Segir Martin gera alla aðra leikmenn betri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 16:01 Craig Pedersen ræðir við Martin Hermannsson á æfingu íslenska liðsins. Vísir/Vilhelm Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, talar vel um Martin Hermannsson fyrir leik Íslands og Ungverjalands í Laugardalshöllinni í kvöld. Craig segir Martin alltaf að verða betri og betri. Ísland byrjar undankeppni sína á heimavelli á móti Ungverjalandi en Ungverjar eru líklegir til að keppa við okkur um sæti á Eurobasket 2025. „Það er alltaf mikilvægt fyrir okkur að vinna heimaleikina okkar. Við sáum það í undankeppni HM hversu mikilvægir heimasigrarnir okkar voru á móti Ítölum og Úkraínumönnum. Það skipti öllu máli fyrir okkur,“ sagði Craig Pedersen í samtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Verður jafn leikur Hann vill þó að menn setji ekki þetta upp sem leik upp á líf eða dauða í baráttunni um sæti á EM. „Þetta er mikilvægur leikur en þó svo að hlutirnir gangi ekki upp í þessum leik þá megum við ekki gefast upp. Við verðum að halda áfram. Þerra verður jafn leikur og ef við vinnum þá ekki þá getum við unnið þá í Ungverjalandi,“ sagði Craig. „Við verðum síðan að sjá hvernig hinir leikirnir fara. Ég held að við getum komið liðum á óvart á móti hinum þjóðunum en auðvitað yrði það frábært að byrja vel á heimavelli,“ sagði Craig en hvað með þetta ungverska lið. Voru að skipta um þjálfara „Þeir voru að skipta um þjálfara og við vitum ekki alveg hvort nýju þjálfarinn haldi áfram að spila svipað og hinn gerði eða kemur inn með eitthvað nýtt. Undirbúningur okkar á móti þeim sem lið er því aðeins erfiðari en við höfum skoðað leikmennina þeirra vel og vitum hvað þeir vilja gera og hvernig leikmenn þeir eru. Það hjálpar til,“ sagði Craig. Hann er ánægður með stöðuna á sínum leikmönnum í aðdraganda leiksins. Klippa: Viðtal við Craig fyrir Ungverjaleik „Leikmennirnir okkar eru alltaf fljótir að finna sín hlutverk í liðinu og stilla sig saman. Andrúmsloftið er gott í kringum liðið og við verðum að viðhalda því í gegnum leikinn,“ sagði Craig. Martin Hermannsson er mættur aftur í landsliðið og spilar sinn fyrsta leik í tvö ár. Martin orðinn enn betri „Hann var á öllum æfingum liðsins á Íslandi síðasta sumar og spilaði þá mjög vel. Miðað við æfingarnar okkar núna þá er hann orðinn jafnvel enn betri. Það er eins og hann sé alltaf að taka skrefið upp á við og vonandi stoppar það ekki,“ sagði Craig. „Hann er búinn að spila mjög vel með okkur núna og hefur náð vel saman við aðra leikmenn. Hann gerir þá betri og liðsheildin er góð í liðinu,“ sagði Craig. „Síðustu ár höfum við verið að reyna að byggja upp breidd í liðinu. Núna eru nokkrir meiddir en þeir sem koma inn hafa reynslu. Það er því ekki eins og við séum að treysta á menn sem hafa ekki verið í kringum liðið áður,“ sagði Craig. „Við vildum auðvitað hafa Hauk (Helga Pálsson) og Kára (Jónsson) með okkur af því að þeir hafa skilað mikilvægu hlutverki í liðinu en það hafa aðrir leikmenn fengið reynslu síðustu ár og það mun vonandi skila sér,“ sagði Craig. Mæta orkumiklir og fá áhorfendur með Það er uppselt á leikinn og liðið fær því góðan stuðning í leiknum í kvöld. „Við verðum að passa upp á það að koma orkumiklir inn í leikinn og fá áhorfendur með okkur. Þeir skipta miklu máli fyrir okkur þegar þeir búa til jákvæða orku á pöllunum. Við verðum að passa upp á að allir verði með okkur,“ sagði Craig. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í kvöld. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
Ísland byrjar undankeppni sína á heimavelli á móti Ungverjalandi en Ungverjar eru líklegir til að keppa við okkur um sæti á Eurobasket 2025. „Það er alltaf mikilvægt fyrir okkur að vinna heimaleikina okkar. Við sáum það í undankeppni HM hversu mikilvægir heimasigrarnir okkar voru á móti Ítölum og Úkraínumönnum. Það skipti öllu máli fyrir okkur,“ sagði Craig Pedersen í samtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Verður jafn leikur Hann vill þó að menn setji ekki þetta upp sem leik upp á líf eða dauða í baráttunni um sæti á EM. „Þetta er mikilvægur leikur en þó svo að hlutirnir gangi ekki upp í þessum leik þá megum við ekki gefast upp. Við verðum að halda áfram. Þerra verður jafn leikur og ef við vinnum þá ekki þá getum við unnið þá í Ungverjalandi,“ sagði Craig. „Við verðum síðan að sjá hvernig hinir leikirnir fara. Ég held að við getum komið liðum á óvart á móti hinum þjóðunum en auðvitað yrði það frábært að byrja vel á heimavelli,“ sagði Craig en hvað með þetta ungverska lið. Voru að skipta um þjálfara „Þeir voru að skipta um þjálfara og við vitum ekki alveg hvort nýju þjálfarinn haldi áfram að spila svipað og hinn gerði eða kemur inn með eitthvað nýtt. Undirbúningur okkar á móti þeim sem lið er því aðeins erfiðari en við höfum skoðað leikmennina þeirra vel og vitum hvað þeir vilja gera og hvernig leikmenn þeir eru. Það hjálpar til,“ sagði Craig. Hann er ánægður með stöðuna á sínum leikmönnum í aðdraganda leiksins. Klippa: Viðtal við Craig fyrir Ungverjaleik „Leikmennirnir okkar eru alltaf fljótir að finna sín hlutverk í liðinu og stilla sig saman. Andrúmsloftið er gott í kringum liðið og við verðum að viðhalda því í gegnum leikinn,“ sagði Craig. Martin Hermannsson er mættur aftur í landsliðið og spilar sinn fyrsta leik í tvö ár. Martin orðinn enn betri „Hann var á öllum æfingum liðsins á Íslandi síðasta sumar og spilaði þá mjög vel. Miðað við æfingarnar okkar núna þá er hann orðinn jafnvel enn betri. Það er eins og hann sé alltaf að taka skrefið upp á við og vonandi stoppar það ekki,“ sagði Craig. „Hann er búinn að spila mjög vel með okkur núna og hefur náð vel saman við aðra leikmenn. Hann gerir þá betri og liðsheildin er góð í liðinu,“ sagði Craig. „Síðustu ár höfum við verið að reyna að byggja upp breidd í liðinu. Núna eru nokkrir meiddir en þeir sem koma inn hafa reynslu. Það er því ekki eins og við séum að treysta á menn sem hafa ekki verið í kringum liðið áður,“ sagði Craig. „Við vildum auðvitað hafa Hauk (Helga Pálsson) og Kára (Jónsson) með okkur af því að þeir hafa skilað mikilvægu hlutverki í liðinu en það hafa aðrir leikmenn fengið reynslu síðustu ár og það mun vonandi skila sér,“ sagði Craig. Mæta orkumiklir og fá áhorfendur með Það er uppselt á leikinn og liðið fær því góðan stuðning í leiknum í kvöld. „Við verðum að passa upp á það að koma orkumiklir inn í leikinn og fá áhorfendur með okkur. Þeir skipta miklu máli fyrir okkur þegar þeir búa til jákvæða orku á pöllunum. Við verðum að passa upp á að allir verði með okkur,“ sagði Craig. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í kvöld.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira