Fann franskan kærasta skömmu eftir tökur Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2024 08:46 Unnur Sara elti drauminn og býr nú í Frakklandi. Hún segist vera Miðjarðarhafssál. „Mig hafði alltaf dreymt um að flytja til Frakklands, alveg frá því ég var unglingur,“ segir Unnur Sara Eldjárn sem seldi íbúðina sína í Reykjavík og yfirgaf öryggið á Íslandi til að elta drauminn um að búa í Frakklandi fyrir fáeinum árum. Sem krafðist hugrekkis, enda beið hennar ekki föst vinna og regluleg laun í Frakklandi. Hún er tónlistarkona og lagahöfundur sem framfleytir sér einkum á því að aðstoða annað tónlistarfólk við markaðssetningu á tónlist í gegnum netið. Þegar Covid skall á þá kynnti hún sér í þaula hvernig hún gæti komið lögum sínum á stóra lagalista á Spotify. Þetta grúsk varð grunnurinn að fyrirtækinu hennar og fyrirlestrum sem hún heldur fyrir annað tónlistarfólk sem hægt er að nálgast á heimasíðu hennar. Í öðrum þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Unni Söru og jafnöldru hennar Thelmu Rún Heimisdóttur en þær létu báðar drauminn um að búa í sínum draumalöndum rætast. Frakkland var draumaland Unnar – en það olli henni ekki vonbrigðum – þótt væntingarnar hafi verið miklar. Fékk fiðring í magann „Ég var 17 ára þegar ég kom fyrst og ég man rosa vel eftir því þegar við fórum yfir landamærin og ég sá fyrsta auglýsingaskiltið á frönsku og ég fékk alveg svona fiðring í magann,“ segir hún hlæjandi. „Ég get ekki alveg skýrt það, en það er bara einhver stemmning, einhverjir töfrar í loftinu hér. Mér finnst ég upplifa að fólk eigi auðveldara með að vera einlægt og með opið hjarta hér. Á meðan, og ég held það sé kuldinn sem hefur þessi áhrif, að við erum á Íslandi með svona töffarafront, þurfum að vera svolítið kúl. Ég held að ég sé meiri svona Miðjarðarhafssál í mér.“ Og hluti af því er að í Frakklandi segir hún mun auðveldara að fara á stefnumót. „Hér er actually til deitmenning og Frakkar eru mjög rómantískir,“ segir hún. Hún hafði þá ekki fallið fyrir neinum Frakka – en það breyttist skömmu eftir að tökum lauk eins og sjá má í þættinum sem var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 2. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Fann franskan kærasta skömmu eftir tökur Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Frakkland Ástin og lífið Tengdar fréttir Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Thelma Rún Heimisdóttir heillaðist af Japan strax sem barn, lærði japönsku í háskólanum og fór seinna í leiklistarskóla í Japan. 19. febrúar 2024 20:30 Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi „Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí. 12. febrúar 2024 20:01 Margfaldur heimsmeistari bauð Þorgils út til Taílands og þau hjónin stukku á tækifærið Lóa Pind heimsótti Klöru Valgerði Ingu Haraldsdóttur og Þorgils Eið Einarsson í síðasta þætti af Hvar er best að búa, sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. 17. apríl 2023 17:59 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Sem krafðist hugrekkis, enda beið hennar ekki föst vinna og regluleg laun í Frakklandi. Hún er tónlistarkona og lagahöfundur sem framfleytir sér einkum á því að aðstoða annað tónlistarfólk við markaðssetningu á tónlist í gegnum netið. Þegar Covid skall á þá kynnti hún sér í þaula hvernig hún gæti komið lögum sínum á stóra lagalista á Spotify. Þetta grúsk varð grunnurinn að fyrirtækinu hennar og fyrirlestrum sem hún heldur fyrir annað tónlistarfólk sem hægt er að nálgast á heimasíðu hennar. Í öðrum þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Unni Söru og jafnöldru hennar Thelmu Rún Heimisdóttur en þær létu báðar drauminn um að búa í sínum draumalöndum rætast. Frakkland var draumaland Unnar – en það olli henni ekki vonbrigðum – þótt væntingarnar hafi verið miklar. Fékk fiðring í magann „Ég var 17 ára þegar ég kom fyrst og ég man rosa vel eftir því þegar við fórum yfir landamærin og ég sá fyrsta auglýsingaskiltið á frönsku og ég fékk alveg svona fiðring í magann,“ segir hún hlæjandi. „Ég get ekki alveg skýrt það, en það er bara einhver stemmning, einhverjir töfrar í loftinu hér. Mér finnst ég upplifa að fólk eigi auðveldara með að vera einlægt og með opið hjarta hér. Á meðan, og ég held það sé kuldinn sem hefur þessi áhrif, að við erum á Íslandi með svona töffarafront, þurfum að vera svolítið kúl. Ég held að ég sé meiri svona Miðjarðarhafssál í mér.“ Og hluti af því er að í Frakklandi segir hún mun auðveldara að fara á stefnumót. „Hér er actually til deitmenning og Frakkar eru mjög rómantískir,“ segir hún. Hún hafði þá ekki fallið fyrir neinum Frakka – en það breyttist skömmu eftir að tökum lauk eins og sjá má í þættinum sem var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 2. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Fann franskan kærasta skömmu eftir tökur
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Frakkland Ástin og lífið Tengdar fréttir Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Thelma Rún Heimisdóttir heillaðist af Japan strax sem barn, lærði japönsku í háskólanum og fór seinna í leiklistarskóla í Japan. 19. febrúar 2024 20:30 Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi „Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí. 12. febrúar 2024 20:01 Margfaldur heimsmeistari bauð Þorgils út til Taílands og þau hjónin stukku á tækifærið Lóa Pind heimsótti Klöru Valgerði Ingu Haraldsdóttur og Þorgils Eið Einarsson í síðasta þætti af Hvar er best að búa, sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. 17. apríl 2023 17:59 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Thelma Rún Heimisdóttir heillaðist af Japan strax sem barn, lærði japönsku í háskólanum og fór seinna í leiklistarskóla í Japan. 19. febrúar 2024 20:30
Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi „Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí. 12. febrúar 2024 20:01
Margfaldur heimsmeistari bauð Þorgils út til Taílands og þau hjónin stukku á tækifærið Lóa Pind heimsótti Klöru Valgerði Ingu Haraldsdóttur og Þorgils Eið Einarsson í síðasta þætti af Hvar er best að búa, sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. 17. apríl 2023 17:59