég er mát. Alma ræður þessu öllu.“ Árni Tómas lýsir því svo að þau hafi verið, áður en hann var sviptur leyfinu, í miklum samskiptum. „Þetta voru bréfaskriftir fram og til baka. En hún gaf sig ekkert með sitt mál. Fyrst kom tiltal, þá hótanir og svo var ég sviptur þessu leyfi til að skrifa út morfínið.“ Mest strákar sem leituðu til Árna Læknirinn lýsir því þannig að hann hafi skrifað út skammta til hálfs árs í senn en skjólstæðingar hans gátu bara tekið út einn skammt á dag og voru því ekki í aðstöðu til að misnota efnin. „Og þetta gekk glimrandi vel. Þetta voru allt strákar, flestir á aldrinum 30 til 35 ára, og höfðu verið að misnota frá því þeir voru pollar. Þetta er tuttugu ára saga. Innlögn á Vog hafði ekki gagnast þeim. Þeir fóru bara út og keyptu sér meira. Það var harla vonlítið að rétta kúrsinn og þeir voru hættir að leita á Vog því þeir vissu að þeir fengu ekkert út úr því.“ Árni Tómas segir rangfært að hann hafi átt frumkvæðið að þessu. Frú Ragnheiður, sem hefur rekið skaðaminnkandi úrræði nú um árabil, hafi haft samband. „Mér fannst þetta svo fallegt sem þær voru að gera. Þær hringdu og spurðu mig hvort ég gæti mögulega gert eitthvað. Að skaffa þessu fólki, þessu veika fólki sem var um 50 til 60 manns, lyf. Þegar Alma svipti mig voru þeir mislangt komnir með skammtinn sinn, sumir voru komnir á síðustu metrunum. Einn hafði samband við mig í mikilli panikik. Fjölskyldan í rusli út af stöðunni.“ „Ölmu virtist vera alveg sama um það“ Árni segir Ölmu hafa notfært sér lyfseðla hans til að milda höggið en ekki gert neinar ráðstafanir sjálf, til að aðstoða þennan hóp sem er í miklum vanda. „Og hefur aldrei gert. Ég var til dæmis margbúinn að biðja hana að setja á fót einhverja móttöku, sem væri meira prófessional en ég gat boðið, ég er bara einn á stofu, þar sem væru kannski tveir hjúkrunarfræðingar eða eitthvað en hún svaraði mér aldrei.“ Alma hafi þess í stað einblínt á skýli sem heilbrigðisráðuneytið var að koma upp, þar sem einstaklingar geti sprautað sig. Alma Möller Landlæknir hefur brugðist þeim sem síst skyldi, að mati Árna Tómasar.vísir/vilhelm „En það vantar ekki. Frú Ragnheiður hefur verið að sinna því. Það sem vantar er lyfið og það hefur ekki komið fram að þeir ætli að skaffa það. Þeir þurfa enn að leita á götuna og fá baneitraðar töflur.“ Árni Tómas segir tugi deyja á hverju ári vegna þess að þeir eru að taka eitraða pillu sem þeir fá á götunni. „Þeir urðu að halda sér við, ef þeir hættu urðu þeir fárveikir og ég var að reyna að fyrirbyggja það. En Ölmu virtist vera alveg sama um það. Þeir sem eru krúnk núna eru úti á götu.“
Lyf Fíkn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar engin lausn Lyfjaávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar er engin lausn, að mati framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Fíklar sem séu í neyslu geti fengið lyfjameðferð. 17. desember 2023 19:00 Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar engin lausn Lyfjaávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar er engin lausn, að mati framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Fíklar sem séu í neyslu geti fengið lyfjameðferð. 17. desember 2023 19:00
Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30