Aron Jó framlengir á Hlíðarenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. febrúar 2024 18:16 Birkir Már Sævarsson (t.v.) og Kristinn Freyr Sigurðsson (t.h.) eru himinlifandi að hafa Aron áfram í sínum röðum. Vísir/Diego Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur framlengt samning sinn við Val og mun því spila með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu næstu árin. Aron gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2022 og átti samningur hans að renna út næsta haust. Fyrr í mánuðinum bauð Breiðablik í hann en tilboðinu var hafnað. Aron hafði spilað með Blikum á sínum yngri árum og voru orðrómar þess efnis að hann gæti ímyndað sér að spila í grænu á nýjan leik. Nú er ljóst að það verður ekki af því þar sem hann hefur skrifað undir nýjan samning á Hlíðarenda. Samningurinn er til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu eftir það. „Ástæða þess að ég er að framlengja samning minn er einfaldlega sú að Valur er mjög heillandi félag og mér hefur liðið afskaplega vel á Hlíðarenda frá því að ég kom heim. Það eru líka spennandi tímar fram undan þar sem ég tel okkur vera með frábæran hóp. Frá því að ég kom heim hefur okkur ekki tekist að vinna alvöru titla og ég sé stórt tækifæri til þess að gera það með þessum mannskap,“ sagði Aron við undirskriftina. „Fyrir mig persónulega þá mun ég bara halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera. Á síðasta tímabili spilaði ég aðeins neðar en ég er vanur að gera en var samt að skila mörkum og stoðsendingum. Ég ætla að bæta ofan á það og við ætlum að enda einu sæti ofar en á síðasta tímabili,“ bætti Aron við en Valur endaði í 2. sæti á síðustu leiktíð. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, er ánægður með að lykilmaðurinn Aron hafi framlengt samning sinn. „Þetta eru mikil gleði tíðindi fyrir okkur Valsmenn. Aron er lykilmaður innan sem utan vallar og það er frábært að hann hafi ákveðið að taka slaginn áfram á Hlíðarenda. Áfram hærra.“ Valur hefur tímabilið 2024 þann 7. apríl þegar nýliðar ÍA mæta á Hlíðarenda. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
Aron gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2022 og átti samningur hans að renna út næsta haust. Fyrr í mánuðinum bauð Breiðablik í hann en tilboðinu var hafnað. Aron hafði spilað með Blikum á sínum yngri árum og voru orðrómar þess efnis að hann gæti ímyndað sér að spila í grænu á nýjan leik. Nú er ljóst að það verður ekki af því þar sem hann hefur skrifað undir nýjan samning á Hlíðarenda. Samningurinn er til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu eftir það. „Ástæða þess að ég er að framlengja samning minn er einfaldlega sú að Valur er mjög heillandi félag og mér hefur liðið afskaplega vel á Hlíðarenda frá því að ég kom heim. Það eru líka spennandi tímar fram undan þar sem ég tel okkur vera með frábæran hóp. Frá því að ég kom heim hefur okkur ekki tekist að vinna alvöru titla og ég sé stórt tækifæri til þess að gera það með þessum mannskap,“ sagði Aron við undirskriftina. „Fyrir mig persónulega þá mun ég bara halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera. Á síðasta tímabili spilaði ég aðeins neðar en ég er vanur að gera en var samt að skila mörkum og stoðsendingum. Ég ætla að bæta ofan á það og við ætlum að enda einu sæti ofar en á síðasta tímabili,“ bætti Aron við en Valur endaði í 2. sæti á síðustu leiktíð. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, er ánægður með að lykilmaðurinn Aron hafi framlengt samning sinn. „Þetta eru mikil gleði tíðindi fyrir okkur Valsmenn. Aron er lykilmaður innan sem utan vallar og það er frábært að hann hafi ákveðið að taka slaginn áfram á Hlíðarenda. Áfram hærra.“ Valur hefur tímabilið 2024 þann 7. apríl þegar nýliðar ÍA mæta á Hlíðarenda.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira